Starfið gefandi og skemmtilegt 8. febrúar 2005 00:01 "Við erum með rétt tæplega 200 nemendur á sjúkraliðabraut í vetur. Þetta nám nýtur mikilla vinsælda enda afar hagnýtt og starfsmöguleikar að loknu námi eru almennt mjög góðir," segir Þorbjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kennslustjóri sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Sjúkraliðastarfið hefur verið talið kvennastarf en að sögn Þorbjargar eru alltaf nokkrir piltar sem ljúka námi. Þeir eru sex í vetur. "Við bjóðum sjúkraliðabraut bæði í dagskóla og kvöldskóla. Meðalaldur nemenda er töluvert hærri á kvöldin eða um 35 ár. Það er fjölbreyttur hópur sem sækir þetta nám og til að mynda hafa viðskiptafræðingar, bókasafnsfræðingar og snyrtifræðingar verið meðal okkar nemenda. Svo eru konur í náminu sem segjast vera orðnar leiðar á skrifstofuvinnu, vilja breyta til og umfram allt langar þær að vinna með fólki," segir Þorbjörg. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur frá árinu 1980 útskrifað um 700 sjúkraliða. Námið er sex annir og telur 120 einingar. Að loknu náminu er svo alltaf möguleiki að bæta við sig einum vetri og ljúka stúdentsprófi. Þorbjörg segir starf sjúkraliðans fjölbreytt og um leið mjög gefandi. "Sjúkraliðar eru eftirsóttir starfskraftar víða og ekki bara á Landspítalanum heldur víða á öðrum stofnunum og læknastofum svo dæmi sér tekið. Sjúkraliðar fá löggilt starfsheiti og geta unnið á Norðurlöndunum og er mikið auglýst eftir fólki þar," segir Þorbjörg. Hún bætir við að kjör sjúkraliða hafi mikið lagast hin síðustu ár en auðvitað megi alltaf gera betur í þeim efnum. Þá sé kostur við starfið að auðvelt er að fá hlutastörf sem hentar mörgum konum vel. En hvað þarf góður sjúkraliði að hafa til að bera? "Sjúkraliðar þurfa að hafa mikinn áhuga á fólki og mannlegum samskiptum. Þeir þurfa að hafa hlýja framkomu og sýna umhyggju. Þeir sinna mikilvægu og stundum erfiðu starfi sem getur á móti verið mjög gefandi," segir Þorbjörg Jónsdóttir kennslustjóri. arndis@frettabladid.is Nám Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Við erum með rétt tæplega 200 nemendur á sjúkraliðabraut í vetur. Þetta nám nýtur mikilla vinsælda enda afar hagnýtt og starfsmöguleikar að loknu námi eru almennt mjög góðir," segir Þorbjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kennslustjóri sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Sjúkraliðastarfið hefur verið talið kvennastarf en að sögn Þorbjargar eru alltaf nokkrir piltar sem ljúka námi. Þeir eru sex í vetur. "Við bjóðum sjúkraliðabraut bæði í dagskóla og kvöldskóla. Meðalaldur nemenda er töluvert hærri á kvöldin eða um 35 ár. Það er fjölbreyttur hópur sem sækir þetta nám og til að mynda hafa viðskiptafræðingar, bókasafnsfræðingar og snyrtifræðingar verið meðal okkar nemenda. Svo eru konur í náminu sem segjast vera orðnar leiðar á skrifstofuvinnu, vilja breyta til og umfram allt langar þær að vinna með fólki," segir Þorbjörg. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur frá árinu 1980 útskrifað um 700 sjúkraliða. Námið er sex annir og telur 120 einingar. Að loknu náminu er svo alltaf möguleiki að bæta við sig einum vetri og ljúka stúdentsprófi. Þorbjörg segir starf sjúkraliðans fjölbreytt og um leið mjög gefandi. "Sjúkraliðar eru eftirsóttir starfskraftar víða og ekki bara á Landspítalanum heldur víða á öðrum stofnunum og læknastofum svo dæmi sér tekið. Sjúkraliðar fá löggilt starfsheiti og geta unnið á Norðurlöndunum og er mikið auglýst eftir fólki þar," segir Þorbjörg. Hún bætir við að kjör sjúkraliða hafi mikið lagast hin síðustu ár en auðvitað megi alltaf gera betur í þeim efnum. Þá sé kostur við starfið að auðvelt er að fá hlutastörf sem hentar mörgum konum vel. En hvað þarf góður sjúkraliði að hafa til að bera? "Sjúkraliðar þurfa að hafa mikinn áhuga á fólki og mannlegum samskiptum. Þeir þurfa að hafa hlýja framkomu og sýna umhyggju. Þeir sinna mikilvægu og stundum erfiðu starfi sem getur á móti verið mjög gefandi," segir Þorbjörg Jónsdóttir kennslustjóri. arndis@frettabladid.is
Nám Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning