Losað um völdin Hafliði Helgason skrifar 14. febrúar 2005 00:01 Þau tímamót hafa orðið í sögu Háskólasjóðs Eimskipafélagsins að hann mun nú verða venjulegur sjóður sem styrkir starf háskólans til framtíðar. Sjóðurinn óx og dafnaði um langt skeið, en arðurinn af honum varð eftir innan Eimskipafélagsins. Arður sem greiddur var út fór að hluta til Háskóla Íslands, en afgangurinn var notaður til þess að kaupa fleiri bréf í Eimkskipafélaginu. Þeir sem njóta sjóðsins nú þurfa í sjálfu sér ekkert að kvarta undan ávöxtuninni. Verðmæti sjóðsins er á þriðja milljarð króna og til framtíðar er gert ráð fyrir að hann geti greitt út um 100 milljónir króna árlega til rannsóknartengds framhaldsnáms við Háskóla Íslands. Margir telja að það sé tímanna tákn þegar kjölfestueigendur Burðaráss ákváðu að sjóðnum skyldi varið á þennan hátt. Sjóðurinn var um skeið fjórði stærsti hluthafi Eimskipafélagsins sem tryggði að ráðandi öfl á hverjum tíma þurftu sjálf að eiga minna í félaginu sem nam eign sjóðsins í því sjálfu. Það voru nefninlega stjórn félagsins og forstjóri sem réðu sjóðnum. Þannig var hægt að nýta athkvæðaréttinn sem fylgdi eigninni til að styðja meirihlutann í hluthafahópnum hverju sinni. Fyrirhöfn Björgólfsfeðga, að ná til sín Eimskipafélaginu var því talsverð vegna sjóðsins. Það má velta því fyrir sér hvort því hafi ekki fylgt nokkur skemmtun að koma þessari hindrun í að ná völdum í félaginu í nýjan farveg. Farvegurinn nú er klár. Stjórn og forstjóri Burðaráss munu áfram ráð yfir sjóðnum. Honum hefur hins vegar mörkuð sú fjárfestingarstefna að fylgja almennum lögmálum um stjórn slíkra sjóða. Þar með getur hann ekki átt í örfáum félögum, hvað þá einu. Stjórn sjóðsins mun á næstunni selja bréf sjóðsins í Burðarási og fjárfesta í öðrum pappírum í staðinn. Salan mun eflaust taka tíma, því sé selt of hratt skapar það hættu á að gengi bréfa Burðaráss lækki. Framtíðin er sú að sjóðurinn verður vel eignadreifður sjóður sem skilar menntun í landinu árlega drjúgum fjárhæðum. Þannig er draumur stofnenda sjóðsins að verða að veruleika: að sjóðurinn megi verða til eflingar Háskólanum og því merka starfi sem innan hans er unnið. Til þess að snúa til baka til þess að verja völd í Eimskipafélaginu þarf meiri háttar stefnubreytingu sem væntanlega myndi ekki ganga hljóðalaust fyrir sig.Hafliði Helgason haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þau tímamót hafa orðið í sögu Háskólasjóðs Eimskipafélagsins að hann mun nú verða venjulegur sjóður sem styrkir starf háskólans til framtíðar. Sjóðurinn óx og dafnaði um langt skeið, en arðurinn af honum varð eftir innan Eimskipafélagsins. Arður sem greiddur var út fór að hluta til Háskóla Íslands, en afgangurinn var notaður til þess að kaupa fleiri bréf í Eimkskipafélaginu. Þeir sem njóta sjóðsins nú þurfa í sjálfu sér ekkert að kvarta undan ávöxtuninni. Verðmæti sjóðsins er á þriðja milljarð króna og til framtíðar er gert ráð fyrir að hann geti greitt út um 100 milljónir króna árlega til rannsóknartengds framhaldsnáms við Háskóla Íslands. Margir telja að það sé tímanna tákn þegar kjölfestueigendur Burðaráss ákváðu að sjóðnum skyldi varið á þennan hátt. Sjóðurinn var um skeið fjórði stærsti hluthafi Eimskipafélagsins sem tryggði að ráðandi öfl á hverjum tíma þurftu sjálf að eiga minna í félaginu sem nam eign sjóðsins í því sjálfu. Það voru nefninlega stjórn félagsins og forstjóri sem réðu sjóðnum. Þannig var hægt að nýta athkvæðaréttinn sem fylgdi eigninni til að styðja meirihlutann í hluthafahópnum hverju sinni. Fyrirhöfn Björgólfsfeðga, að ná til sín Eimskipafélaginu var því talsverð vegna sjóðsins. Það má velta því fyrir sér hvort því hafi ekki fylgt nokkur skemmtun að koma þessari hindrun í að ná völdum í félaginu í nýjan farveg. Farvegurinn nú er klár. Stjórn og forstjóri Burðaráss munu áfram ráð yfir sjóðnum. Honum hefur hins vegar mörkuð sú fjárfestingarstefna að fylgja almennum lögmálum um stjórn slíkra sjóða. Þar með getur hann ekki átt í örfáum félögum, hvað þá einu. Stjórn sjóðsins mun á næstunni selja bréf sjóðsins í Burðarási og fjárfesta í öðrum pappírum í staðinn. Salan mun eflaust taka tíma, því sé selt of hratt skapar það hættu á að gengi bréfa Burðaráss lækki. Framtíðin er sú að sjóðurinn verður vel eignadreifður sjóður sem skilar menntun í landinu árlega drjúgum fjárhæðum. Þannig er draumur stofnenda sjóðsins að verða að veruleika: að sjóðurinn megi verða til eflingar Háskólanum og því merka starfi sem innan hans er unnið. Til þess að snúa til baka til þess að verja völd í Eimskipafélaginu þarf meiri háttar stefnubreytingu sem væntanlega myndi ekki ganga hljóðalaust fyrir sig.Hafliði Helgason haflidi@frettabladid.is
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar