Til atlögu við heimilisofbeldi 15. febrúar 2005 00:01 "Heimilisofbeldi er eitt af best geymdu leyndarmálum íslensks samfélags og það getur átt sér stað á ólíklegustu heimilum. Tilgangur þessarar þemaviku Hjálparsíma Rauða krossins er að rjúfa þá þögn sem þolendur slíks ofbeldis búa við og aðstoða þá við að komast út úr þeim vítahring sem þeir eru í," segir Brynhildur Barðadóttir, verkefnastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Bryndís segir þolendur heimilisofbeldis oft það bælda og niðurbrotna að þeir eigi erfitt með að gefa sig fram. "Einkenni þeirra sem beita ofbeldi er að útiloka fórnarlambið frá eðlilegri umgengni við vini og fjölskyldu, þannig að það hefur engan að leita til," segir hún. Hjálparsíminn 1717 vill þarna grípa inn í og hvetja fólk til að segja frá reynslu sinni, fá andlegan stuðning og vonandi varanleg úrræði. Svarendur hjálparsímans hafa í nokkrum mæli orðið varir við heimilisobeldi til þessa en Bryndís telur tilfellin ekki vera af þeim fjölda að þau séu í réttu hlutfalli við vandamálið í þjóðfélaginu. "Við teljum að mun fleiri þyrftu að leita sér aðstoðar því þó svo fjöldi kvenna komi í Kvennaathvarfið þá er það bara toppurinn á ísjakanum," segir Brynhildur og tekur fram að sjálfboðaliðarnir sem svari í símann 1717 hjá Rauða krossinum hafi fengið ákveðna þjálfun til að koma til hjálpar í svona tilfellum og benda fólki á leiðir útúr vandanum. Hún vill líka geta þess að Hjálparsími Rauða krossins er opinn allan sólarhringinn og að hringingar í hann eru gjaldfrjálsar og ekki skráðar á símareikning. Heilsa Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Heimilisofbeldi er eitt af best geymdu leyndarmálum íslensks samfélags og það getur átt sér stað á ólíklegustu heimilum. Tilgangur þessarar þemaviku Hjálparsíma Rauða krossins er að rjúfa þá þögn sem þolendur slíks ofbeldis búa við og aðstoða þá við að komast út úr þeim vítahring sem þeir eru í," segir Brynhildur Barðadóttir, verkefnastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Bryndís segir þolendur heimilisofbeldis oft það bælda og niðurbrotna að þeir eigi erfitt með að gefa sig fram. "Einkenni þeirra sem beita ofbeldi er að útiloka fórnarlambið frá eðlilegri umgengni við vini og fjölskyldu, þannig að það hefur engan að leita til," segir hún. Hjálparsíminn 1717 vill þarna grípa inn í og hvetja fólk til að segja frá reynslu sinni, fá andlegan stuðning og vonandi varanleg úrræði. Svarendur hjálparsímans hafa í nokkrum mæli orðið varir við heimilisobeldi til þessa en Bryndís telur tilfellin ekki vera af þeim fjölda að þau séu í réttu hlutfalli við vandamálið í þjóðfélaginu. "Við teljum að mun fleiri þyrftu að leita sér aðstoðar því þó svo fjöldi kvenna komi í Kvennaathvarfið þá er það bara toppurinn á ísjakanum," segir Brynhildur og tekur fram að sjálfboðaliðarnir sem svari í símann 1717 hjá Rauða krossinum hafi fengið ákveðna þjálfun til að koma til hjálpar í svona tilfellum og benda fólki á leiðir útúr vandanum. Hún vill líka geta þess að Hjálparsími Rauða krossins er opinn allan sólarhringinn og að hringingar í hann eru gjaldfrjálsar og ekki skráðar á símareikning.
Heilsa Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira