Grátandi börn fara hjalandi heim 15. febrúar 2005 00:01 Nýlega var staddur hér á landi Thomas Atlee, sérfræðingur í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, en hann hefur rekið og veitt forstöðu skóla í London í 20 ár þar sem meðferðin er kennd. Thomas hefur komið hingað reglulega frá árinu 1991 og haldið námskeið og útskrifað fjölda íslenskra nemenda í þessum fræðum. Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, öðru nafni cranio, nýtur vaxandi vinsælda, en í hverju felst þessi meðferð? "Markmiðið er að koma á heilbrigði og jafnvægi á öllum sviðum," segir Thomas. "Meðferðin felst í mildri snertingu en áhrifin eru mjög kröftug og hafa djúpstæð áhrif. Með snertingunni getum við fundið hvar spennan er í líkamanum og virkjað hann sjálfan til að losa um stíflur. Líkaminn hefur einmitt hæfileika til að lækna sig sjálfur, en uppsöfnuð spenna og streita getur hinsvegar komið í veg fyrir að honum takist það. Cranio virkjar þennan innbyggða hæfileika þannig að orkan streymir óhindruð um líkamann." Með cranio er hægt að takast á við hverskonar kvilla, hvort sem er líkamlega eða andlega. "Við getum læknað streitu, háls-, höfuð- og bakverki, meltingarsjúkdóma og þunglyndi svo fátt eitt sé nefnt. Við meðhöndlum líka ungbörn með góðum árangri,en fæðingin sjálf er einmitt algeng ástæða fyrir vandamálum fólks síðar á lífsleiðinni. Fæðingin getur verið erfið og átakamikil og oft fáum við börn til meðferðar sem gráta mikið án sjáanlegrar ástæðu. Læknar segja eðlilegt að ungbörn gráti, en barn grætur ekki nema einhver ástæða sé fyrir því. Með cranio finnum við hvort barn á erfitt eftir fæðinguna og getum komið á jafnvægi. Það er stanslaus straumur til okkar af mæðrum sem koma örmagna með börnin sín sem gráta látlaust og yndislegt að horfa á þau fara brosandi og hamingjusöm út aftur." Thomas segir að ofvirkni og hegðunarvandmál barna og unglinga megi oft rekja til áfalls í fæðingu og cranio geti læknað þessi börn. "Það verður auðvitað að skoða hvert tilfelli fyrir sig og stundum þarf að koma til frekari meðferð samhliða, en þarna, eins og á öðrum sviðum, höfum við náð undraverðum árangri." Heimasíða Félags höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara á Íslandi er www.cranio Heilsa Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Nýlega var staddur hér á landi Thomas Atlee, sérfræðingur í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, en hann hefur rekið og veitt forstöðu skóla í London í 20 ár þar sem meðferðin er kennd. Thomas hefur komið hingað reglulega frá árinu 1991 og haldið námskeið og útskrifað fjölda íslenskra nemenda í þessum fræðum. Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, öðru nafni cranio, nýtur vaxandi vinsælda, en í hverju felst þessi meðferð? "Markmiðið er að koma á heilbrigði og jafnvægi á öllum sviðum," segir Thomas. "Meðferðin felst í mildri snertingu en áhrifin eru mjög kröftug og hafa djúpstæð áhrif. Með snertingunni getum við fundið hvar spennan er í líkamanum og virkjað hann sjálfan til að losa um stíflur. Líkaminn hefur einmitt hæfileika til að lækna sig sjálfur, en uppsöfnuð spenna og streita getur hinsvegar komið í veg fyrir að honum takist það. Cranio virkjar þennan innbyggða hæfileika þannig að orkan streymir óhindruð um líkamann." Með cranio er hægt að takast á við hverskonar kvilla, hvort sem er líkamlega eða andlega. "Við getum læknað streitu, háls-, höfuð- og bakverki, meltingarsjúkdóma og þunglyndi svo fátt eitt sé nefnt. Við meðhöndlum líka ungbörn með góðum árangri,en fæðingin sjálf er einmitt algeng ástæða fyrir vandamálum fólks síðar á lífsleiðinni. Fæðingin getur verið erfið og átakamikil og oft fáum við börn til meðferðar sem gráta mikið án sjáanlegrar ástæðu. Læknar segja eðlilegt að ungbörn gráti, en barn grætur ekki nema einhver ástæða sé fyrir því. Með cranio finnum við hvort barn á erfitt eftir fæðinguna og getum komið á jafnvægi. Það er stanslaus straumur til okkar af mæðrum sem koma örmagna með börnin sín sem gráta látlaust og yndislegt að horfa á þau fara brosandi og hamingjusöm út aftur." Thomas segir að ofvirkni og hegðunarvandmál barna og unglinga megi oft rekja til áfalls í fæðingu og cranio geti læknað þessi börn. "Það verður auðvitað að skoða hvert tilfelli fyrir sig og stundum þarf að koma til frekari meðferð samhliða, en þarna, eins og á öðrum sviðum, höfum við náð undraverðum árangri." Heimasíða Félags höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara á Íslandi er www.cranio
Heilsa Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira