Húsasúpan hönnuð á staðnum 17. febrúar 2005 00:01 Hjónin að Brekkugerðishúsum í Fljótsdal bera gestum sínum oft góða súpu með heimabökuðu brauði. Þau Hákon Aðalsteinsson og Sigrún Benediktsdóttir að Húsum í Fljótsdal eru matgæðingar miklir og gestir þeirra njóta þess. Meðal þess sem þau bera stundum á borð er súpa sem hefur fengið heitið Húsasúpa því hún er hönnuð á staðnum. Þótt Sigrún segi Hákon vera snilling í matreiðslu lambakjöts er hún sjálf ábyrg fyrir súpunni góðu. "Ég var orðin svo þreytt á hinni hefðbundnu íslensku kjötsúpu svo ég tók mig til og breytti henni dálítið," segir hún og kveðst gefin fyrir að fara eigin leiðir í matreiðslu. Sigrún gaf okkur góðfúslega grunnuppskriftina að súpunni en segir hvern og einn verða að smakka hana til eftir sínu höfði.Húsasúpaolíasvartur piparsmá salt6-8 lærissneiðar eða annað gott lambakjöt4 laukar4 tsk. karrí1/2 höfuð hvítkál6 gulrætur meðalstórar1/1 dós ananas1 pk. þurrkaðar apríkósur4-5 grænmetisteningar1/2 tsk. fennel Olían er sett á pönnu og svartur pipar mulinn í, ásamt salti. Kjötsneiðarnar eru skornar í tvennt, léttsteiktar í olíunni og settar í pott. Karríið er hitað í olíu áður en grænmetið er sett á pönnuna og léttsteikt. Allt sett í pott með vatni og soðið í um það bil 1 og 1/2 tíma. Súpan er gulleit á lit og súrsæta bragðið vegur vel á móti kryddinu. Hún er borðuð með heimabökuðu grófu brauði. Lambakjöt Súpur Uppskriftir Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Hjónin að Brekkugerðishúsum í Fljótsdal bera gestum sínum oft góða súpu með heimabökuðu brauði. Þau Hákon Aðalsteinsson og Sigrún Benediktsdóttir að Húsum í Fljótsdal eru matgæðingar miklir og gestir þeirra njóta þess. Meðal þess sem þau bera stundum á borð er súpa sem hefur fengið heitið Húsasúpa því hún er hönnuð á staðnum. Þótt Sigrún segi Hákon vera snilling í matreiðslu lambakjöts er hún sjálf ábyrg fyrir súpunni góðu. "Ég var orðin svo þreytt á hinni hefðbundnu íslensku kjötsúpu svo ég tók mig til og breytti henni dálítið," segir hún og kveðst gefin fyrir að fara eigin leiðir í matreiðslu. Sigrún gaf okkur góðfúslega grunnuppskriftina að súpunni en segir hvern og einn verða að smakka hana til eftir sínu höfði.Húsasúpaolíasvartur piparsmá salt6-8 lærissneiðar eða annað gott lambakjöt4 laukar4 tsk. karrí1/2 höfuð hvítkál6 gulrætur meðalstórar1/1 dós ananas1 pk. þurrkaðar apríkósur4-5 grænmetisteningar1/2 tsk. fennel Olían er sett á pönnu og svartur pipar mulinn í, ásamt salti. Kjötsneiðarnar eru skornar í tvennt, léttsteiktar í olíunni og settar í pott. Karríið er hitað í olíu áður en grænmetið er sett á pönnuna og léttsteikt. Allt sett í pott með vatni og soðið í um það bil 1 og 1/2 tíma. Súpan er gulleit á lit og súrsæta bragðið vegur vel á móti kryddinu. Hún er borðuð með heimabökuðu grófu brauði.
Lambakjöt Súpur Uppskriftir Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira