Reykingar og persónufrelsi Þórarinn Þórarinsson skrifar 18. febrúar 2005 00:01 Siv Friðleifsdóttir og þrjár aðrar þingkonur lögðu í vikunni fram frumvarp á Alþingi um að reykingar verði alfarið bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum sem og við aðrar menningar- og félagssamkomur. Hún sagði frá því í sjónvarpsfréttum bæði RÚV og Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld að hún hefði ekki trú á að frumvarpið nyti stuðnings innan ríkisstjórnarinnar þar sem Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, hafi áður fallið frá að leggja fram samskonar frumvarp. Hún fór svo beint í lýðskrumsgírinn með málið þegar fréttamaður RÚV hafði eftir henni að hún vissi að málið nyti "víðtæks stuðnings" í þjóðfélaginu. Það má vel vera að eitthvað sé til í því hjá Siv enda blandast fáum hugur um að reykingar eru subbulegur ávani sem hafa ýmsar neikvæðar afleiðingar bæði fyrir þá sem reykja og þá sem dvelja langdvölum innan um reykingafólk. Það réttlætir samt ekki að farið sé með lögum gegn ákveðnum hópi fólks eins og Siv hyggst gera með frumvarpi sínu og það að ríkisstjórnin skuli ekki styðja tillögu af þessu tagi bendir til þess að einhverjir úr ráðherraliðinu virði enn persónufrelsi og eignarrétt en frumvarpinu er stefnt gegn þeim mannréttindaþáttum. Það vekur athygli að þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins taka ekki þátt í að leggja frumvarpið fram með Siv enda felst í raun afneitun á hugmyndinni að baki frumvarpinu í nöfnum beggja flokkanna. Undirritaður hætti nýlega að reykja og hefur upplifað magnaðar breytingar til hins betra, bæði á sál og líkama, en finnst þó enn af og frá að ætla að banna öðrum að njóta þessa fíkniefnis sem ríkið er með einkaleyfi á að selja þegnum sínum. Það er vitaskuld voðalega auðvelt að taka afstöðu gegn reykingum enda málstaðurinn vondur en þar sem málið snýst fyrst og fremst um frelsi og forræðishyggju má ekki rugla hlutunum saman og telja þá sem neita að styðja frumvarpið einhverja sérstaka stuðningsmenn reykinga. Það er líka galið að gera ráð fyrir því að þó meirihluti þjóðarinnar sé á móti reykingum sé hann tilbúinn til að fótum troða mannréttindi þeirra sem reykja. Fólk er á móti klamydíu en er ekkert endilega tilbúið til að hætta að stunda kynlíf eða banna þá athöfn með öllu. Fólk er almennt á móti offitu og kransæðasjúkdómum en fæstir myndu vilja banna sykur og rjóma með lögum. Fólki er almennt meinilla við loftmengun og annt um ósonlagð en það er örugglega ekki tilbúið til að banna einkabílinn.Reykingafrumvarp Sivjar er í raun stórhættulegt og verði það að lögum er komið ákveðið fordæmi og þá fíleflast þeir forræðishyggjuþingmenn sem vilja hefta sykurneyslu og ekki líður á löngu þar til sykurbannsfrumvarpið "með víðtækan stuðning þjóðarinnar" lítur dagsins ljós. Síðan verða, koll af kolli, allir þeir hlutir sem heilla fíkla bannaðir með lögum. Þar með talið væntanlega sjónvarp, spilakassar, kynlíf, Lottóið og Ídolið. Þeir sem eru á móti reykingum og eru tilbúnir til að styðja reykingafrumvarpið í blindni myndu örugglega sjá ljósið og hugsa sig tvisvar um ef það ætti að taka af þeim rjómann, Kókið og Prins Pólóið með lögum. thorarinn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir og þrjár aðrar þingkonur lögðu í vikunni fram frumvarp á Alþingi um að reykingar verði alfarið bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum sem og við aðrar menningar- og félagssamkomur. Hún sagði frá því í sjónvarpsfréttum bæði RÚV og Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld að hún hefði ekki trú á að frumvarpið nyti stuðnings innan ríkisstjórnarinnar þar sem Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, hafi áður fallið frá að leggja fram samskonar frumvarp. Hún fór svo beint í lýðskrumsgírinn með málið þegar fréttamaður RÚV hafði eftir henni að hún vissi að málið nyti "víðtæks stuðnings" í þjóðfélaginu. Það má vel vera að eitthvað sé til í því hjá Siv enda blandast fáum hugur um að reykingar eru subbulegur ávani sem hafa ýmsar neikvæðar afleiðingar bæði fyrir þá sem reykja og þá sem dvelja langdvölum innan um reykingafólk. Það réttlætir samt ekki að farið sé með lögum gegn ákveðnum hópi fólks eins og Siv hyggst gera með frumvarpi sínu og það að ríkisstjórnin skuli ekki styðja tillögu af þessu tagi bendir til þess að einhverjir úr ráðherraliðinu virði enn persónufrelsi og eignarrétt en frumvarpinu er stefnt gegn þeim mannréttindaþáttum. Það vekur athygli að þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins taka ekki þátt í að leggja frumvarpið fram með Siv enda felst í raun afneitun á hugmyndinni að baki frumvarpinu í nöfnum beggja flokkanna. Undirritaður hætti nýlega að reykja og hefur upplifað magnaðar breytingar til hins betra, bæði á sál og líkama, en finnst þó enn af og frá að ætla að banna öðrum að njóta þessa fíkniefnis sem ríkið er með einkaleyfi á að selja þegnum sínum. Það er vitaskuld voðalega auðvelt að taka afstöðu gegn reykingum enda málstaðurinn vondur en þar sem málið snýst fyrst og fremst um frelsi og forræðishyggju má ekki rugla hlutunum saman og telja þá sem neita að styðja frumvarpið einhverja sérstaka stuðningsmenn reykinga. Það er líka galið að gera ráð fyrir því að þó meirihluti þjóðarinnar sé á móti reykingum sé hann tilbúinn til að fótum troða mannréttindi þeirra sem reykja. Fólk er á móti klamydíu en er ekkert endilega tilbúið til að hætta að stunda kynlíf eða banna þá athöfn með öllu. Fólk er almennt á móti offitu og kransæðasjúkdómum en fæstir myndu vilja banna sykur og rjóma með lögum. Fólki er almennt meinilla við loftmengun og annt um ósonlagð en það er örugglega ekki tilbúið til að banna einkabílinn.Reykingafrumvarp Sivjar er í raun stórhættulegt og verði það að lögum er komið ákveðið fordæmi og þá fíleflast þeir forræðishyggjuþingmenn sem vilja hefta sykurneyslu og ekki líður á löngu þar til sykurbannsfrumvarpið "með víðtækan stuðning þjóðarinnar" lítur dagsins ljós. Síðan verða, koll af kolli, allir þeir hlutir sem heilla fíkla bannaðir með lögum. Þar með talið væntanlega sjónvarp, spilakassar, kynlíf, Lottóið og Ídolið. Þeir sem eru á móti reykingum og eru tilbúnir til að styðja reykingafrumvarpið í blindni myndu örugglega sjá ljósið og hugsa sig tvisvar um ef það ætti að taka af þeim rjómann, Kókið og Prins Pólóið með lögum. thorarinn@frettabladid.is
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun