Eykur verðmæti sjávarafurða 19. febrúar 2005 00:01 Þótt Sjöfn Sigurgísladóttir titli sig matvælafræðing í símaskránni er hún líka annað og meira því hún veitir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins forstöðu. Sjöfn tók við forstjórastarfinu í maí 2002 svo það er komið vel á þriðja ár síðan. Hún situr uppi á annarri hæð í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu og af skrifstofunni sér hún til skipaferða um Faxaflóann. Þegar haft er orð á að búast mætti við karlmanni í þessum stól hlær hún og kveðst alltaf hafa unnið mikið með karlmönnum, það fylgi raunvísindunum og sé bara skemmtilegt. Hún nefnir LÍÚ fundi sem dæmi um miklar herrasamkomur. Sjöfn er faglegur leiðtogi Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins auk þess bera ábyrgð á rekstri hennar og starfsemi. "Samskipti eru mikilvægur þáttur í mínu starfi því stofnunin vinnur náið með sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, háskólunum og öðrum rannsóknaraðilum," segir hún og leggur áherslu á að hlutverk stofnunarinnar sé að auka verðmæti sjávarafurða. "Við erum með um 60 starfsmenn og erum að vinna á fimm stöðum á landinu, í Vestmannaeyjum, Reykjavík, Ísafirði, Akureyri og Neskaupstað auk þess sem við erum í samstarfi við fyrirtæki og rannsóknaraðila erlendis," upplýsir hún. Af sjálfu leiðir að mikil ferðalög fylgja starfi Sjafnar bæði um landið og líka út fyrir landsteinana og lokorð hennar í viðtalinu undirstrika það. "Við viljum tengjast sem flestum til að byggja upp þekkingu og hafa sem mest áhrif á þróunina." Atvinna Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þótt Sjöfn Sigurgísladóttir titli sig matvælafræðing í símaskránni er hún líka annað og meira því hún veitir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins forstöðu. Sjöfn tók við forstjórastarfinu í maí 2002 svo það er komið vel á þriðja ár síðan. Hún situr uppi á annarri hæð í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu og af skrifstofunni sér hún til skipaferða um Faxaflóann. Þegar haft er orð á að búast mætti við karlmanni í þessum stól hlær hún og kveðst alltaf hafa unnið mikið með karlmönnum, það fylgi raunvísindunum og sé bara skemmtilegt. Hún nefnir LÍÚ fundi sem dæmi um miklar herrasamkomur. Sjöfn er faglegur leiðtogi Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins auk þess bera ábyrgð á rekstri hennar og starfsemi. "Samskipti eru mikilvægur þáttur í mínu starfi því stofnunin vinnur náið með sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, háskólunum og öðrum rannsóknaraðilum," segir hún og leggur áherslu á að hlutverk stofnunarinnar sé að auka verðmæti sjávarafurða. "Við erum með um 60 starfsmenn og erum að vinna á fimm stöðum á landinu, í Vestmannaeyjum, Reykjavík, Ísafirði, Akureyri og Neskaupstað auk þess sem við erum í samstarfi við fyrirtæki og rannsóknaraðila erlendis," upplýsir hún. Af sjálfu leiðir að mikil ferðalög fylgja starfi Sjafnar bæði um landið og líka út fyrir landsteinana og lokorð hennar í viðtalinu undirstrika það. "Við viljum tengjast sem flestum til að byggja upp þekkingu og hafa sem mest áhrif á þróunina."
Atvinna Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira