Þægilegra að öskra Bex en Rebekka 19. febrúar 2005 00:01 Rebekka Kristín Garðarsdóttir flutti frá Kópaskeri til Hong Kong fyrir tæpum þremur árum. Í síðasta mánuði stofnaði hún eigið fyrirtæki og eftir nokkra daga ætlar hún að kaupa annað. Rebekka skrapp til Íslands nýlega í fjögurra daga heimsókn og þrátt fyrir þétta dagskrá gaf hún sér smástund til að segja frá því hvað hún væri að bralla. Ég ákvað að stofna fyrirtækið Bex. ltd. Það sér um viðburði fyrir önnur fyrirtæki, ráðstefnur, sýningar, galakvöld o.s.frv. Ég er eini starfsmaðurinn og fyrsta verkefnið er eins dags ráðstefna og kynning á vörum og þjónustu fyrir óléttar konur í Hong Kong sem verður haldin 5. mars. -Af hverju Bex? Ég geng undir því nafni úti. Spila nefnilega rugby og það þykir þægilegra að öskra Bex heldur en Rebekka, að ég tali ekki um Rebekka Kristín Garðarsdóttir! -Er ekkert mál fyrir útlendinga að stofna fyrirtæki í Hong Kong? Nei, stjórnvöld gera út á það að bjóða erlendum fjárfestum inn í landið. Ég stofnaði mitt fyrirtæki á 15 mínútum. Maður útfyllir eitt blað, svo er athugað hvort eitthvert annað fyrirtæki í landinu heiti þetta sama og ef svo er ekki þá er maður kominn með stimpilinn og getur hafið starfsemi daginn eftir. En það þarf sérstakt atvinnuleyfi til að starfa í landinu og það er gefið út á það fyrirtæki sem maður er að vinna hjá hverju sinni. Mér fannst það ekki nógu traust. Þess vegna ákvað ég að fá atvinnuleyfi í gegnum sjálfa mig. Bex er bara byrjunarskrefið því ég er líka að kaupa annað fyrirtæki sem verður opnað formlega 7. mars. Það er leikskóli í námskeiðaformi fyrir tveggja til þriggja ára gömul börn. Sjálf sé ég um markaðsmálin en kennslan verður í höndum leikskólakennara. -Hvernig stóð á því að þú fórst til Hong Kong? Systir mín var komin út ári á undan mér, hún rekur eigið ljósmæðrafyrirtæki sem sér um að halda foreldranámskeið og sinna heimaþjónustu. Kannski má segja að ég hafi elt hana en í námi mínu í viðskiptafræði í HR lagði ég áherslu á alþjóðlega stjórnun og markaðsfræði og var því alltaf með útlönd í huga. Það er eitthvert flökkueðli í okkur systkinunum. Bróðir minn býr í Ástralíu og hafði áður verið sjö ár í Svíþjóð og litla systir mín er á leið til Danmerkur. -Hvernig er svo að búa þarna? Það er auðvitað talsverður munur að koma úr 150 manna bæ í sjö milljóna samfélag, háhýsi og mannmergð. Ég bý til dæmis á 21. hæð af 39 í húsinu. -En þú hefur að minnsta kosti nóg að gera. Já, ég er með endalausar hugmyndir og bara spurning um hversu hratt maður vinnur sig í gegnum þær. Þar með var Rebekka rokin. Varð að fá sér SS pylsu áður en hún yfirgæfi landið. Atvinna Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Púlsinn 19.ágúst 2014 Harmageddon Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Rebekka Kristín Garðarsdóttir flutti frá Kópaskeri til Hong Kong fyrir tæpum þremur árum. Í síðasta mánuði stofnaði hún eigið fyrirtæki og eftir nokkra daga ætlar hún að kaupa annað. Rebekka skrapp til Íslands nýlega í fjögurra daga heimsókn og þrátt fyrir þétta dagskrá gaf hún sér smástund til að segja frá því hvað hún væri að bralla. Ég ákvað að stofna fyrirtækið Bex. ltd. Það sér um viðburði fyrir önnur fyrirtæki, ráðstefnur, sýningar, galakvöld o.s.frv. Ég er eini starfsmaðurinn og fyrsta verkefnið er eins dags ráðstefna og kynning á vörum og þjónustu fyrir óléttar konur í Hong Kong sem verður haldin 5. mars. -Af hverju Bex? Ég geng undir því nafni úti. Spila nefnilega rugby og það þykir þægilegra að öskra Bex heldur en Rebekka, að ég tali ekki um Rebekka Kristín Garðarsdóttir! -Er ekkert mál fyrir útlendinga að stofna fyrirtæki í Hong Kong? Nei, stjórnvöld gera út á það að bjóða erlendum fjárfestum inn í landið. Ég stofnaði mitt fyrirtæki á 15 mínútum. Maður útfyllir eitt blað, svo er athugað hvort eitthvert annað fyrirtæki í landinu heiti þetta sama og ef svo er ekki þá er maður kominn með stimpilinn og getur hafið starfsemi daginn eftir. En það þarf sérstakt atvinnuleyfi til að starfa í landinu og það er gefið út á það fyrirtæki sem maður er að vinna hjá hverju sinni. Mér fannst það ekki nógu traust. Þess vegna ákvað ég að fá atvinnuleyfi í gegnum sjálfa mig. Bex er bara byrjunarskrefið því ég er líka að kaupa annað fyrirtæki sem verður opnað formlega 7. mars. Það er leikskóli í námskeiðaformi fyrir tveggja til þriggja ára gömul börn. Sjálf sé ég um markaðsmálin en kennslan verður í höndum leikskólakennara. -Hvernig stóð á því að þú fórst til Hong Kong? Systir mín var komin út ári á undan mér, hún rekur eigið ljósmæðrafyrirtæki sem sér um að halda foreldranámskeið og sinna heimaþjónustu. Kannski má segja að ég hafi elt hana en í námi mínu í viðskiptafræði í HR lagði ég áherslu á alþjóðlega stjórnun og markaðsfræði og var því alltaf með útlönd í huga. Það er eitthvert flökkueðli í okkur systkinunum. Bróðir minn býr í Ástralíu og hafði áður verið sjö ár í Svíþjóð og litla systir mín er á leið til Danmerkur. -Hvernig er svo að búa þarna? Það er auðvitað talsverður munur að koma úr 150 manna bæ í sjö milljóna samfélag, háhýsi og mannmergð. Ég bý til dæmis á 21. hæð af 39 í húsinu. -En þú hefur að minnsta kosti nóg að gera. Já, ég er með endalausar hugmyndir og bara spurning um hversu hratt maður vinnur sig í gegnum þær. Þar með var Rebekka rokin. Varð að fá sér SS pylsu áður en hún yfirgæfi landið.
Atvinna Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Púlsinn 19.ágúst 2014 Harmageddon Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira