Stjörnuhrap í Ásgarði 21. febrúar 2005 00:01 Kvennalið Stjörnunnar úr Garðabæ lék síðari leik sinn við Vitarel Jelfa í Áskorendakeppni Evrópu í gær. Eftir dramatískt jafntefli í fyrri leiknum var engu líkara en að Stjörnustúlkur væru orðnar saddar og búnar að fá nóg, því sterkt lið gestanna leyfði þeim aldrei að sjá til sólar í þeim síðari og unnu stórsigur, 33-19. Pólsku stúlkurnar mættu ákveðnar til leiks frá fyrstu mínútu og voru mun öruggari í öllum sínum aðgerðum. Með blöndu af góðri sóknarnýtingu, hörku vörn og góðri markvörslu, náðu þær strax nokkuð þægilegu forskoti sem þær héldu allt til loka leiks. Vitaral Jelfe hafði yfir í hálfleik 13-8, en Stjarnan eygði möguleika þegar þær náðu að skora fyrstu tvö mörk síðari hálfleiks og virtust við það að snúa flæði leiksins á sitt band. Þær pólsku létu þó ekki slá sig út af laginu og skoruðu fimm mörk í röð á góðum kafla. Þrátt fyrir hetjulega baráttu heimaliðsins voru gestirnir einfaldlega of sterkir og þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 27-17 og úrslitin ráðin. Lokatölur leiksins urðu sem áður sagði 33-19 og ljóst að Stjörnustúlkur mættu einfaldlega ofjörlum sínum í gær. Það var Kristín Guðmundsdóttir sem var markahæst í liði Stjörnunnar með 6 mörk og Jelena Jovanovic átti þokkalegan leik í markinu með 13 skot varin. Lið Vitarel Jelfa er með valinn mann í hverju rúmi og var það fyrst og fremst frábær liðsheild sem skóp sigur þeirra, en liðið komst sem kunnugt er í undanúrslit Áskorendakeppninnar í fyrra. Erlendur Ísfeld þjálfari var afar óhress með úrslit leiksins í gær. "Ég er auðvitað svekktur að hafa tapað þessum leik svona stórt, en maður verður að halda sig á jörðinni. Þetta lið var bara einu númeri of stórt og það kom í ljós í dag. Ég hafði dálítið á tilfinningunni að yngri leikmennirnir í liði okkar væru orðnir saddir eftir fyrri leikinn, að hungrið og viljinn sem var til staðar í gær væri ekki þar í dag. Stelpurnar eru auðvitað orðnar dauðþreyttar, bæði líkamlega og andlega eftir mikla keyrslu undanfarið og það er til að mynda búið að kosta okkur mjög mikið í deildinni. Þessir Evrópuleikir eru búnir að skila miklu inn í reynslubankann fyrir stelpurnar og nú förum við bara að gera okkur klár fyrir bikarúrslitin um næstu helgi," sagði Erlendur. Íslenski handboltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar úr Garðabæ lék síðari leik sinn við Vitarel Jelfa í Áskorendakeppni Evrópu í gær. Eftir dramatískt jafntefli í fyrri leiknum var engu líkara en að Stjörnustúlkur væru orðnar saddar og búnar að fá nóg, því sterkt lið gestanna leyfði þeim aldrei að sjá til sólar í þeim síðari og unnu stórsigur, 33-19. Pólsku stúlkurnar mættu ákveðnar til leiks frá fyrstu mínútu og voru mun öruggari í öllum sínum aðgerðum. Með blöndu af góðri sóknarnýtingu, hörku vörn og góðri markvörslu, náðu þær strax nokkuð þægilegu forskoti sem þær héldu allt til loka leiks. Vitaral Jelfe hafði yfir í hálfleik 13-8, en Stjarnan eygði möguleika þegar þær náðu að skora fyrstu tvö mörk síðari hálfleiks og virtust við það að snúa flæði leiksins á sitt band. Þær pólsku létu þó ekki slá sig út af laginu og skoruðu fimm mörk í röð á góðum kafla. Þrátt fyrir hetjulega baráttu heimaliðsins voru gestirnir einfaldlega of sterkir og þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 27-17 og úrslitin ráðin. Lokatölur leiksins urðu sem áður sagði 33-19 og ljóst að Stjörnustúlkur mættu einfaldlega ofjörlum sínum í gær. Það var Kristín Guðmundsdóttir sem var markahæst í liði Stjörnunnar með 6 mörk og Jelena Jovanovic átti þokkalegan leik í markinu með 13 skot varin. Lið Vitarel Jelfa er með valinn mann í hverju rúmi og var það fyrst og fremst frábær liðsheild sem skóp sigur þeirra, en liðið komst sem kunnugt er í undanúrslit Áskorendakeppninnar í fyrra. Erlendur Ísfeld þjálfari var afar óhress með úrslit leiksins í gær. "Ég er auðvitað svekktur að hafa tapað þessum leik svona stórt, en maður verður að halda sig á jörðinni. Þetta lið var bara einu númeri of stórt og það kom í ljós í dag. Ég hafði dálítið á tilfinningunni að yngri leikmennirnir í liði okkar væru orðnir saddir eftir fyrri leikinn, að hungrið og viljinn sem var til staðar í gær væri ekki þar í dag. Stelpurnar eru auðvitað orðnar dauðþreyttar, bæði líkamlega og andlega eftir mikla keyrslu undanfarið og það er til að mynda búið að kosta okkur mjög mikið í deildinni. Þessir Evrópuleikir eru búnir að skila miklu inn í reynslubankann fyrir stelpurnar og nú förum við bara að gera okkur klár fyrir bikarúrslitin um næstu helgi," sagði Erlendur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira