Er verið að kjafta verðið upp? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2005 00:01 Í síðustu viku ásökuðu tveir þingmenn, þeir Ögmundur Jónasson og Hjálmar Árnason, bankana um að reyna að ganga af Íbúðalánasjóði dauðum. Bankarnir eru nú komnir í samkeppni við Íbúðalánasjóð um fasteignalán og hafa stóraukið hlutdeild sína undanfarið hálft ár. Vegna þessa kom til gríðarlegra uppgreiðslna á lánum Íbúðalánasjóðs. Þar sem sjóðurinn sjálfur tók lán fyrir þessum lánum sem hann svo endurlánaði til almennings, og greiðir þau lán ekki fyrr en eftir einhverja áratugi hafa sumir áhyggjur yfir því að Íbúðalánasjóður gæti í framtíðinni átt í greiðsluerfiðleikum sem getur kippt grundvellinum undan samkeppnishæfum lánum frá sjóðnum. Vextir Íbúðalánasjóðs yrðu þá hærri en vextir fasteignalána bankanna. Menn eins og Ögmundur hafa áhyggjur af þessu þar sem bankarnir bjóða ekki sömu kjör á landsbyggðinni og hér á höfuðborgarsvæðinu. Einnig gæti fólk með minni greiðslugetu þurft að taka dýrari lán hjá Íbúðalánasjóði en bjóðast hjá bönkum. Þetta skýrir hluta af upphrópunum síðastliðinnar viku. En ekki nema hluta. Það er ekki laust við að suma gruni að skoðanir Hjálmars Árnasonar, til dæmis, lýsi einnig áhyggjum af verðbólgunni í dag. Og þar sem 90 prósenta lán Íbúðalánasjóðs var kosningaloforð Framsóknarflokksins, gengur ekki fyrir Framsóknarmenn að líta á þau sem orsök vandans. Árni Magnússon félagsmálaráðherra viðurkennir þó í Fréttablaðinu í gær að kosningaloforðið um 90 prósent lán handa öllum hafi mögulega verið upphafið af hækkun fasteignaverðs. Hann segir þó að það hafi veirð ómögulegt að sjá fyrir þróun þessara mála. Það var kannski engin, nema yfirmenn í bönkunum, sem sáu fyrir að bankarnir færu að bjóða fasteignalán. En það verður að hafa í huga að hagfræðingar vöruðu eindregið við því í aðdraganda kosninga að aukin lán til húsnæðiskaupa myndu valda þenslu. Þegar KBbanki fór, fyrstu banka að bjóða fasteignalán, svöruðu aðrir bankar og sparisjóðir þeirri samkeppni um viðskiptavini. Bankarnir hafa ekki sama lánshæfimat og Íbúðalánasjóður og því ekki augljóst að allir bankarnir hafi frá upphafi grætt mikið á þessum útlánum, KBbanki þó mest. Viðskiptavild er þeim væntanlega mikilvægari en greiddir vextir. Sparisjóðirnir bjóða til dæmis fasteignalán (í samvinnu við Íbúðalánasjóð), þrátt fyrir að þurfa að greiða með hverju láni. Ef KBbanki sá þennan markaðsmöguleika, og gat boðið upp á fasteignalán á lægri vöxtum en Íbúðalánasjóður sem þó hefur betra lánshæfimat, af hverju var Íbúðalánasjóður þá ekki búinn að lækka vextina hjá sér? Því verður væntanlega einhvern tíman að svara, og þá sérstaklega hvort það hafi verið pólitísk ákvörðun að nota ekki þennan möguleika sem var á markaði til að lækka vextina. Átti að bíða eftir kerfisbreytingu, eða átti að nota vaxtastig Íbúðalánasjóðs til að sporna við verðbólgu? Þingmenn og félagsmálaráðherra hafa talað um ábyrgð bankanna í því að fasteignaverð hefur hækkað. Var það ábyrgðaleysi hjá bönkunum að bjóða upp á fasteignalán með lægri vöxtum en íbúðalánasjóður? Að bjóða svo upp á 90 prósent lán handa öllum, líkt og Íbúðalánasjóður sem bankarnir eru í samkeppni við? Var það ábyrgðaleysi að lækka svo aftur vexti, eftir að Íbúðalánasjóður lækkaði vexti? Blaðamenn hafa verið of óduglegir að fá nánari útlistingu á því hvar ábyrgð bankanna liggur að mati þessara þingmanna og félagsmálaráðherra og hvað bankarnir hafa átt að gera betur. Hvað varðar þá hugmynd að hundruðir fasteignasala hafi einhvern hátt komið sér saman um að "kjafta upp verðið" þarf ekki annað en skoða hvernig markaðurinn er. Fyrir um tveimur árum þótti það eðlilegt að kaupendur undirbuðu uppgefið verð. Uppgefið verð fasteignasala var nokkurs konar efri mörk. Mun oftar heyrist um yfirboðin í dag. Ef fólk er að bjóða í og kaupa íbúðir á verði sem er langt umfram þeirra greiðslugetu, er það varla fasteignasölunum að kenna. Á sama tíma virðist leigumarkaðurinn standa í stað, eða fara lækkandi, þannig að ekki er hægt að segja að fólk hafi ekki val. Áður en öskrað er Úlfur, Úlfur! og bent er á banka og fasteignasala sem holdgervinga hins illa á fasteignamarkaði í dag (og rætur verðbólgunnar), ætti að skoða alvarlega hvort þessi verðkippur sé að einhverju leiti því að kenna að takmarkaðir lánamöguleikar hafi haldið fasteignaverði niðri. Ef svo er, er það ekki sjálfgefið að fasteignaverðið í dag sé einhver bóla sem muni svo springa. Ekki nema lánamarkaðurinn takmarkist aftur.Svanborg Sigmarsdóttirsvanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku ásökuðu tveir þingmenn, þeir Ögmundur Jónasson og Hjálmar Árnason, bankana um að reyna að ganga af Íbúðalánasjóði dauðum. Bankarnir eru nú komnir í samkeppni við Íbúðalánasjóð um fasteignalán og hafa stóraukið hlutdeild sína undanfarið hálft ár. Vegna þessa kom til gríðarlegra uppgreiðslna á lánum Íbúðalánasjóðs. Þar sem sjóðurinn sjálfur tók lán fyrir þessum lánum sem hann svo endurlánaði til almennings, og greiðir þau lán ekki fyrr en eftir einhverja áratugi hafa sumir áhyggjur yfir því að Íbúðalánasjóður gæti í framtíðinni átt í greiðsluerfiðleikum sem getur kippt grundvellinum undan samkeppnishæfum lánum frá sjóðnum. Vextir Íbúðalánasjóðs yrðu þá hærri en vextir fasteignalána bankanna. Menn eins og Ögmundur hafa áhyggjur af þessu þar sem bankarnir bjóða ekki sömu kjör á landsbyggðinni og hér á höfuðborgarsvæðinu. Einnig gæti fólk með minni greiðslugetu þurft að taka dýrari lán hjá Íbúðalánasjóði en bjóðast hjá bönkum. Þetta skýrir hluta af upphrópunum síðastliðinnar viku. En ekki nema hluta. Það er ekki laust við að suma gruni að skoðanir Hjálmars Árnasonar, til dæmis, lýsi einnig áhyggjum af verðbólgunni í dag. Og þar sem 90 prósenta lán Íbúðalánasjóðs var kosningaloforð Framsóknarflokksins, gengur ekki fyrir Framsóknarmenn að líta á þau sem orsök vandans. Árni Magnússon félagsmálaráðherra viðurkennir þó í Fréttablaðinu í gær að kosningaloforðið um 90 prósent lán handa öllum hafi mögulega verið upphafið af hækkun fasteignaverðs. Hann segir þó að það hafi veirð ómögulegt að sjá fyrir þróun þessara mála. Það var kannski engin, nema yfirmenn í bönkunum, sem sáu fyrir að bankarnir færu að bjóða fasteignalán. En það verður að hafa í huga að hagfræðingar vöruðu eindregið við því í aðdraganda kosninga að aukin lán til húsnæðiskaupa myndu valda þenslu. Þegar KBbanki fór, fyrstu banka að bjóða fasteignalán, svöruðu aðrir bankar og sparisjóðir þeirri samkeppni um viðskiptavini. Bankarnir hafa ekki sama lánshæfimat og Íbúðalánasjóður og því ekki augljóst að allir bankarnir hafi frá upphafi grætt mikið á þessum útlánum, KBbanki þó mest. Viðskiptavild er þeim væntanlega mikilvægari en greiddir vextir. Sparisjóðirnir bjóða til dæmis fasteignalán (í samvinnu við Íbúðalánasjóð), þrátt fyrir að þurfa að greiða með hverju láni. Ef KBbanki sá þennan markaðsmöguleika, og gat boðið upp á fasteignalán á lægri vöxtum en Íbúðalánasjóður sem þó hefur betra lánshæfimat, af hverju var Íbúðalánasjóður þá ekki búinn að lækka vextina hjá sér? Því verður væntanlega einhvern tíman að svara, og þá sérstaklega hvort það hafi verið pólitísk ákvörðun að nota ekki þennan möguleika sem var á markaði til að lækka vextina. Átti að bíða eftir kerfisbreytingu, eða átti að nota vaxtastig Íbúðalánasjóðs til að sporna við verðbólgu? Þingmenn og félagsmálaráðherra hafa talað um ábyrgð bankanna í því að fasteignaverð hefur hækkað. Var það ábyrgðaleysi hjá bönkunum að bjóða upp á fasteignalán með lægri vöxtum en íbúðalánasjóður? Að bjóða svo upp á 90 prósent lán handa öllum, líkt og Íbúðalánasjóður sem bankarnir eru í samkeppni við? Var það ábyrgðaleysi að lækka svo aftur vexti, eftir að Íbúðalánasjóður lækkaði vexti? Blaðamenn hafa verið of óduglegir að fá nánari útlistingu á því hvar ábyrgð bankanna liggur að mati þessara þingmanna og félagsmálaráðherra og hvað bankarnir hafa átt að gera betur. Hvað varðar þá hugmynd að hundruðir fasteignasala hafi einhvern hátt komið sér saman um að "kjafta upp verðið" þarf ekki annað en skoða hvernig markaðurinn er. Fyrir um tveimur árum þótti það eðlilegt að kaupendur undirbuðu uppgefið verð. Uppgefið verð fasteignasala var nokkurs konar efri mörk. Mun oftar heyrist um yfirboðin í dag. Ef fólk er að bjóða í og kaupa íbúðir á verði sem er langt umfram þeirra greiðslugetu, er það varla fasteignasölunum að kenna. Á sama tíma virðist leigumarkaðurinn standa í stað, eða fara lækkandi, þannig að ekki er hægt að segja að fólk hafi ekki val. Áður en öskrað er Úlfur, Úlfur! og bent er á banka og fasteignasala sem holdgervinga hins illa á fasteignamarkaði í dag (og rætur verðbólgunnar), ætti að skoða alvarlega hvort þessi verðkippur sé að einhverju leiti því að kenna að takmarkaðir lánamöguleikar hafi haldið fasteignaverði niðri. Ef svo er, er það ekki sjálfgefið að fasteignaverðið í dag sé einhver bóla sem muni svo springa. Ekki nema lánamarkaðurinn takmarkist aftur.Svanborg Sigmarsdóttirsvanborg@frettabladid.is
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar