Ódýrara að taka lán fyrir skálanum 21. febrúar 2005 00:01 Ódýrara hefði verið fyrir Reykjavíkurborg að taka lán fyrir sýningarskálanum sem hýsir landnámsminjarnar í Aðalstræti en að selja hann og endurleigja. Það hefur varafulltrúi F-lista í skipulagsráði reiknað út. Hann vill að málið verði tekið upp, enda hljóti að vera um mistök að ræða hjá borgaryfirvöldum. Í kjallara hótelbyggingar við Aðalstræti 16 eru elstu leyfar um mannvist sem fundist hafa í borginni. Mikið var rætt um það hvernig standa ætti að varðveislu þeirra og ofan á varð að hýsa minjarnar í sýningarskála, selja skálann til byggingafyrirtækisins Stoða og leigja hann svo aftur af fyrirtækinu. Talað var um gagnkvæman hag beggja aðila þegar samningurinn var kynntur. Sveinn Aðalsteinsson, viðskiptafræðingur og varafulltrúi F-listans í skipulagsráði, segir óskiljanlegt að hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu. Hann bendir á að söluandvirði skálans, sem rann til borgarinnar, sé 160 milljónir króna og Stoðir leggi út 90 milljónir vegna smíði hans. Borgin hafi verið búin að greiða 240 milljónir samkvæmt bókfærðu byggingarverði þegar samningurinn var undirritaður, en hann felur einnig í sér að borgin greiði um 1,6 milljónir í leigu fyrir skálann á mánuði næstu 25 ár. Það eru 500 milljónir fyrir utan vísitölu. „En hvað ætlar borgin að gera svo?“ spyr Sveinn. „Hverjir eiga raunverulega aðgang í það minnsta að þessum mannvistarleifum?“ Að mati Sveins hefði verið nær að borgin tæki lán fyrir byggingu skálans sem bæri 3,5 prósent ársvexti. Heildarútgjöld af slíku láni til 25 ára, að viðbættum viðhaldskostnaði, væru einungis 400 milljónir. Útgjöldin væru því um hundrað milljónum lægri en kostnaður vegna leigusamningsins við Stoðir. Þá ætti borgin sýningarskálann skuldlausan eftir 25 ár og hefði fullan umráðarétt yfir eigninni. Því verður ekki breytt að þarna verði hótel að sögn Sveins en það verði að taka þetta upp þannig að borgin eigi sýningarskálann í kjallaranum. „Og síðan spyr ég að öðru: hvað með ríkið? Þetta eru elstu mannvistarleifar frá upphafi Íslandsbyggðar og hvers vegna í ósköpunum er aldrei talað um ríkið í þessu sambandi?“ Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Ódýrara hefði verið fyrir Reykjavíkurborg að taka lán fyrir sýningarskálanum sem hýsir landnámsminjarnar í Aðalstræti en að selja hann og endurleigja. Það hefur varafulltrúi F-lista í skipulagsráði reiknað út. Hann vill að málið verði tekið upp, enda hljóti að vera um mistök að ræða hjá borgaryfirvöldum. Í kjallara hótelbyggingar við Aðalstræti 16 eru elstu leyfar um mannvist sem fundist hafa í borginni. Mikið var rætt um það hvernig standa ætti að varðveislu þeirra og ofan á varð að hýsa minjarnar í sýningarskála, selja skálann til byggingafyrirtækisins Stoða og leigja hann svo aftur af fyrirtækinu. Talað var um gagnkvæman hag beggja aðila þegar samningurinn var kynntur. Sveinn Aðalsteinsson, viðskiptafræðingur og varafulltrúi F-listans í skipulagsráði, segir óskiljanlegt að hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu. Hann bendir á að söluandvirði skálans, sem rann til borgarinnar, sé 160 milljónir króna og Stoðir leggi út 90 milljónir vegna smíði hans. Borgin hafi verið búin að greiða 240 milljónir samkvæmt bókfærðu byggingarverði þegar samningurinn var undirritaður, en hann felur einnig í sér að borgin greiði um 1,6 milljónir í leigu fyrir skálann á mánuði næstu 25 ár. Það eru 500 milljónir fyrir utan vísitölu. „En hvað ætlar borgin að gera svo?“ spyr Sveinn. „Hverjir eiga raunverulega aðgang í það minnsta að þessum mannvistarleifum?“ Að mati Sveins hefði verið nær að borgin tæki lán fyrir byggingu skálans sem bæri 3,5 prósent ársvexti. Heildarútgjöld af slíku láni til 25 ára, að viðbættum viðhaldskostnaði, væru einungis 400 milljónir. Útgjöldin væru því um hundrað milljónum lægri en kostnaður vegna leigusamningsins við Stoðir. Þá ætti borgin sýningarskálann skuldlausan eftir 25 ár og hefði fullan umráðarétt yfir eigninni. Því verður ekki breytt að þarna verði hótel að sögn Sveins en það verði að taka þetta upp þannig að borgin eigi sýningarskálann í kjallaranum. „Og síðan spyr ég að öðru: hvað með ríkið? Þetta eru elstu mannvistarleifar frá upphafi Íslandsbyggðar og hvers vegna í ósköpunum er aldrei talað um ríkið í þessu sambandi?“
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira