Íslenska lopapeysan sem tískuvara 24. febrúar 2005 00:01 Feðginin Skúli J. Björnsson og Elva Rósa Guðmundsdóttir hafa látið endurhanna klassísku íslensku lopapeysuna og selja hana undir merkjum Cintamanis. Lopapeysan er algerlega að slá í gegn þessa dagana og maður hlýtur því að spyrja sig hvað það er sem veldur. Skúli J. Björnsson og Elva Rósa Skúladóttir hjá Sportís eiga ef til einhverja sök að máli en þau hafa látið endurhanna lopapeysuna og selja hana nú í fyrsta sinn sem tískuvöru undir vörumerki Cintamanis. "Við viljum gera íslensku lopapeysuna að tískuvöru ásamt því að auka notagildi hennar. Hún á ekki bara að vera einhver peysa sem útlendingar kaupa til sönnunar um að þeir hafi verið á Íslandi, heldur notuð dags daglega við hvaða aðstæður sem er," segja þau Skúli og Elva Rósa. Íslenska lopapeysan hefur fengið smá andlitslyftingu hjá Cintamani og má þar nefna að aðeins er munstubekkur á henni að ofan og kvenpeysurnar eru aðsniðnar til að gera þær klæðilegri. Bæði er hægt að fá þær heilar og með rennilás sem renndur er í báðar áttir. "Við erum eingöngu með peysurnar í svörtu og hvítu þó það sé hægt að leita til okkar ef fólk er með séróskir," segir Elva Rósa og leggur áherslu á að hver einasta peysa er handprjónuð og er valið á þeim konum sem prjóna peysurnar vandað vel. "Við töldum það algert skilyrði að hafa peysurnar handprjónaðar bæði til að viðhalda þeirri þekkingu sem til er og einnig vegna þess að það er hluti af karakter peysunnar. Við notum svo aðeins bestu prjónakonurnar og við leggjum áherslu á að borga þeim það sem þær eiga skilið fyrir vinnu sína," segir Skúli en lopapeysurnar eru seldar á 14.900 lokaðar og 16.900 renndar. Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Feðginin Skúli J. Björnsson og Elva Rósa Guðmundsdóttir hafa látið endurhanna klassísku íslensku lopapeysuna og selja hana undir merkjum Cintamanis. Lopapeysan er algerlega að slá í gegn þessa dagana og maður hlýtur því að spyrja sig hvað það er sem veldur. Skúli J. Björnsson og Elva Rósa Skúladóttir hjá Sportís eiga ef til einhverja sök að máli en þau hafa látið endurhanna lopapeysuna og selja hana nú í fyrsta sinn sem tískuvöru undir vörumerki Cintamanis. "Við viljum gera íslensku lopapeysuna að tískuvöru ásamt því að auka notagildi hennar. Hún á ekki bara að vera einhver peysa sem útlendingar kaupa til sönnunar um að þeir hafi verið á Íslandi, heldur notuð dags daglega við hvaða aðstæður sem er," segja þau Skúli og Elva Rósa. Íslenska lopapeysan hefur fengið smá andlitslyftingu hjá Cintamani og má þar nefna að aðeins er munstubekkur á henni að ofan og kvenpeysurnar eru aðsniðnar til að gera þær klæðilegri. Bæði er hægt að fá þær heilar og með rennilás sem renndur er í báðar áttir. "Við erum eingöngu með peysurnar í svörtu og hvítu þó það sé hægt að leita til okkar ef fólk er með séróskir," segir Elva Rósa og leggur áherslu á að hver einasta peysa er handprjónuð og er valið á þeim konum sem prjóna peysurnar vandað vel. "Við töldum það algert skilyrði að hafa peysurnar handprjónaðar bæði til að viðhalda þeirri þekkingu sem til er og einnig vegna þess að það er hluti af karakter peysunnar. Við notum svo aðeins bestu prjónakonurnar og við leggjum áherslu á að borga þeim það sem þær eiga skilið fyrir vinnu sína," segir Skúli en lopapeysurnar eru seldar á 14.900 lokaðar og 16.900 renndar.
Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira