Ekki aðildarviðræður við ESB 25. febrúar 2005 00:01 Aðildarviðræður við Evrópusambandið eru hvorki tímabærar né skynsamlegar á þessu kjörtímabili. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem hófst í dag. Framsóknarmenn mæta til flokksþings eftir óvenju mikil átök í flokknum að undanförnu. Halldór Ásgrímsson sagði hins vegar í yfirlitsræðu sinni í dag að sundraður flokkur gæti ekki búist við því að fá traust kjósenda og sagði afar mikilvægt að menn kæmust að sameiginlegri niðurstöðu áður en haldið yrði heim á ný á sunnudag. Fyrir flokksþingið vöktu mesta athygli ályktunardrög um að hefja aðildarviðræður við ESB þegar á þessu kjörtímabili. Þessar hugmyndir skaut flokksformaðurinn á kaf á fyrsta degi. Hann telur hvorki tímabært né skynsamlegt að fara út í aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Slíkt væri heldur ekki í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnnar um samstarf. Þó sagði hann að framsóknarmenn eigi ekki að vera feimnir við að ræða málið fordómalaust í grasrótinni og á flokksþinginu því ákvörðun um aðild kunni að koma fyrr en seinna. Tillaga um að innanlandsflugið verði fært til Keflavíkur virðist ætla að vera eitt af hitamálum flokksþingsins. Þannig lýsti einn af fulltrúm Vestfirðinga, Magdalena Sigurðardóttir, vanþóknun sinni á henni og sömuleiðis andstöðu við áform stjórnvalda um að grunnnetið verði selt með Landssímanum. Halldór Ásgrímsson varði hins vegar löngum tíma í að verja þá stefnumörkun. Hann sagði að aðskilnaðurinn myndi skapa aukna óvissu um söluna og draga úr áhuga fjárfesta - og þar með lækka söluandvirði Símans. Halldór reyndi einnig að róa framsóknarmenn vegna hugmynda um einkavæðingu raforkugeirans og sagði að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvað verði um eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun til framtíðar. Hann kvaðst hafa ákveðið að stofna sérstaka nefnd innan flokksins um framtíðarskipan raforkumála. Halldór boðaði stórlækkun leikskólagjalda og fór þar inn á helsta kosningamál vinstri grænna í síðustu kosningum, en það var helst að forystumenn Framsóknarflokksins beindu spjótum sínum að þeim flokki í dag. Guðni Ágústsson varaformaður sagði vinstri græna enn fasta á Kárahnjúkum og að þeir kynnu að verða úti í því gjörningaveðri því nú fari hnjúkaþeyr um Austurland; þar ríki sókn og bjartsýni. Á morgun munu ráðherrra flokksins sitja fyrir svörum. Flokksþinginu lýkur á sunnudag með afgreiðslu ályktana og kosningu forystumanna, en það er ekki búist við neinum breytingum. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Aðildarviðræður við Evrópusambandið eru hvorki tímabærar né skynsamlegar á þessu kjörtímabili. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem hófst í dag. Framsóknarmenn mæta til flokksþings eftir óvenju mikil átök í flokknum að undanförnu. Halldór Ásgrímsson sagði hins vegar í yfirlitsræðu sinni í dag að sundraður flokkur gæti ekki búist við því að fá traust kjósenda og sagði afar mikilvægt að menn kæmust að sameiginlegri niðurstöðu áður en haldið yrði heim á ný á sunnudag. Fyrir flokksþingið vöktu mesta athygli ályktunardrög um að hefja aðildarviðræður við ESB þegar á þessu kjörtímabili. Þessar hugmyndir skaut flokksformaðurinn á kaf á fyrsta degi. Hann telur hvorki tímabært né skynsamlegt að fara út í aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Slíkt væri heldur ekki í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnnar um samstarf. Þó sagði hann að framsóknarmenn eigi ekki að vera feimnir við að ræða málið fordómalaust í grasrótinni og á flokksþinginu því ákvörðun um aðild kunni að koma fyrr en seinna. Tillaga um að innanlandsflugið verði fært til Keflavíkur virðist ætla að vera eitt af hitamálum flokksþingsins. Þannig lýsti einn af fulltrúm Vestfirðinga, Magdalena Sigurðardóttir, vanþóknun sinni á henni og sömuleiðis andstöðu við áform stjórnvalda um að grunnnetið verði selt með Landssímanum. Halldór Ásgrímsson varði hins vegar löngum tíma í að verja þá stefnumörkun. Hann sagði að aðskilnaðurinn myndi skapa aukna óvissu um söluna og draga úr áhuga fjárfesta - og þar með lækka söluandvirði Símans. Halldór reyndi einnig að róa framsóknarmenn vegna hugmynda um einkavæðingu raforkugeirans og sagði að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvað verði um eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun til framtíðar. Hann kvaðst hafa ákveðið að stofna sérstaka nefnd innan flokksins um framtíðarskipan raforkumála. Halldór boðaði stórlækkun leikskólagjalda og fór þar inn á helsta kosningamál vinstri grænna í síðustu kosningum, en það var helst að forystumenn Framsóknarflokksins beindu spjótum sínum að þeim flokki í dag. Guðni Ágústsson varaformaður sagði vinstri græna enn fasta á Kárahnjúkum og að þeir kynnu að verða úti í því gjörningaveðri því nú fari hnjúkaþeyr um Austurland; þar ríki sókn og bjartsýni. Á morgun munu ráðherrra flokksins sitja fyrir svörum. Flokksþinginu lýkur á sunnudag með afgreiðslu ályktana og kosningu forystumanna, en það er ekki búist við neinum breytingum.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira