Tryggja þarf nægilegt bóluefni 4. mars 2005 00:01 Fulltrúar heilbrigðisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis hófu starf í vikunni um hvernig best sé hægt að verja almenning gegn því að fuglaflensan illræmda berist hingað. Einnig er rætt hvernig bregðast skuli við, fari svo að þær ráðstafanir dugi ekki til. Nýverið fól ríkisstjórn Íslands starfsmönnum heilbrigðisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis að fara yfir stöðu mála hvað varðar fuglaflensuna og athuga hvað skynsamlegt væri að gera til að verjast henni, verði hún að heimsfaraldri. Aðspurður hvort til greina komi að loka landinu fari fuglaflensufaraldurinn af stað, sagði Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytsins, að starfið væri ekki komið á það stig, að farið sé að ræða slíkt í smáatriðum. "Í svona umræðu er nauðsynlegt að kanna allar aðstæður," sagði hann. "Það verður að skoða alla möguleika og við erum rétt að byrja að fara yfir það sem við getum gert. Við munum sjálfsagt hittast dálítið ört og tala við fólk til þess að þetta fari vel af stað. Það þarf að ræða við mjög marga því þetta snertir svo mörg svið þjóðfélagsins, meðal annars heilbrigðiskerfið og almannavarnakerfið." Davíð, sem jafnframt er formaður framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sagði að ef svo óheppilega vildi til að flensan brytist út, yrði allt kapp lagt á að bólusetja menn hér áður en hún bærist til landsins. Það væri sjálfsagt einn af alsterkustu leikjunum sem hægt væri að leika í stöðunni. "Nú þegar liggur fyrir allítarlegt skipulag á sóttvörnum, sem samið var þegar hætta var talin á að bráðalungnabólgan gæti borist hingað. Vinnan hvað varðar heilbrigðiskerfið mun sjálfsagt byggjast á þeirri reynslu sem við fengum þá. Eitt af því sem skoða þarf er með hvaða hætti við tryggjum að bóluefni komi hingað eins hratt og hugsast getur," sagði Davíð. "Það er eitt af því sem allur heimurinn er að skoða." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Sjá meira
Fulltrúar heilbrigðisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis hófu starf í vikunni um hvernig best sé hægt að verja almenning gegn því að fuglaflensan illræmda berist hingað. Einnig er rætt hvernig bregðast skuli við, fari svo að þær ráðstafanir dugi ekki til. Nýverið fól ríkisstjórn Íslands starfsmönnum heilbrigðisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis að fara yfir stöðu mála hvað varðar fuglaflensuna og athuga hvað skynsamlegt væri að gera til að verjast henni, verði hún að heimsfaraldri. Aðspurður hvort til greina komi að loka landinu fari fuglaflensufaraldurinn af stað, sagði Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytsins, að starfið væri ekki komið á það stig, að farið sé að ræða slíkt í smáatriðum. "Í svona umræðu er nauðsynlegt að kanna allar aðstæður," sagði hann. "Það verður að skoða alla möguleika og við erum rétt að byrja að fara yfir það sem við getum gert. Við munum sjálfsagt hittast dálítið ört og tala við fólk til þess að þetta fari vel af stað. Það þarf að ræða við mjög marga því þetta snertir svo mörg svið þjóðfélagsins, meðal annars heilbrigðiskerfið og almannavarnakerfið." Davíð, sem jafnframt er formaður framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sagði að ef svo óheppilega vildi til að flensan brytist út, yrði allt kapp lagt á að bólusetja menn hér áður en hún bærist til landsins. Það væri sjálfsagt einn af alsterkustu leikjunum sem hægt væri að leika í stöðunni. "Nú þegar liggur fyrir allítarlegt skipulag á sóttvörnum, sem samið var þegar hætta var talin á að bráðalungnabólgan gæti borist hingað. Vinnan hvað varðar heilbrigðiskerfið mun sjálfsagt byggjast á þeirri reynslu sem við fengum þá. Eitt af því sem skoða þarf er með hvaða hætti við tryggjum að bóluefni komi hingað eins hratt og hugsast getur," sagði Davíð. "Það er eitt af því sem allur heimurinn er að skoða."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Sjá meira