Gjörbreytt íslandsmót á næsta ári 6. mars 2005 00:01 Tillaga um breytt keppnisfyrirkomulag á íslandsmótinu í handbolta liggr fyrir og verða þær kynntar á ársþingi HSÍ næsta laugardag. Yfirgnæfandi líkur eru á að hún verði samþykkt. Tillagan sem kynnt verður á ársþinginu á laugardag kemur frá nefnd sem var skipuð í framhaldi af formannafundi sem haldinn var þann 12. febrúar sl. Felur hún í sér miklar breytingar, þar sem sú stærsta er líklega sú að úrslitakeppnin góða, sem skorið hefur úr um íslandsmeistara mörg undanfarin ár, er úr sögunni. Þess í stað verður tekin verður upp einföld deildarkeppni þar sem það lið sem fær flest stig mun standa uppi sem Íslandsmeistari. Er þetta samskonar fyrirkomulag og er við lýði í mörgum stærstu deildum Evrópu, t.d. þýsku og spænsku úrvalsdeildinni. Fari því svo að tillagan verði samþykkt munu öll fjórtán lið landsins koma saman í einni deild á næsta ári þar sem keppt verður tvöföld umferð, heima og að heiman. Að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra HSÍ, stóð sambandið nýlega fyrir skoðanakönnun fyrir þjálfara og forsvarsmenn handboltafélaga þar sem niðurstöður sýndu að vilji er innan hreyfingarinnar að setja Íslandsmótið í efstu deild karla í tvær deildir. Að sögn Einars mun það ekki geta gerst fyrr en á næsta ári en fyrihugað sé að sex lið verði felld að loknu mótinu á næsta ári, gangi tillagan í gegn. Það sé hinsvegar ekki fyrr en á Ársþinginu að ári sem að sú tillaga verður tekin fyrir. "Hugmyndin er þá að tímabilið 2006-2007 verði leikið sé í tveimur deildum þar sem átta lið skipi efstu deild. Þá verði leiknar þrjár umferðir þar sem innbyrðis viðureignir liða í fyrstu tveimur umferðunum ráði til um hvar viðureign liðanna í þriðju umferð fer fram. Þannig þurfa liðin að hugsa um úrslit allt mótið og markatalan er farin að skipta máli frá fyrsta leik," segir Einar. Áætlað er að deildarkeppninni sjálfri með slíku fyrirkomulagi verði lokið um miðjan apríl. Í tillögunni er ennfremur að finna hugmyndir um svokallaðan Deildarbikar sem færi fram strax að loknu íslandsmóti og tæki 2-3 vikur. Í honum hefðu fjögur efstu lið deildarnnar þáttökurétt og myndi sigurvegarinn öðlast þáttökurétt í EHF keppninni. Íslandsmeistari öðlast að sjálfsögðu rétt í Meistarakeppni Evrópu og liðið í 2. sæti deildarinnar tekur þátt í Áskorendakeppninni. Þá verður óbreytt fyrirkomulag á bikarkeppninni þar sem sigurvegari öðlast þáttökurétt í Evrópukeppni Bikarhafa. Einar segir að tillögurnar hafi þegar verið kynntar fyrir forsvarsmönnum félaga landsins og að flestir þeirra hafi tekið mjög vel í breytingarnar. Og ef tekið er mið af þeim miklu gagnrýnisröddum um núverandi deildarfyrirkomulag verða að teljast yfirgnæfandi líkur á að breytingartillagan nýja verði samþykkt á ársþinginu. Íslenski handboltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi gegn KR Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Tillaga um breytt keppnisfyrirkomulag á íslandsmótinu í handbolta liggr fyrir og verða þær kynntar á ársþingi HSÍ næsta laugardag. Yfirgnæfandi líkur eru á að hún verði samþykkt. Tillagan sem kynnt verður á ársþinginu á laugardag kemur frá nefnd sem var skipuð í framhaldi af formannafundi sem haldinn var þann 12. febrúar sl. Felur hún í sér miklar breytingar, þar sem sú stærsta er líklega sú að úrslitakeppnin góða, sem skorið hefur úr um íslandsmeistara mörg undanfarin ár, er úr sögunni. Þess í stað verður tekin verður upp einföld deildarkeppni þar sem það lið sem fær flest stig mun standa uppi sem Íslandsmeistari. Er þetta samskonar fyrirkomulag og er við lýði í mörgum stærstu deildum Evrópu, t.d. þýsku og spænsku úrvalsdeildinni. Fari því svo að tillagan verði samþykkt munu öll fjórtán lið landsins koma saman í einni deild á næsta ári þar sem keppt verður tvöföld umferð, heima og að heiman. Að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra HSÍ, stóð sambandið nýlega fyrir skoðanakönnun fyrir þjálfara og forsvarsmenn handboltafélaga þar sem niðurstöður sýndu að vilji er innan hreyfingarinnar að setja Íslandsmótið í efstu deild karla í tvær deildir. Að sögn Einars mun það ekki geta gerst fyrr en á næsta ári en fyrihugað sé að sex lið verði felld að loknu mótinu á næsta ári, gangi tillagan í gegn. Það sé hinsvegar ekki fyrr en á Ársþinginu að ári sem að sú tillaga verður tekin fyrir. "Hugmyndin er þá að tímabilið 2006-2007 verði leikið sé í tveimur deildum þar sem átta lið skipi efstu deild. Þá verði leiknar þrjár umferðir þar sem innbyrðis viðureignir liða í fyrstu tveimur umferðunum ráði til um hvar viðureign liðanna í þriðju umferð fer fram. Þannig þurfa liðin að hugsa um úrslit allt mótið og markatalan er farin að skipta máli frá fyrsta leik," segir Einar. Áætlað er að deildarkeppninni sjálfri með slíku fyrirkomulagi verði lokið um miðjan apríl. Í tillögunni er ennfremur að finna hugmyndir um svokallaðan Deildarbikar sem færi fram strax að loknu íslandsmóti og tæki 2-3 vikur. Í honum hefðu fjögur efstu lið deildarnnar þáttökurétt og myndi sigurvegarinn öðlast þáttökurétt í EHF keppninni. Íslandsmeistari öðlast að sjálfsögðu rétt í Meistarakeppni Evrópu og liðið í 2. sæti deildarinnar tekur þátt í Áskorendakeppninni. Þá verður óbreytt fyrirkomulag á bikarkeppninni þar sem sigurvegari öðlast þáttökurétt í Evrópukeppni Bikarhafa. Einar segir að tillögurnar hafi þegar verið kynntar fyrir forsvarsmönnum félaga landsins og að flestir þeirra hafi tekið mjög vel í breytingarnar. Og ef tekið er mið af þeim miklu gagnrýnisröddum um núverandi deildarfyrirkomulag verða að teljast yfirgnæfandi líkur á að breytingartillagan nýja verði samþykkt á ársþinginu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi gegn KR Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn