Mælt með þeim síst hæfa 8. mars 2005 00:01 Fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í útvarpsráði mæltu í gær með Auðuni Georg Ólafssyni sölustjóra í starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Hann var ekki einn þeirra fimm umsækjenda sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, mælti sérstaklega með af þeim tíu sem sóttu um. „Það er óþarfi að hafa stór orð um þetta, þarna er mælt með þeim umsækjanda sem við snögga yfirsýn virðist ekki sá hæfasti þannig að notað sé stílbragðið úrdráttur,“ segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum útvarpsráðsmaður. Útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, skipar í stöðuna en Félag fréttamanna og Starfsmannafélag RÚV lýstu yfir óánægju sinni með meðmæli útvarpsráðs í gær með því að senda útvarpsstjóra bréf þar sem hann er hvattur til þess að láta fagleg sjónarmið ráða við skipun í stöðuna. „Við bíðum bara eftir ákvörðun Markúsar Arnar og biðjum hann um að láta fagleg sjónarmið ráða,“ segir Þórdís Arnljótsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna og fréttamaður á Sjónvarpinu. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna á fundi útvarpsráðs og létu bóka að pólitískt kjörnir fulltrúar ættu ekki að skipta sér af ráðningum starfsmanna RÚV. „Ég vil ekkert tjá mig um málið á meðan það er í farvegi hjá útvarpsstjóra,“ segir Auðun Georg. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, segir að Auðun Georg hafi uppfyllt best hæfiskröfur miðað við starfsauglýsingu. "Þótt hann sé ungur hefur hann mikla reynslu, bæði af fréttamennsku og rekstri auk þess að hafa stjórnunarhæfileika," segir Gunnlaugur. Spurður hvort það hafi ráðið einhverju um valið að Georg er framsóknarmaður og náinn vinur helstu ráðgjafa Framsóknarflokksins, Björns Inga Hrafnssonar, Páls Magnússonar og Steingríms Ólafssonar segir Gunnlaugur: „Ég er ekkert í slíkum persónunjósnum.“ Ekki náðist í Markús Örn í gær en líklegt er að hann tilkynni ákvörðun sína í dag. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í útvarpsráði mæltu í gær með Auðuni Georg Ólafssyni sölustjóra í starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Hann var ekki einn þeirra fimm umsækjenda sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, mælti sérstaklega með af þeim tíu sem sóttu um. „Það er óþarfi að hafa stór orð um þetta, þarna er mælt með þeim umsækjanda sem við snögga yfirsýn virðist ekki sá hæfasti þannig að notað sé stílbragðið úrdráttur,“ segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum útvarpsráðsmaður. Útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, skipar í stöðuna en Félag fréttamanna og Starfsmannafélag RÚV lýstu yfir óánægju sinni með meðmæli útvarpsráðs í gær með því að senda útvarpsstjóra bréf þar sem hann er hvattur til þess að láta fagleg sjónarmið ráða við skipun í stöðuna. „Við bíðum bara eftir ákvörðun Markúsar Arnar og biðjum hann um að láta fagleg sjónarmið ráða,“ segir Þórdís Arnljótsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna og fréttamaður á Sjónvarpinu. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna á fundi útvarpsráðs og létu bóka að pólitískt kjörnir fulltrúar ættu ekki að skipta sér af ráðningum starfsmanna RÚV. „Ég vil ekkert tjá mig um málið á meðan það er í farvegi hjá útvarpsstjóra,“ segir Auðun Georg. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, segir að Auðun Georg hafi uppfyllt best hæfiskröfur miðað við starfsauglýsingu. "Þótt hann sé ungur hefur hann mikla reynslu, bæði af fréttamennsku og rekstri auk þess að hafa stjórnunarhæfileika," segir Gunnlaugur. Spurður hvort það hafi ráðið einhverju um valið að Georg er framsóknarmaður og náinn vinur helstu ráðgjafa Framsóknarflokksins, Björns Inga Hrafnssonar, Páls Magnússonar og Steingríms Ólafssonar segir Gunnlaugur: „Ég er ekkert í slíkum persónunjósnum.“ Ekki náðist í Markús Örn í gær en líklegt er að hann tilkynni ákvörðun sína í dag.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira