Fréttamenn RÚV gapandi hlessa 8. mars 2005 00:01 Útvarpsráð vill að Auðun Georg Ólafsson verði ráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Hann hefur minnsta reynslu sem fréttamaður af þeim tíu sem sóttu um stöðuna og var ekki einn þeirra fimm sem forstöðumaður fréttasviðs mælti með í stöðuna. Fréttamönnum á fréttastofu RÚV er brugðið og segjast - orðrétt - vera gapandi hlessa. Útvarpsráð samþykkti á fundi sínum í morgun með fjórum atkvæðum að mæla með því Auðun Georg Ólafsson yrði ráðinn næsti fréttastjóri Útvarpsins. Atkvæðin komu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en aðrir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Auðun Georg er 34 ára gamall. Hann vann sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni um nokkurt skeið á síðasta áratug en hefur unnið að markaðs- og sölumálum á síðustu árum, síðast hjá Marel. Hann vill ekki tjá sig um afgreiðslu útvarpsráðs að svo stöddu. Stjórn Félags fréttamanna sendi útvarpsstjóra, Markúsi Erni Antonssyni, bréf þegar að loknum fundi útvarpsráðs. Þar hvatti hún Markús til að láta fagleg sjónarmið ráða við val á nýjum fréttastjóra. Hún benti á að forstöðumaður fréttasviðs, Bogi Ágústsson, hefði mælt með fimm umsækjendanna en að útvarpsráð hefði virt þau meðmæli að vettugi. Markús Örn yfirgaf útvarpshúsið á fimmta tímanum í dag án þess að ráða í stöðuna. Bogi Ágústsson vildi ekki tjá sig um málið í dag en þeir fimm umsækjendur sem hann mælti með eru Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri fréttastofunnar, Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2, og Óðinn Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir og Arnar Páll Hauksson, fréttamenn fréttastofunnar. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að hann teldi Auðun Georg hæfari til starfans en þessa fimm. Það er ljóst að mikil pressa er á Markúsi Erni þar sem afstaða útvarpsráðs er í mikilli andstöðu við allan þorra fréttamanna Ríkisútvarps og -sjónvarps. Einn viðmælanda fréttastofu sagði að mönnum væri brugðið, annar að þeir væru gapandi hlessa og að vinnubrögð ráðsins virkuðu ankannalega á fólk. Einn fréttamanna sagði þessa ákvörðun lýsa fyrirlitningu á stétt fréttamanna. Umsækjendur hefðu samtals um 100 ára reynslu í fréttamennsku á bakinu en útvarpsráð kysi fremur að fara út í bæ og ná í mann sem yfirmaður fréttasviðs mælti ekki einu sinni með. Þeir starfsmenn Ríkisútvarpsins sem fréttastofa ræddi við í dag útilokuðu ekki aðgerðir í framhaldinu en töldu rétt að bíða ákvörðunar útvarpsstjórans. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Útvarpsráð vill að Auðun Georg Ólafsson verði ráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Hann hefur minnsta reynslu sem fréttamaður af þeim tíu sem sóttu um stöðuna og var ekki einn þeirra fimm sem forstöðumaður fréttasviðs mælti með í stöðuna. Fréttamönnum á fréttastofu RÚV er brugðið og segjast - orðrétt - vera gapandi hlessa. Útvarpsráð samþykkti á fundi sínum í morgun með fjórum atkvæðum að mæla með því Auðun Georg Ólafsson yrði ráðinn næsti fréttastjóri Útvarpsins. Atkvæðin komu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en aðrir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Auðun Georg er 34 ára gamall. Hann vann sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni um nokkurt skeið á síðasta áratug en hefur unnið að markaðs- og sölumálum á síðustu árum, síðast hjá Marel. Hann vill ekki tjá sig um afgreiðslu útvarpsráðs að svo stöddu. Stjórn Félags fréttamanna sendi útvarpsstjóra, Markúsi Erni Antonssyni, bréf þegar að loknum fundi útvarpsráðs. Þar hvatti hún Markús til að láta fagleg sjónarmið ráða við val á nýjum fréttastjóra. Hún benti á að forstöðumaður fréttasviðs, Bogi Ágústsson, hefði mælt með fimm umsækjendanna en að útvarpsráð hefði virt þau meðmæli að vettugi. Markús Örn yfirgaf útvarpshúsið á fimmta tímanum í dag án þess að ráða í stöðuna. Bogi Ágústsson vildi ekki tjá sig um málið í dag en þeir fimm umsækjendur sem hann mælti með eru Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri fréttastofunnar, Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2, og Óðinn Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir og Arnar Páll Hauksson, fréttamenn fréttastofunnar. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að hann teldi Auðun Georg hæfari til starfans en þessa fimm. Það er ljóst að mikil pressa er á Markúsi Erni þar sem afstaða útvarpsráðs er í mikilli andstöðu við allan þorra fréttamanna Ríkisútvarps og -sjónvarps. Einn viðmælanda fréttastofu sagði að mönnum væri brugðið, annar að þeir væru gapandi hlessa og að vinnubrögð ráðsins virkuðu ankannalega á fólk. Einn fréttamanna sagði þessa ákvörðun lýsa fyrirlitningu á stétt fréttamanna. Umsækjendur hefðu samtals um 100 ára reynslu í fréttamennsku á bakinu en útvarpsráð kysi fremur að fara út í bæ og ná í mann sem yfirmaður fréttasviðs mælti ekki einu sinni með. Þeir starfsmenn Ríkisútvarpsins sem fréttastofa ræddi við í dag útilokuðu ekki aðgerðir í framhaldinu en töldu rétt að bíða ákvörðunar útvarpsstjórans.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira