Auðun Georg ráðinn fréttastjóri 9. mars 2005 00:01 Nú rétt í þessu var tilkynnt að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hefði ráðið Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Yfirlýsing útvarpsstjóra til fjölmiðla: Á fundi útvarpsráðs í gær voru lagðar fram að nýju tíu umsóknir um stöðu fréttastjóra útvarps á fréttasviði Ríkisútvarpsins, sem auglýst var laus til umsóknar í janúar. Ennfremur var lögð fram umsögn Boga Ágústssonar, forstöðumanns fréttasviðsins, þar sem fram kemur að allir umsækjendur uppfylli hæfniskröfur samkvæmt auglýsingunni. Hins vegar var það mat forstöðumanns fréttasviðsins, að fimm umsækjendur, sem allir starfa á fréttastofu útvarps, kæmu helzt til greina í stöðuna, að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar. Útvarpsráð, sem lögum samkvæmt skal gera tillögu til útvarpsstjóra um ráðningu starfsmanna dagskrár, mælti hins vegar með því að Auðun Georg Ólafsson yrði ráðinn í stöðu fréttastjóra. Niðurstaðan var eindregin. Hlaut Auðun stuðning meirihluta ráðsins, þ.e. fjögur atkvæði en þrír seðlar voru auðir. Þar sem Auðun uppfyllir öll hæfnisskilyrði starfsauglýsingar og með hliðsjón af því að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna dagskrár í umboði almannavaldsins vegur þyngra en aðrar umsagnir, og enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í útvarpsráði, hef ég ákveðið að ráða Auðun Georg Ólafsson til að gegna starfi fréttastjóra útvarps. Hann á að baki fjölbreytt nám og hefur yfir að búa starfsreynslu, sem mun nýtast honum vel hjá Ríkisútvarpinu og koma stofnuninni að góðu gagni. 9. marz 2005 Markús Örn Antonsson Auðun Georg Ólafsson er 34 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1990 og BA-prófi í stjórnmálafræðum frá Háskóla Íslands 1994. Á árunum 1996-2001 nam Auðun við Kaupmannahafnarháskóla og hefur MA-gráðu í stjórnmálafræði þaðan. Árið 1996 sótti Auðun námskeið Blaðamannaháskóla Norðurlandaráðs um stjórnmál og stjórnarfar Norðurlanda, og samskipti þeirra við ESB og Eystrasaltsríkin. Menntamálaráðuneytið í Japan veitti honum styrk til MA-náms í stjórnsýslufræðum við lagadeild Tohoku háskóla í Japan 1997-1999. Jafnhliða lagði hann stund á nám í japönsku. Þá hefur hann sótt námskeið í samningatækni við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Auðun Georg Ólafsson var fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar samhliða námi á árunum 1993-1999 og gegndi m.a. fréttaritarastörfum í Kaupmannahöfn og Japan. Hann starfaði einnig við dagskrárgerð hjá Íslenska útvarpsfélaginu. Að námi loknu vann Auðun um skeið við almannatengsl hjá fyrirtækinu Kynningu og markaði ehf. Hann ritaði ennfremur ársskýrslu um Ísland, greiningu á stjórnmálalífi, hagþróun og fréttir úr viðskiptalífinu fyrir greiningafyrirtækið European Intelligence Unit (EIU), móðurfyrirtæki tímaritsins Economist. Auðun Georg hefur að undanförnu verið markaðs- og svæðissölustjóri fyrir hátæknifyrirtækið Marel í Asíu, ábyrgur fyrir áætlanagerð, árangursgreiningu og þróun rekstrar- og söluferla fyrirtækisins í Japan, Tælandi og Víetnam. Auðun er kvæntur Fernanda Nakayama, sem fædd er í Brasilíu. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Nú rétt í þessu var tilkynnt að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hefði ráðið Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Yfirlýsing útvarpsstjóra til fjölmiðla: Á fundi útvarpsráðs í gær voru lagðar fram að nýju tíu umsóknir um stöðu fréttastjóra útvarps á fréttasviði Ríkisútvarpsins, sem auglýst var laus til umsóknar í janúar. Ennfremur var lögð fram umsögn Boga Ágústssonar, forstöðumanns fréttasviðsins, þar sem fram kemur að allir umsækjendur uppfylli hæfniskröfur samkvæmt auglýsingunni. Hins vegar var það mat forstöðumanns fréttasviðsins, að fimm umsækjendur, sem allir starfa á fréttastofu útvarps, kæmu helzt til greina í stöðuna, að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar. Útvarpsráð, sem lögum samkvæmt skal gera tillögu til útvarpsstjóra um ráðningu starfsmanna dagskrár, mælti hins vegar með því að Auðun Georg Ólafsson yrði ráðinn í stöðu fréttastjóra. Niðurstaðan var eindregin. Hlaut Auðun stuðning meirihluta ráðsins, þ.e. fjögur atkvæði en þrír seðlar voru auðir. Þar sem Auðun uppfyllir öll hæfnisskilyrði starfsauglýsingar og með hliðsjón af því að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna dagskrár í umboði almannavaldsins vegur þyngra en aðrar umsagnir, og enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í útvarpsráði, hef ég ákveðið að ráða Auðun Georg Ólafsson til að gegna starfi fréttastjóra útvarps. Hann á að baki fjölbreytt nám og hefur yfir að búa starfsreynslu, sem mun nýtast honum vel hjá Ríkisútvarpinu og koma stofnuninni að góðu gagni. 9. marz 2005 Markús Örn Antonsson Auðun Georg Ólafsson er 34 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1990 og BA-prófi í stjórnmálafræðum frá Háskóla Íslands 1994. Á árunum 1996-2001 nam Auðun við Kaupmannahafnarháskóla og hefur MA-gráðu í stjórnmálafræði þaðan. Árið 1996 sótti Auðun námskeið Blaðamannaháskóla Norðurlandaráðs um stjórnmál og stjórnarfar Norðurlanda, og samskipti þeirra við ESB og Eystrasaltsríkin. Menntamálaráðuneytið í Japan veitti honum styrk til MA-náms í stjórnsýslufræðum við lagadeild Tohoku háskóla í Japan 1997-1999. Jafnhliða lagði hann stund á nám í japönsku. Þá hefur hann sótt námskeið í samningatækni við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Auðun Georg Ólafsson var fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar samhliða námi á árunum 1993-1999 og gegndi m.a. fréttaritarastörfum í Kaupmannahöfn og Japan. Hann starfaði einnig við dagskrárgerð hjá Íslenska útvarpsfélaginu. Að námi loknu vann Auðun um skeið við almannatengsl hjá fyrirtækinu Kynningu og markaði ehf. Hann ritaði ennfremur ársskýrslu um Ísland, greiningu á stjórnmálalífi, hagþróun og fréttir úr viðskiptalífinu fyrir greiningafyrirtækið European Intelligence Unit (EIU), móðurfyrirtæki tímaritsins Economist. Auðun Georg hefur að undanförnu verið markaðs- og svæðissölustjóri fyrir hátæknifyrirtækið Marel í Asíu, ábyrgur fyrir áætlanagerð, árangursgreiningu og þróun rekstrar- og söluferla fyrirtækisins í Japan, Tælandi og Víetnam. Auðun er kvæntur Fernanda Nakayama, sem fædd er í Brasilíu.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira