Auðun Georg ráðinn fréttastjóri 9. mars 2005 00:01 Nú rétt í þessu var tilkynnt að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hefði ráðið Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Yfirlýsing útvarpsstjóra til fjölmiðla: Á fundi útvarpsráðs í gær voru lagðar fram að nýju tíu umsóknir um stöðu fréttastjóra útvarps á fréttasviði Ríkisútvarpsins, sem auglýst var laus til umsóknar í janúar. Ennfremur var lögð fram umsögn Boga Ágústssonar, forstöðumanns fréttasviðsins, þar sem fram kemur að allir umsækjendur uppfylli hæfniskröfur samkvæmt auglýsingunni. Hins vegar var það mat forstöðumanns fréttasviðsins, að fimm umsækjendur, sem allir starfa á fréttastofu útvarps, kæmu helzt til greina í stöðuna, að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar. Útvarpsráð, sem lögum samkvæmt skal gera tillögu til útvarpsstjóra um ráðningu starfsmanna dagskrár, mælti hins vegar með því að Auðun Georg Ólafsson yrði ráðinn í stöðu fréttastjóra. Niðurstaðan var eindregin. Hlaut Auðun stuðning meirihluta ráðsins, þ.e. fjögur atkvæði en þrír seðlar voru auðir. Þar sem Auðun uppfyllir öll hæfnisskilyrði starfsauglýsingar og með hliðsjón af því að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna dagskrár í umboði almannavaldsins vegur þyngra en aðrar umsagnir, og enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í útvarpsráði, hef ég ákveðið að ráða Auðun Georg Ólafsson til að gegna starfi fréttastjóra útvarps. Hann á að baki fjölbreytt nám og hefur yfir að búa starfsreynslu, sem mun nýtast honum vel hjá Ríkisútvarpinu og koma stofnuninni að góðu gagni. 9. marz 2005 Markús Örn Antonsson Auðun Georg Ólafsson er 34 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1990 og BA-prófi í stjórnmálafræðum frá Háskóla Íslands 1994. Á árunum 1996-2001 nam Auðun við Kaupmannahafnarháskóla og hefur MA-gráðu í stjórnmálafræði þaðan. Árið 1996 sótti Auðun námskeið Blaðamannaháskóla Norðurlandaráðs um stjórnmál og stjórnarfar Norðurlanda, og samskipti þeirra við ESB og Eystrasaltsríkin. Menntamálaráðuneytið í Japan veitti honum styrk til MA-náms í stjórnsýslufræðum við lagadeild Tohoku háskóla í Japan 1997-1999. Jafnhliða lagði hann stund á nám í japönsku. Þá hefur hann sótt námskeið í samningatækni við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Auðun Georg Ólafsson var fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar samhliða námi á árunum 1993-1999 og gegndi m.a. fréttaritarastörfum í Kaupmannahöfn og Japan. Hann starfaði einnig við dagskrárgerð hjá Íslenska útvarpsfélaginu. Að námi loknu vann Auðun um skeið við almannatengsl hjá fyrirtækinu Kynningu og markaði ehf. Hann ritaði ennfremur ársskýrslu um Ísland, greiningu á stjórnmálalífi, hagþróun og fréttir úr viðskiptalífinu fyrir greiningafyrirtækið European Intelligence Unit (EIU), móðurfyrirtæki tímaritsins Economist. Auðun Georg hefur að undanförnu verið markaðs- og svæðissölustjóri fyrir hátæknifyrirtækið Marel í Asíu, ábyrgur fyrir áætlanagerð, árangursgreiningu og þróun rekstrar- og söluferla fyrirtækisins í Japan, Tælandi og Víetnam. Auðun er kvæntur Fernanda Nakayama, sem fædd er í Brasilíu. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Nú rétt í þessu var tilkynnt að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hefði ráðið Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Yfirlýsing útvarpsstjóra til fjölmiðla: Á fundi útvarpsráðs í gær voru lagðar fram að nýju tíu umsóknir um stöðu fréttastjóra útvarps á fréttasviði Ríkisútvarpsins, sem auglýst var laus til umsóknar í janúar. Ennfremur var lögð fram umsögn Boga Ágústssonar, forstöðumanns fréttasviðsins, þar sem fram kemur að allir umsækjendur uppfylli hæfniskröfur samkvæmt auglýsingunni. Hins vegar var það mat forstöðumanns fréttasviðsins, að fimm umsækjendur, sem allir starfa á fréttastofu útvarps, kæmu helzt til greina í stöðuna, að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar. Útvarpsráð, sem lögum samkvæmt skal gera tillögu til útvarpsstjóra um ráðningu starfsmanna dagskrár, mælti hins vegar með því að Auðun Georg Ólafsson yrði ráðinn í stöðu fréttastjóra. Niðurstaðan var eindregin. Hlaut Auðun stuðning meirihluta ráðsins, þ.e. fjögur atkvæði en þrír seðlar voru auðir. Þar sem Auðun uppfyllir öll hæfnisskilyrði starfsauglýsingar og með hliðsjón af því að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna dagskrár í umboði almannavaldsins vegur þyngra en aðrar umsagnir, og enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í útvarpsráði, hef ég ákveðið að ráða Auðun Georg Ólafsson til að gegna starfi fréttastjóra útvarps. Hann á að baki fjölbreytt nám og hefur yfir að búa starfsreynslu, sem mun nýtast honum vel hjá Ríkisútvarpinu og koma stofnuninni að góðu gagni. 9. marz 2005 Markús Örn Antonsson Auðun Georg Ólafsson er 34 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1990 og BA-prófi í stjórnmálafræðum frá Háskóla Íslands 1994. Á árunum 1996-2001 nam Auðun við Kaupmannahafnarháskóla og hefur MA-gráðu í stjórnmálafræði þaðan. Árið 1996 sótti Auðun námskeið Blaðamannaháskóla Norðurlandaráðs um stjórnmál og stjórnarfar Norðurlanda, og samskipti þeirra við ESB og Eystrasaltsríkin. Menntamálaráðuneytið í Japan veitti honum styrk til MA-náms í stjórnsýslufræðum við lagadeild Tohoku háskóla í Japan 1997-1999. Jafnhliða lagði hann stund á nám í japönsku. Þá hefur hann sótt námskeið í samningatækni við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Auðun Georg Ólafsson var fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar samhliða námi á árunum 1993-1999 og gegndi m.a. fréttaritarastörfum í Kaupmannahöfn og Japan. Hann starfaði einnig við dagskrárgerð hjá Íslenska útvarpsfélaginu. Að námi loknu vann Auðun um skeið við almannatengsl hjá fyrirtækinu Kynningu og markaði ehf. Hann ritaði ennfremur ársskýrslu um Ísland, greiningu á stjórnmálalífi, hagþróun og fréttir úr viðskiptalífinu fyrir greiningafyrirtækið European Intelligence Unit (EIU), móðurfyrirtæki tímaritsins Economist. Auðun Georg hefur að undanförnu verið markaðs- og svæðissölustjóri fyrir hátæknifyrirtækið Marel í Asíu, ábyrgur fyrir áætlanagerð, árangursgreiningu og þróun rekstrar- og söluferla fyrirtækisins í Japan, Tælandi og Víetnam. Auðun er kvæntur Fernanda Nakayama, sem fædd er í Brasilíu.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira