Rök útvarpsráðs eru fyrirsláttur 9. mars 2005 00:01 Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri á fréttastofu Útvarps, segir rök útvarpsráðs um að fréttastjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrirslátt. Friðrik Páll Jónsson hefur gegnt starfi fréttastjóra Ríkisútvarpsins frá því í desember. Hann er einn hinna fimm umsækjanda sem Bogi Ágústsson, sviðstjóri fréttasviðs RÚV, mælti með í stöðu fréttastjóra. "Ég hef setið tæplega hálfrar klukkustundar fund um fjármál frá því ég tók við starfinu," sagði Friðrik Páll fyrir fund Félags fréttamanna, sem ályktaði að komi Auðun Georg Ólafsson til starfa á Ríkisútvarpinu óttist félagið að ekki verði hægt að halda uppi eðlilegu starfi og fréttamennsku á fréttastofu Útvarpsins. Fundurinn skorar á Auðun að taka ekki starfinu. Þess má geta að velta fréttastofunnar er um 150 milljónir á ári. Auðun Georg Ólafsson, hinn nýskipaði fréttastjóri Ríkisútvarpsins, starfaði í nokkra mánuði í fullu starfi sem fréttamaður á fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2 á árunum 1993-1999 en var annars lausráðinn fréttamaður og fréttaritari meðfram námi og starfi í Kaupmannahöfn og Japan. Hann hefur að undanförnu starfað sem sölu- og markaðsstjóri fyrir Marel í Asíu. Hann vísar því á bug að ráðning sín hafi verið pólitísk, enda hafi hann aldrei verið í pólitísku starfi. Markús Örn Antonsson útskýrði skipunina svo í gær: "Þar sem Auðun uppfyllir öll hæfnisskilyrði starfsauglýsingar og með hliðsjón af því að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna dagskrár í umboði almannavaldsins vegur þyngra en aðrar umsagnir, og enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í útvarpsráði, hef ég ákveðið að ráða Auðun Georg Ólafsson til að gegna starfi fréttastjóra útvarps." Stjórn og trúnaðarmenn Félags fréttamanna fara eindregið fram á að útvarpsstjóri dragi ákvörðun sína til baka. "Með henni teljum við að allri stétt fréttamanna sé gróflega misboðið. Ráðningin er greinilega pólitísk þar sem fagleg sjónarmið eru virt að vettugi. Með henni er vegið að hlutleysi og starfsskilyrðum fréttastofunnar sem útvarpsstjóri ber ábyrgð á," segir í tilkynningu félagsins. Bogi Ágústsson taldi fimm núverandi starfsmenn fréttastofunnar hæfari en Auðun: "Mér finnst miður að því sé ekki fylgt sem ég legg til. Ég vann hæfnismatið eins vandlega og ég gat og ég taldi þessa fimm einstaklinga hæfasta. En þess verður að geta að ég taldi alla umsækjendur hæfa," sagði Bogi. Broddi Broddason, fréttamaður á RÚV, segir að ráðningin sé ekki spurning um persónu umsækjandans, "heldur aðferðir útvarpsráðs og ákvörðun útvarpsstjóra en við teljum að hann hafi átt að vera óbundinn af ákvörðun útvarpsráðs," sagði Broddi. Auðun sagði aðspurður allt of snemmt að svara því hvort vænta mætti breytinga á fréttastofunni. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri á fréttastofu Útvarps, segir rök útvarpsráðs um að fréttastjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrirslátt. Friðrik Páll Jónsson hefur gegnt starfi fréttastjóra Ríkisútvarpsins frá því í desember. Hann er einn hinna fimm umsækjanda sem Bogi Ágústsson, sviðstjóri fréttasviðs RÚV, mælti með í stöðu fréttastjóra. "Ég hef setið tæplega hálfrar klukkustundar fund um fjármál frá því ég tók við starfinu," sagði Friðrik Páll fyrir fund Félags fréttamanna, sem ályktaði að komi Auðun Georg Ólafsson til starfa á Ríkisútvarpinu óttist félagið að ekki verði hægt að halda uppi eðlilegu starfi og fréttamennsku á fréttastofu Útvarpsins. Fundurinn skorar á Auðun að taka ekki starfinu. Þess má geta að velta fréttastofunnar er um 150 milljónir á ári. Auðun Georg Ólafsson, hinn nýskipaði fréttastjóri Ríkisútvarpsins, starfaði í nokkra mánuði í fullu starfi sem fréttamaður á fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2 á árunum 1993-1999 en var annars lausráðinn fréttamaður og fréttaritari meðfram námi og starfi í Kaupmannahöfn og Japan. Hann hefur að undanförnu starfað sem sölu- og markaðsstjóri fyrir Marel í Asíu. Hann vísar því á bug að ráðning sín hafi verið pólitísk, enda hafi hann aldrei verið í pólitísku starfi. Markús Örn Antonsson útskýrði skipunina svo í gær: "Þar sem Auðun uppfyllir öll hæfnisskilyrði starfsauglýsingar og með hliðsjón af því að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna dagskrár í umboði almannavaldsins vegur þyngra en aðrar umsagnir, og enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í útvarpsráði, hef ég ákveðið að ráða Auðun Georg Ólafsson til að gegna starfi fréttastjóra útvarps." Stjórn og trúnaðarmenn Félags fréttamanna fara eindregið fram á að útvarpsstjóri dragi ákvörðun sína til baka. "Með henni teljum við að allri stétt fréttamanna sé gróflega misboðið. Ráðningin er greinilega pólitísk þar sem fagleg sjónarmið eru virt að vettugi. Með henni er vegið að hlutleysi og starfsskilyrðum fréttastofunnar sem útvarpsstjóri ber ábyrgð á," segir í tilkynningu félagsins. Bogi Ágústsson taldi fimm núverandi starfsmenn fréttastofunnar hæfari en Auðun: "Mér finnst miður að því sé ekki fylgt sem ég legg til. Ég vann hæfnismatið eins vandlega og ég gat og ég taldi þessa fimm einstaklinga hæfasta. En þess verður að geta að ég taldi alla umsækjendur hæfa," sagði Bogi. Broddi Broddason, fréttamaður á RÚV, segir að ráðningin sé ekki spurning um persónu umsækjandans, "heldur aðferðir útvarpsráðs og ákvörðun útvarpsstjóra en við teljum að hann hafi átt að vera óbundinn af ákvörðun útvarpsráðs," sagði Broddi. Auðun sagði aðspurður allt of snemmt að svara því hvort vænta mætti breytinga á fréttastofunni.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira