Útvarpsstjóri brást 10. mars 2005 00:01 Vísir Engar umræður fóru fram á útvarpsráðsfundi um þá fimm umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarpsins sem sérstaklega hafði verið mælt með. Formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, las upp yfirlýsingu í upphafi fundar þess efnis að meirihluti ráðsins, fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, myndu mæla með Auðuni Georg Ólafssyni til starfsins. Útvarpsstjóri bar ekki fram ósk um faglega umfjöllun ráðsins á hæfni umsækjenda og brást þar með hlutverki sínu. Þetta segir Kjartan Eggertsson, fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði. "Fulltrúar meirihlutans voru búnir að ákveða þetta fyrir fundinn og yfirlýsingin var lesin upp strax í upphafi þess dagskrárliðar þar sem tekin var fyrir ráðning fréttastjóra," sagði hann. "Ég átti von á að tekin yrði umræða um þetta góða fólk sem hafði verið mælt með til starfans, en sú umræða fór aldrei fram. Meðmæli meirihlutans bar að með þessum hætti sem ég hef lýst, og minnihlutinn var alveg óvarinn fyrir þessum vinnubrögðum og óundirbúinn, enda erfitt að ætla sér að gera eitthvað þegar séð er að meirihlutinn ætlar bæði að hunsa álit og meðmæli stjórnenda útvarpsins og ekki einu sinni rökræða neitt við aðra útvarpsráðsmenn um hæfni þeirra sem voru þarna efstir á blaði." Kjartan sagði að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefði gefið það í skyn, þegar hann hefði verið búinn að ráða Auðun Georg, að hann hefði verið tilneyddur til þess vegna þess að það hefðu verið einu tilmælin sem komið hefðu fram. "Hann er að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. Hann gerði enga tilraun til þess á fundinum að hann óskaði eftir að við ræddum um þá sem höfðu bestu meðmælin. Þarna brugðust bæði útvarpsstjóri og útvarpsráð. Þetta gæti aldrei viðgengist í venjulegu fyrirtæki sem væri á samkeppnismarkaði. Þar myndu menn gera upp málin en í útvarpinu virðist vera hægt að gera hvað sem er í pólitísku skjóli." Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Engar umræður fóru fram á útvarpsráðsfundi um þá fimm umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarpsins sem sérstaklega hafði verið mælt með. Formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, las upp yfirlýsingu í upphafi fundar þess efnis að meirihluti ráðsins, fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, myndu mæla með Auðuni Georg Ólafssyni til starfsins. Útvarpsstjóri bar ekki fram ósk um faglega umfjöllun ráðsins á hæfni umsækjenda og brást þar með hlutverki sínu. Þetta segir Kjartan Eggertsson, fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði. "Fulltrúar meirihlutans voru búnir að ákveða þetta fyrir fundinn og yfirlýsingin var lesin upp strax í upphafi þess dagskrárliðar þar sem tekin var fyrir ráðning fréttastjóra," sagði hann. "Ég átti von á að tekin yrði umræða um þetta góða fólk sem hafði verið mælt með til starfans, en sú umræða fór aldrei fram. Meðmæli meirihlutans bar að með þessum hætti sem ég hef lýst, og minnihlutinn var alveg óvarinn fyrir þessum vinnubrögðum og óundirbúinn, enda erfitt að ætla sér að gera eitthvað þegar séð er að meirihlutinn ætlar bæði að hunsa álit og meðmæli stjórnenda útvarpsins og ekki einu sinni rökræða neitt við aðra útvarpsráðsmenn um hæfni þeirra sem voru þarna efstir á blaði." Kjartan sagði að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefði gefið það í skyn, þegar hann hefði verið búinn að ráða Auðun Georg, að hann hefði verið tilneyddur til þess vegna þess að það hefðu verið einu tilmælin sem komið hefðu fram. "Hann er að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. Hann gerði enga tilraun til þess á fundinum að hann óskaði eftir að við ræddum um þá sem höfðu bestu meðmælin. Þarna brugðust bæði útvarpsstjóri og útvarpsráð. Þetta gæti aldrei viðgengist í venjulegu fyrirtæki sem væri á samkeppnismarkaði. Þar myndu menn gera upp málin en í útvarpinu virðist vera hægt að gera hvað sem er í pólitísku skjóli."
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira