Fréttastofa í spennu og óvissu 10. mars 2005 00:01 Starfsemi fréttastofu Ríkisútvarpsins fór fram í spennu og óvissu í gær vegna andstöðu starfsfólks RÚV við ráðningu nýs fréttastjóra útvarps, Auðuns Georgs Ólafssonar. Í viðtölum blaðsins við starfsmenn RÚV kom fram að þeir ólu þá von í brjósti að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri myndi draga ákvörðun sína um ráðninguna til baka. Menn töldu það þó alls óvíst. Úr því að útvarpsstjóri hefði ekki hreyft andmælum strax á fundi útvarpsráðs, gæti hann trauðla tekið af skarið nú. Þá ræddu menn þann möguleika að Auðunn Georg myndi draga sig til baka. Viðmælendur blaðsins töldu það vera farsælustu lausnina í stöðunni. Atburðir gærdagsins áttu að hefjast með því að Bogi Ágústsson forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins myndi kynna nýja fréttastjóra, Auðunn Georg Ólafsson á fundi með fréttamönnum klukkan 9.30. Ljóst varð þó að af þeirri kynningu myndi ekki verða þegar Félag fréttamanna á RÚV boðaði til fundar á sama tíma um málið. Kynningarfundinum var því frestað en jafnframt tilkynnt að hann yrði haldinn í dag. Fréttamennirnir sátu síðan á fundi fram eftir morgni og klukkan tíu var tilkynnt að útvarpsfréttir myndu falla niður af þeirri ástæðu. Að fundinum loknum sendu fréttamennirnir frá sér eftirfarandi ályktun: "Almennur félagsfundur í Félagi fréttamanna haldinn 10. mars lýsir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ákveða að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra útvarpsins. Ráðning hans er augljóslega á pólitískum forsendum einvörðungu og með henni er vegið að sjálfstæði og óhlutdrægni fréttastofunnar. Útvarpsstjóri hafði tækifæri til að standa vörð um hagsmuni Ríkisúrvarpsins og almennings en kaus að gera það ekki. Því nýtur hann ekki lengur trausts fréttamanna." Skorað á útvarpsstjóra Enn var blásið til fundar út af fréttastjóramálinu í hádeginu í gær. Nú var það almennur starfsmannafundur RÚV. Af þeim sökum varð hádegisfréttatíminn ekki nema um 10 mínútna langur. Í lok hans tilkynnti þulur að vegna fundarhalda og truflana á störfum fréttamanna yrði hann ekki lengri að þessu sinni. Klukkan 12.30 hófst svo starfsmannafundurinn. Þar kynntu fréttamennirnir það sem fram hefði farið á þeirra fundi fyrr um morguninn. Mikil samstaða reyndist vera meðal starfsmannanna og samþykktu þeir með miklum meiri hluta, eða 93 prósentum atkvæða, að skora á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra að endurskoða ákvörðun sína um nýlega ráðningu í starf fréttastjóra Útvarpsins. Síðan sagði: "Grundvallarverðmæti Fréttastofu útvarps felast í trausti almennings sem byggir á óhlutdrægum fréttaflutningi því þarf ráðning fréttastjóra að vera hafin yfir allan vafa um pólitíska íhlutun. Starfsmenn Ríkisútvarpsins lýsa yfir fullum stuðningi við yfirlýsingu Félags fréttamanna um að með nýlegri ráðningu sé vegið að sjálfstæði og óhlutdrægni fréttastofunnar. Með ákvörðun sinni virðast hvorki útvarpsráð né útvarpsstjóri hafa haft hagsmuni stofnunarinnar né almennings að leiðarljósi. " Jón Gunnar Grétarsson formaður Félags fréttamanna sagði eftir þessi fundahöld, að sorglegt væri að til þeirrar samþykktar fréttamanna að lýsa yfir vantrausti á útvarpsstjóra hefði þurft að koma. "Honum var í lófa lagið að fara að mati forstöðumanns fréttasviðs og láta hið faglega sjónarmið ráða för," sagi hann. "Það var skorað á hann að gera það. En hann kýs að fara að vilja pólitísks kjörin útvarpsráðs og við erum afskaplega ósátt við það." Jón Gunnar undirstrikaði að fréttamenn RÚV hefðu lagt áherslu á að bregðast ekki sínu starfi, en sinna öryggishlutverki og almannaheill, þótt þessar truflanir hefðu komið til. Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Starfsemi fréttastofu Ríkisútvarpsins fór fram í spennu og óvissu í gær vegna andstöðu starfsfólks RÚV við ráðningu nýs fréttastjóra útvarps, Auðuns Georgs Ólafssonar. Í viðtölum blaðsins við starfsmenn RÚV kom fram að þeir ólu þá von í brjósti að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri myndi draga ákvörðun sína um ráðninguna til baka. Menn töldu það þó alls óvíst. Úr því að útvarpsstjóri hefði ekki hreyft andmælum strax á fundi útvarpsráðs, gæti hann trauðla tekið af skarið nú. Þá ræddu menn þann möguleika að Auðunn Georg myndi draga sig til baka. Viðmælendur blaðsins töldu það vera farsælustu lausnina í stöðunni. Atburðir gærdagsins áttu að hefjast með því að Bogi Ágústsson forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins myndi kynna nýja fréttastjóra, Auðunn Georg Ólafsson á fundi með fréttamönnum klukkan 9.30. Ljóst varð þó að af þeirri kynningu myndi ekki verða þegar Félag fréttamanna á RÚV boðaði til fundar á sama tíma um málið. Kynningarfundinum var því frestað en jafnframt tilkynnt að hann yrði haldinn í dag. Fréttamennirnir sátu síðan á fundi fram eftir morgni og klukkan tíu var tilkynnt að útvarpsfréttir myndu falla niður af þeirri ástæðu. Að fundinum loknum sendu fréttamennirnir frá sér eftirfarandi ályktun: "Almennur félagsfundur í Félagi fréttamanna haldinn 10. mars lýsir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ákveða að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra útvarpsins. Ráðning hans er augljóslega á pólitískum forsendum einvörðungu og með henni er vegið að sjálfstæði og óhlutdrægni fréttastofunnar. Útvarpsstjóri hafði tækifæri til að standa vörð um hagsmuni Ríkisúrvarpsins og almennings en kaus að gera það ekki. Því nýtur hann ekki lengur trausts fréttamanna." Skorað á útvarpsstjóra Enn var blásið til fundar út af fréttastjóramálinu í hádeginu í gær. Nú var það almennur starfsmannafundur RÚV. Af þeim sökum varð hádegisfréttatíminn ekki nema um 10 mínútna langur. Í lok hans tilkynnti þulur að vegna fundarhalda og truflana á störfum fréttamanna yrði hann ekki lengri að þessu sinni. Klukkan 12.30 hófst svo starfsmannafundurinn. Þar kynntu fréttamennirnir það sem fram hefði farið á þeirra fundi fyrr um morguninn. Mikil samstaða reyndist vera meðal starfsmannanna og samþykktu þeir með miklum meiri hluta, eða 93 prósentum atkvæða, að skora á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra að endurskoða ákvörðun sína um nýlega ráðningu í starf fréttastjóra Útvarpsins. Síðan sagði: "Grundvallarverðmæti Fréttastofu útvarps felast í trausti almennings sem byggir á óhlutdrægum fréttaflutningi því þarf ráðning fréttastjóra að vera hafin yfir allan vafa um pólitíska íhlutun. Starfsmenn Ríkisútvarpsins lýsa yfir fullum stuðningi við yfirlýsingu Félags fréttamanna um að með nýlegri ráðningu sé vegið að sjálfstæði og óhlutdrægni fréttastofunnar. Með ákvörðun sinni virðast hvorki útvarpsráð né útvarpsstjóri hafa haft hagsmuni stofnunarinnar né almennings að leiðarljósi. " Jón Gunnar Grétarsson formaður Félags fréttamanna sagði eftir þessi fundahöld, að sorglegt væri að til þeirrar samþykktar fréttamanna að lýsa yfir vantrausti á útvarpsstjóra hefði þurft að koma. "Honum var í lófa lagið að fara að mati forstöðumanns fréttasviðs og láta hið faglega sjónarmið ráða för," sagi hann. "Það var skorað á hann að gera það. En hann kýs að fara að vilja pólitísks kjörin útvarpsráðs og við erum afskaplega ósátt við það." Jón Gunnar undirstrikaði að fréttamenn RÚV hefðu lagt áherslu á að bregðast ekki sínu starfi, en sinna öryggishlutverki og almannaheill, þótt þessar truflanir hefðu komið til.
Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira