Fréttamenn íhuga að segja upp 10. mars 2005 00:01 Útvarpsstjóri ætlar ekki að bakka með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Fréttamenn RÚV lýstu yfir vantrausti á útvarpsstjóra í dag og meirihluti starfsmanna skorar á hann að endurskoða ráðninguna. Til þess gæti komið að fréttamenn segðu upp. Það hefur verið mikil ólga meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þegar hinn nýráðni fréttstjóri kom til fundar við undirmenn sína mætti enginn þeirra. Ástæðan er sú að Félag fréttamanna hélt fund á sama tíma og lýsti vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ráða Auðun, sagði vegið að sjálfstæði fréttastofunnar og ráðninguna augljóslega eingöngu á pólitískum forsendum. Fréttamenn telja að gengið hafi verið fram hjá reynslumeiri umsækjendum. Meirihluti fulltrúa stjórnarflokkanna í útvarpsráði mælti með Auðuni en hann var ekki meðal þeirra sem Bogi Ágústsson mælti með. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, segir mikinn hug í fólki og það geti alveg komið til þess að allir félagar í Félagi fréttamanna segi upp. Aðspurður hvort fréttamennirnir geti unnið undir útvarpsstjóra eftir að búið sé að lýsa yfir vantrausti á hann segir Gunnar að fréttamenn treysti Markúsi Erni sem útvarpsstjóra ekki lengur til að gæta þeirra faglegu hagsmuna fréttastofanna vegna þeirrar ákvörðunar sem hann tók. Vegna fundarins voru ekki neinar fréttir í Ríkisútvarpinu klukkan tíu og hádegisfréttatími aðeins um tíu mínútur vegna almenns starfsmannafundar í hádeginu. Jón Gunnar segir aðspurður að fréttamenn gæti öryggishlutverks Ríkisútvarpsins. Það sé alltaf maður á vakt og ef til slíkra atburða kæmi að það þyrfti að láta alþjóð vita þá standi ekki á fréttamönnum að gera það. Starfsmannafundurinn samþykkti í leynilegri atkvæðagreiðslu að skora á útvarpsstjóra að endurskoða ráðninguna. Tæplega tvö hundruð starfsmenn, eða tveir þriðju hlutar fastráðinna starfsmanna, greiddu atkvæði og 178 samþykktu ályktunina. Jóhanna Margrét Einarsdóttir, formaður Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins, segir aðspurð að starfsmenn séu ekki tilbúnir að gefa upp að svo komnu máli til hvaða aðgerða þeir geti gripið ef ráðningin verði ekki dregin til baka. Starfsmenn ætli ekki að láta valta yfir sig í þessu máli heldur vinna sigur. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri vildi ekki veita viðtal í dag en sagði í morgun, fyrir starfsmannafundina, þegar fréttamaður rakst á hann á göngum Útvarpshússins að hann hefði sagt allt í gær sem hefði um málið að segja. Spurður um ákvörðun fréttamanna að mæta ekki á fund nýs yfirmanns síns sagði Markús Örn að það væri þeirra ákvörðun. Aðspurður hvort hann stæði við ráðninguna á nýjum fréttastjóra sagði Markús að málið væri afgreitt eins og tilkynnt hefði verið í gær og ekki yrði bakka með það. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Útvarpsstjóri ætlar ekki að bakka með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Fréttamenn RÚV lýstu yfir vantrausti á útvarpsstjóra í dag og meirihluti starfsmanna skorar á hann að endurskoða ráðninguna. Til þess gæti komið að fréttamenn segðu upp. Það hefur verið mikil ólga meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þegar hinn nýráðni fréttstjóri kom til fundar við undirmenn sína mætti enginn þeirra. Ástæðan er sú að Félag fréttamanna hélt fund á sama tíma og lýsti vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ráða Auðun, sagði vegið að sjálfstæði fréttastofunnar og ráðninguna augljóslega eingöngu á pólitískum forsendum. Fréttamenn telja að gengið hafi verið fram hjá reynslumeiri umsækjendum. Meirihluti fulltrúa stjórnarflokkanna í útvarpsráði mælti með Auðuni en hann var ekki meðal þeirra sem Bogi Ágústsson mælti með. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, segir mikinn hug í fólki og það geti alveg komið til þess að allir félagar í Félagi fréttamanna segi upp. Aðspurður hvort fréttamennirnir geti unnið undir útvarpsstjóra eftir að búið sé að lýsa yfir vantrausti á hann segir Gunnar að fréttamenn treysti Markúsi Erni sem útvarpsstjóra ekki lengur til að gæta þeirra faglegu hagsmuna fréttastofanna vegna þeirrar ákvörðunar sem hann tók. Vegna fundarins voru ekki neinar fréttir í Ríkisútvarpinu klukkan tíu og hádegisfréttatími aðeins um tíu mínútur vegna almenns starfsmannafundar í hádeginu. Jón Gunnar segir aðspurður að fréttamenn gæti öryggishlutverks Ríkisútvarpsins. Það sé alltaf maður á vakt og ef til slíkra atburða kæmi að það þyrfti að láta alþjóð vita þá standi ekki á fréttamönnum að gera það. Starfsmannafundurinn samþykkti í leynilegri atkvæðagreiðslu að skora á útvarpsstjóra að endurskoða ráðninguna. Tæplega tvö hundruð starfsmenn, eða tveir þriðju hlutar fastráðinna starfsmanna, greiddu atkvæði og 178 samþykktu ályktunina. Jóhanna Margrét Einarsdóttir, formaður Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins, segir aðspurð að starfsmenn séu ekki tilbúnir að gefa upp að svo komnu máli til hvaða aðgerða þeir geti gripið ef ráðningin verði ekki dregin til baka. Starfsmenn ætli ekki að láta valta yfir sig í þessu máli heldur vinna sigur. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri vildi ekki veita viðtal í dag en sagði í morgun, fyrir starfsmannafundina, þegar fréttamaður rakst á hann á göngum Útvarpshússins að hann hefði sagt allt í gær sem hefði um málið að segja. Spurður um ákvörðun fréttamanna að mæta ekki á fund nýs yfirmanns síns sagði Markús Örn að það væri þeirra ákvörðun. Aðspurður hvort hann stæði við ráðninguna á nýjum fréttastjóra sagði Markús að málið væri afgreitt eins og tilkynnt hefði verið í gær og ekki yrði bakka með það.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira