Ríkisstjórnin skilur aldraða eftir 11. mars 2005 00:01 Ríkisstjórnin segir, að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 55% á tímabilinu 1995-2007. En á sama tímabili eykst kaupmáttur ráðstöfunartekna stórs hluta ellilífeyrisþega (10 þús. manns) aðeins um 9,3%. Hvers eiga þessir eldri borgarar að gjalda. Hvers vegna hækkar kaupmáttur ráðstöfunartekna stórs hluta eldri borgara aðeins um brot af því sem kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings eykst um? Fróðlegt væri að fá svar við þeirri spurningu. Í rauninni ætti þetta að vera öfugt. Það ætti að auka kaupmátt ellilífeyris mun meira en kaupmátt almennra tekna. Þannig mætti leiðrétta kjör aldraðra. Engar opinberar athuganir hafa farið fram á því hver framfærslukostnaður aldraðra er. Hagstofan kannar neysluútgjöld almennings en athugar ekki sérstaklega útgjöld aldraðra eða annarra aldurshópa. Hagstofan kannar neyslu heimila og einstaklinga í landinu. Síðasta neyslukönnun Hagstofunnar fór fram árin 2000-2002 og var niðurstaða hennar birt á sl. ári. Samkvæmt henni eru meðaltalsútgjöld einstaklinga (einhleypinga) 161 þús kr. á mánuði, þ.e. neysluútgjöld. Meðtalin eru húsnæðisútgjöld, þ.e. húsaleiga og ígildi húsaleigu, kr. 38 þús. á mánuði. Afborganir og vextir er ekki meðtalið og heldur ekki fasteignakaup eða sparnaður. Tekjuskattar og fasteignagjöld eru ekki meðtalin og heldur ekki félagsgjöld eða lífeyrissjóðsgjöld.Það vantar því nokkuð af útgjöldum inn í tölur Hagstofunnar og munar þar mest um skattana. Húsnæðisliðurinn er einnig mjög lágur í neyslukönnun Hagstofunnar eða aðeins 38 þús. kr. á mánuði sem fyrr segir. Mjög margir aldraðir einstaklingar verða að greiða mun hærra í húsaleigu eða húsnæðiskostnað en 38 þús. kr. á mánuði. Hvað segir neyslukönnun Hagstofunnar okkur um framfærslukostnað aldraðra? Eru útgjöld aldraðra að einhverju leyti önnur eða minni en útgjöld almennings? Ég held ekki. Ef eitthvað er þá eru þau meiri en hjá almenningi, þar eð aldraðir nota meiri lyf og læknishjálp en aðrir og fleiri sérstök útgjöld koma til þegar aldurinn færist yfir og heilsan versnar. Neyslukönnun Hagstofunnar er því jafngóð vísbending um framfærslukostnað aldraðra eins og almennings yfirleitt. Með hliðsjón af neyslukönnun Hagstofunnar má telja, að framfærslukostnaður aldraðra einstaklinga nemi a.m.k. 160 þús. kr. á mánuði án skatta. Með sköttum o.fl. nema útgjöld aldraðra mun hærri upphæð en 160 þús. kr. á mánuði. Ef lífeyrir aldraðra einstaklinga frá Tryggingastofnun, grunnlífeyrir, tekjutrygging o.fl., væri hækkaður í 160 þús. kr. á mánuði væri það alger lágmarkshækkun. Þar er um að ræða þá, sem ekki hafa lífeyri úr lífeyrissjóði. Það er lítill hópur eldri borgara og mundi ekki kosta stóra fjárhæð að leiðrétta kjör þessa hóps. Þessi hækkun ætti að vera fyrsta skrefið í leiðréttingu á kjörum aldraðra. Kjör annarra eldri borgara, hjóna, sambýlisfólks og þeirra sem njóta nokkurs lífeyris úr lífeyrissjóði þyrftu að batna samsvarandi. Samtök eldri borgara hafa lagt áherslu á leiðréttingu á kjörum þess hóps eldri borgara, sem eru með um og undir 110 þús. kr. á mánuði. Það er sá hópur, sem getið var um hér að framan, um 10 þús. manns. Þessi hópur hefur 45.860 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði og 64.860 kr. á mánuði frá Tryggingastofnun (grunnlífeyrir, tekjutrygging og eingreiðslur). Kaupmáttur lífeyris þessara ellilífeyrisþega hefur aðeins aukist um 13,1% frá 1995 og kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra aðeins aukist um 6,1%. Ef athugað er tímabilið frá 1988 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þessara eldri borgara lækkað um 6,5%. Já það er ótrúlegt: Frá 1988 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þessara eldri borgara lækkað um 6.5%. Þetta er smánarblettur á þjóðfélagi, sem kallar sig velferðarþjóðfélag. Það þarf að skila aftur því, sem haft hefur verið af þessum eldri borgurum frá 1988. Það þarf sem sagt að leiðrétta kjör þeirra sem svarar þeirri skerðingu, sem þeir hafa orðið fyrir frá þeim tíma. Framvegis eiga kjör aldraðra síðan ávallt að fylgja breytingum á launum á almennum markaði. En það er ekki nóg. Það þarf einnig að bæta kjör eldri borgara strax þannig að þau dugi fyrir eðlilegum framfærslukostnaði, þ.e. fari að lágmarki nú þegar í 160 þús. kr. á mánuði hjá einstaklingum. Það er sanngjörn og eðlileg krafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin segir, að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 55% á tímabilinu 1995-2007. En á sama tímabili eykst kaupmáttur ráðstöfunartekna stórs hluta ellilífeyrisþega (10 þús. manns) aðeins um 9,3%. Hvers eiga þessir eldri borgarar að gjalda. Hvers vegna hækkar kaupmáttur ráðstöfunartekna stórs hluta eldri borgara aðeins um brot af því sem kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings eykst um? Fróðlegt væri að fá svar við þeirri spurningu. Í rauninni ætti þetta að vera öfugt. Það ætti að auka kaupmátt ellilífeyris mun meira en kaupmátt almennra tekna. Þannig mætti leiðrétta kjör aldraðra. Engar opinberar athuganir hafa farið fram á því hver framfærslukostnaður aldraðra er. Hagstofan kannar neysluútgjöld almennings en athugar ekki sérstaklega útgjöld aldraðra eða annarra aldurshópa. Hagstofan kannar neyslu heimila og einstaklinga í landinu. Síðasta neyslukönnun Hagstofunnar fór fram árin 2000-2002 og var niðurstaða hennar birt á sl. ári. Samkvæmt henni eru meðaltalsútgjöld einstaklinga (einhleypinga) 161 þús kr. á mánuði, þ.e. neysluútgjöld. Meðtalin eru húsnæðisútgjöld, þ.e. húsaleiga og ígildi húsaleigu, kr. 38 þús. á mánuði. Afborganir og vextir er ekki meðtalið og heldur ekki fasteignakaup eða sparnaður. Tekjuskattar og fasteignagjöld eru ekki meðtalin og heldur ekki félagsgjöld eða lífeyrissjóðsgjöld.Það vantar því nokkuð af útgjöldum inn í tölur Hagstofunnar og munar þar mest um skattana. Húsnæðisliðurinn er einnig mjög lágur í neyslukönnun Hagstofunnar eða aðeins 38 þús. kr. á mánuði sem fyrr segir. Mjög margir aldraðir einstaklingar verða að greiða mun hærra í húsaleigu eða húsnæðiskostnað en 38 þús. kr. á mánuði. Hvað segir neyslukönnun Hagstofunnar okkur um framfærslukostnað aldraðra? Eru útgjöld aldraðra að einhverju leyti önnur eða minni en útgjöld almennings? Ég held ekki. Ef eitthvað er þá eru þau meiri en hjá almenningi, þar eð aldraðir nota meiri lyf og læknishjálp en aðrir og fleiri sérstök útgjöld koma til þegar aldurinn færist yfir og heilsan versnar. Neyslukönnun Hagstofunnar er því jafngóð vísbending um framfærslukostnað aldraðra eins og almennings yfirleitt. Með hliðsjón af neyslukönnun Hagstofunnar má telja, að framfærslukostnaður aldraðra einstaklinga nemi a.m.k. 160 þús. kr. á mánuði án skatta. Með sköttum o.fl. nema útgjöld aldraðra mun hærri upphæð en 160 þús. kr. á mánuði. Ef lífeyrir aldraðra einstaklinga frá Tryggingastofnun, grunnlífeyrir, tekjutrygging o.fl., væri hækkaður í 160 þús. kr. á mánuði væri það alger lágmarkshækkun. Þar er um að ræða þá, sem ekki hafa lífeyri úr lífeyrissjóði. Það er lítill hópur eldri borgara og mundi ekki kosta stóra fjárhæð að leiðrétta kjör þessa hóps. Þessi hækkun ætti að vera fyrsta skrefið í leiðréttingu á kjörum aldraðra. Kjör annarra eldri borgara, hjóna, sambýlisfólks og þeirra sem njóta nokkurs lífeyris úr lífeyrissjóði þyrftu að batna samsvarandi. Samtök eldri borgara hafa lagt áherslu á leiðréttingu á kjörum þess hóps eldri borgara, sem eru með um og undir 110 þús. kr. á mánuði. Það er sá hópur, sem getið var um hér að framan, um 10 þús. manns. Þessi hópur hefur 45.860 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði og 64.860 kr. á mánuði frá Tryggingastofnun (grunnlífeyrir, tekjutrygging og eingreiðslur). Kaupmáttur lífeyris þessara ellilífeyrisþega hefur aðeins aukist um 13,1% frá 1995 og kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra aðeins aukist um 6,1%. Ef athugað er tímabilið frá 1988 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þessara eldri borgara lækkað um 6,5%. Já það er ótrúlegt: Frá 1988 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þessara eldri borgara lækkað um 6.5%. Þetta er smánarblettur á þjóðfélagi, sem kallar sig velferðarþjóðfélag. Það þarf að skila aftur því, sem haft hefur verið af þessum eldri borgurum frá 1988. Það þarf sem sagt að leiðrétta kjör þeirra sem svarar þeirri skerðingu, sem þeir hafa orðið fyrir frá þeim tíma. Framvegis eiga kjör aldraðra síðan ávallt að fylgja breytingum á launum á almennum markaði. En það er ekki nóg. Það þarf einnig að bæta kjör eldri borgara strax þannig að þau dugi fyrir eðlilegum framfærslukostnaði, þ.e. fari að lágmarki nú þegar í 160 þús. kr. á mánuði hjá einstaklingum. Það er sanngjörn og eðlileg krafa.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun