Niðurstöðu að vænta hjá RÚV? 11. mars 2005 00:01 Fréttamenn Ríkisútvarpsins sitja nú og ákveða til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps. Menntamálaráðherra segist enga heimild hafa til að skipta sér af ráðningu Auðuns. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri ætlar ekki að veita nein viðtöl um ráðningu á nýjum og umdeildum fréttastjóra útvarps í dag, og hugsanlega ekki fyrr en eftir helgi. Þessar upplýsingar fengust á skrifstofu hans í morgun. Hann sagði þó í gær við Stöð 2 að það stæði ekki til að draga ráðninguna til baka. Stjórn Félags fréttamanna hittist klukkan tíu í morgun til að undirbúa tillögur um aðgerðir en fram kom í gær að uppsagnir væru íhugaðar. Nú stendur yfir fundur allra í félaginu með fulltrúa frá BHM sem ætlar að fara yfir þau úrræði sem löglegt er að grípa til. Enginn fréttatími hefur fallið niður í morgun og slíkt mun ekki standa til. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að hún líti það alvarlegum augum að starfsmenn Ríkisútvarpsins „hagi sér með þessum hætti“, eins og hún orðar það, og mun þar vera að vísa til þess að fréttir klukkan tíu í gærmorgun voru felldar niður. Þorgerður var spurð að því í gær, af fréttamanni Stöðvar 2 á Akureyri, hvort hún ætlaði að gera eitthvað til að höggva á hnútinn og svaraði því til að hún hefði enga heimild til þess. Það væri lögbrot. Spurð hvort fréttamenn geti unnið með Markúsi Erni, í ljósi þess að Félag fréttamanna hafi lýst yfir vantrausti á hann sem útvarpsstjóra, sagðist Þorgerður telja að það sé mögulegt og vísar í því sambandi í góða útkomu RÚV í könnunum um fréttaflutning. Það kemur fyrir að Völva vikunnar reynist sannspá. Hún spáði við upphaf þessa árs átökum á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Sagði hún að það yrðu heilmiklar deilur og leiðindi á fréttastofunni, og segir svo orðrétt: „Þar á bæ má engu breyta og allt of margir vilja stjórna.“ Síðar segir hún: „Bogi Ágústsson á í erfiðleikum með fólkið sitt á RÚV og virðist vera einangraður,“ og í því sambandi má hafa í huga að Bogi mælti sérstaklega með fimm umsækjendum um fréttastjórastöðuna. Auðun Georg var ekki einn af þeim. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Fréttamenn Ríkisútvarpsins sitja nú og ákveða til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps. Menntamálaráðherra segist enga heimild hafa til að skipta sér af ráðningu Auðuns. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri ætlar ekki að veita nein viðtöl um ráðningu á nýjum og umdeildum fréttastjóra útvarps í dag, og hugsanlega ekki fyrr en eftir helgi. Þessar upplýsingar fengust á skrifstofu hans í morgun. Hann sagði þó í gær við Stöð 2 að það stæði ekki til að draga ráðninguna til baka. Stjórn Félags fréttamanna hittist klukkan tíu í morgun til að undirbúa tillögur um aðgerðir en fram kom í gær að uppsagnir væru íhugaðar. Nú stendur yfir fundur allra í félaginu með fulltrúa frá BHM sem ætlar að fara yfir þau úrræði sem löglegt er að grípa til. Enginn fréttatími hefur fallið niður í morgun og slíkt mun ekki standa til. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að hún líti það alvarlegum augum að starfsmenn Ríkisútvarpsins „hagi sér með þessum hætti“, eins og hún orðar það, og mun þar vera að vísa til þess að fréttir klukkan tíu í gærmorgun voru felldar niður. Þorgerður var spurð að því í gær, af fréttamanni Stöðvar 2 á Akureyri, hvort hún ætlaði að gera eitthvað til að höggva á hnútinn og svaraði því til að hún hefði enga heimild til þess. Það væri lögbrot. Spurð hvort fréttamenn geti unnið með Markúsi Erni, í ljósi þess að Félag fréttamanna hafi lýst yfir vantrausti á hann sem útvarpsstjóra, sagðist Þorgerður telja að það sé mögulegt og vísar í því sambandi í góða útkomu RÚV í könnunum um fréttaflutning. Það kemur fyrir að Völva vikunnar reynist sannspá. Hún spáði við upphaf þessa árs átökum á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Sagði hún að það yrðu heilmiklar deilur og leiðindi á fréttastofunni, og segir svo orðrétt: „Þar á bæ má engu breyta og allt of margir vilja stjórna.“ Síðar segir hún: „Bogi Ágústsson á í erfiðleikum með fólkið sitt á RÚV og virðist vera einangraður,“ og í því sambandi má hafa í huga að Bogi mælti sérstaklega með fimm umsækjendum um fréttastjórastöðuna. Auðun Georg var ekki einn af þeim.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira