Útvarpsstjóri átti einn kost Jóhanna Sigþórsdóttir skrifar 11. mars 2005 00:01 Fréttamenn lýstu strax andstöðu við ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þeir hafa fundað tvo síðustu daga og rætt til hvaða aðgerða skuli gripið. Stjórn Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu ætlar að fara fram á rökstuðning frá Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra á þeirri ákvörðun sinni að ráða Auðun Georg Ólafsson í starf útvarpsstjóra, en hafna fimm reyndum umsækjendum. Stjórnin fer fram á slíkan rökstuðning verði útvarpsstjóri ekki við þeiri áskorun þeirra að draga ráðningu Auðuns Georgs til baka. Þetta sagði Jón Gunnar Gjétarsson formaður félagsins í gær. Markús Örn hefur neitað fjölmiðlum um viðtöl en heimildir Fréttablaðsins innan Ríkisútvarpsins segja Markús hafa bent á það ráðningunni til stuðnings að Auðun Georg hafi fengið stuðning meirihluta fulltrúa í útvarpsráði. Enginn annar en Auðun hafi fengið atkvæði hjá þessum lögbundna umsagnaraðila og ekki sé vitað um nein dæmi þess í sögu Ríkisútvarpsins að útvarpsstjóri hafi hunsað niðurstöðu ráðsins svo rækilega að ráða til starfa umsækjanda, sem ekki hafi komst á blað hjá útvarpsráði, eftir að fyrir hafi legið stuðningur meirihluta þess við annan umsækjanda. Ekki vitað um nein dæmi þess að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi hunsað niðurstöðu útvarpsráðs svo rækilega að ráða til starfa umsækjanda sem ekki komst á blað hjá ráðinu eftir að fyrir hafi legið stuðningur við annan umsækjanda. Útvarpsstjóri mun jafnframt hafa litið til þess að fréttastofa útvarps hafi mörg undanfarin ár farið sex til átta prósent fram úr fjárheimildum. Það séu umtalsverðar fjárhæðir fyrir deild sem hafi fengið vel á annað hundrað milljónir króna til ráðstöfunar samkvæmt áætlun hvers árs, rúmar 150 milljónir á ári síðustu tvö árin. Útvarpsráð, sem fjalli um fjármál Ríkisútvarpsins í höfuðdráttum, hafi gert athugasemdir við þetta og því sé engin goðgá að hugað sé að þessu þegar nýr fréttastjóri er ráðinn. Ritstjórnarlegur ábyrgðarmaður Hvað varði hina miklu ritstjórnarlegu ábyrgð, sem rætt hafi verið um að fylgi fréttastjórastarfinu og verði að byggjast á mikilli reynslu, herma heimildir blaðsins að Markús Örn líti svo á að Bogi Ágústsson, sem forstöðumaður fréttasviðs RÚV, sé ritstjórnarlegur ábyrgðarmaður allrar fréttaþjónustu Ríkisútvarpsins, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Hann svari fyrir allt fréttasviðið út á við og sé í forsvari fyrir það faglega á fundum útvarpsráðs og í framkvæmdastjórn RÚV. Jón Gunnar Grétarsson. Fréttamenn bíða viðbragða frá útvarpsstjóra og nýráðnum fréttastjóra. Hvað það varðar að Auðun Georg er sagður framsóknarmaður þá hafi helst verið sagt því til stuðnings að afi hans væri Hannes Jónsson fyrrverandi sendiherra og blaðafulltrúi ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar um það leyti sem Auðun hefði fæðst. Þá þyki það tortryggilegt að hann umgangist Steingrím J. Ólafsson, fyrrverandi fréttamann á Stöð 2, sem er í dag upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Hægt sé að benda á mörg dæmi á RÚV þar sem góðir og gegnir fréttamenn eigi að baki pólitískan feril í hinum ýmsu ungliðasamtökum og í stúdentapóltík. Gagnrýnt hefur verið að 34 ára gamall maður, í þessu tilviki Auðun Georg, búi ekki yfir sömu reynslu og fólk um fimmtugt og enn eldra sem starfað hefur hjá RÚV með miklum ágætum í áraraðir. Til að svara þessu er útvarpsstjóri sagður hafa bent á ráðningu nýs forstjóra Flugleiða svo og ungs bankastjóra Íslandsbanka á sínum tíma. Þá megi rifja upp að Matthías Jóhannessen hafi orðið ritstjóri Moggans 29 ára. Í kjölfar þessa hafi útvarpsstjóri spurt hvort áhersla á reynslu og fyrri störf eigi að verða til þess að ungt og vel menntað fólk eigi alls ekki að vera gjaldgengt í stjórnunarstöf hjá RÚV fyrir æsku sakir. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Stjórn Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu ætlar að fara fram á rökstuðning frá Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra á þeirri ákvörðun sinni að ráða Auðun Georg Ólafsson í starf útvarpsstjóra, en hafna fimm reyndum umsækjendum. Stjórnin fer fram á slíkan rökstuðning verði útvarpsstjóri ekki við þeiri áskorun þeirra að draga ráðningu Auðuns Georgs til baka. Þetta sagði Jón Gunnar Gjétarsson formaður félagsins í gær. Markús Örn hefur neitað fjölmiðlum um viðtöl en heimildir Fréttablaðsins innan Ríkisútvarpsins segja Markús hafa bent á það ráðningunni til stuðnings að Auðun Georg hafi fengið stuðning meirihluta fulltrúa í útvarpsráði. Enginn annar en Auðun hafi fengið atkvæði hjá þessum lögbundna umsagnaraðila og ekki sé vitað um nein dæmi þess í sögu Ríkisútvarpsins að útvarpsstjóri hafi hunsað niðurstöðu ráðsins svo rækilega að ráða til starfa umsækjanda, sem ekki hafi komst á blað hjá útvarpsráði, eftir að fyrir hafi legið stuðningur meirihluta þess við annan umsækjanda. Ekki vitað um nein dæmi þess að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi hunsað niðurstöðu útvarpsráðs svo rækilega að ráða til starfa umsækjanda sem ekki komst á blað hjá ráðinu eftir að fyrir hafi legið stuðningur við annan umsækjanda. Útvarpsstjóri mun jafnframt hafa litið til þess að fréttastofa útvarps hafi mörg undanfarin ár farið sex til átta prósent fram úr fjárheimildum. Það séu umtalsverðar fjárhæðir fyrir deild sem hafi fengið vel á annað hundrað milljónir króna til ráðstöfunar samkvæmt áætlun hvers árs, rúmar 150 milljónir á ári síðustu tvö árin. Útvarpsráð, sem fjalli um fjármál Ríkisútvarpsins í höfuðdráttum, hafi gert athugasemdir við þetta og því sé engin goðgá að hugað sé að þessu þegar nýr fréttastjóri er ráðinn. Ritstjórnarlegur ábyrgðarmaður Hvað varði hina miklu ritstjórnarlegu ábyrgð, sem rætt hafi verið um að fylgi fréttastjórastarfinu og verði að byggjast á mikilli reynslu, herma heimildir blaðsins að Markús Örn líti svo á að Bogi Ágústsson, sem forstöðumaður fréttasviðs RÚV, sé ritstjórnarlegur ábyrgðarmaður allrar fréttaþjónustu Ríkisútvarpsins, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Hann svari fyrir allt fréttasviðið út á við og sé í forsvari fyrir það faglega á fundum útvarpsráðs og í framkvæmdastjórn RÚV. Jón Gunnar Grétarsson. Fréttamenn bíða viðbragða frá útvarpsstjóra og nýráðnum fréttastjóra. Hvað það varðar að Auðun Georg er sagður framsóknarmaður þá hafi helst verið sagt því til stuðnings að afi hans væri Hannes Jónsson fyrrverandi sendiherra og blaðafulltrúi ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar um það leyti sem Auðun hefði fæðst. Þá þyki það tortryggilegt að hann umgangist Steingrím J. Ólafsson, fyrrverandi fréttamann á Stöð 2, sem er í dag upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Hægt sé að benda á mörg dæmi á RÚV þar sem góðir og gegnir fréttamenn eigi að baki pólitískan feril í hinum ýmsu ungliðasamtökum og í stúdentapóltík. Gagnrýnt hefur verið að 34 ára gamall maður, í þessu tilviki Auðun Georg, búi ekki yfir sömu reynslu og fólk um fimmtugt og enn eldra sem starfað hefur hjá RÚV með miklum ágætum í áraraðir. Til að svara þessu er útvarpsstjóri sagður hafa bent á ráðningu nýs forstjóra Flugleiða svo og ungs bankastjóra Íslandsbanka á sínum tíma. Þá megi rifja upp að Matthías Jóhannessen hafi orðið ritstjóri Moggans 29 ára. Í kjölfar þessa hafi útvarpsstjóri spurt hvort áhersla á reynslu og fyrri störf eigi að verða til þess að ungt og vel menntað fólk eigi alls ekki að vera gjaldgengt í stjórnunarstöf hjá RÚV fyrir æsku sakir.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira