Hafísinn hamlaði skipaumferð 13. mars 2005 00:01 "Við máttum prísa okkur sæla að vera ekki mikið seinna á ferð enda var flóinn við það að lokast," sagði Stefán Sigurðsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Árbaki, en hann lenti í hrakningum vegna hafíss í Húnaflóa í gærdag. Allt fór vel að lokum en Stefán sagði að litlu hefði munað og stýra hefði þurft skipinu því sem næst upp í land Skagafjarðarmegin til að komast á auðan sjó. Eitthvað var um að önnur skip og bátar lentu í tímabundnum vandræðum vegna íssins en sökum brælu víða á miðum fyrir norðan fóru mun færri skip út en ella. Olíuskip sem lagði af stað frá Akureyri áleiðis til meginlands Evrópu undir morgun sneri við til hafnar þegar ljóst var orðið að talsverður ís var í mynni Eyjafjarðar. Þrír aðrir bátar lentu einnig í smávægilegum vandræðum þar en komust um síðir farsællega burt. Skipstjóri rækjuveiðibáts frá Húsavík taldi sig heppinn að komast hjá tjóni í Húnaflóa og um kvöldmatarleytið í gærkvöld var hafís kominn inn á flesta firði og flóa fyrir norðan landið. Húnaflóinn var við að lokast og umferð þar orðin afar varhugaverð. Steinn Leó Rögnvaldsson, bóndi að Hrauni á Skaga, sagði eitthvað af ís farið að berast inn á Skagafjörðinn og fylla smærri víkur við mynnið en ísinn væri laus í sér og líklegur til að bráðna fljótlega. "Það er þó enn talsvert magn að berast inn fjörðinn enda gola af norðri og eitthvað á eftir að bæta í áður en hann fer að bráðna." "Það hefur verið áberandi hvað ísinn hefur heldur leitað vestur á bóginn í dag," sagði Hafþór Þorvaldsson, skipstjóri á Röstinni frá Sauðárkróki, en skipið hefur verið rækjuveiðum á Skjálfanda síðustu daga. Hafþór sagðist ekki haft lent í ís sem neinu næmi en stór ísrönd væri vel sjáanleg skammt frá og stöku jakar ættu leið hjá. Ekkert ískönnunarflug var flogið í gær og staðan óviss fyrir vestan og austan en þeir sjómenn sem Fréttablaðið náði tali af á þessum stöðum höfðu ekki orðið varir við mikinn ís í gærkvöld. Í Grímsey var staðan betri en í fyrradag þar sem mestur ísinn var farinn framhjá eynni. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
"Við máttum prísa okkur sæla að vera ekki mikið seinna á ferð enda var flóinn við það að lokast," sagði Stefán Sigurðsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Árbaki, en hann lenti í hrakningum vegna hafíss í Húnaflóa í gærdag. Allt fór vel að lokum en Stefán sagði að litlu hefði munað og stýra hefði þurft skipinu því sem næst upp í land Skagafjarðarmegin til að komast á auðan sjó. Eitthvað var um að önnur skip og bátar lentu í tímabundnum vandræðum vegna íssins en sökum brælu víða á miðum fyrir norðan fóru mun færri skip út en ella. Olíuskip sem lagði af stað frá Akureyri áleiðis til meginlands Evrópu undir morgun sneri við til hafnar þegar ljóst var orðið að talsverður ís var í mynni Eyjafjarðar. Þrír aðrir bátar lentu einnig í smávægilegum vandræðum þar en komust um síðir farsællega burt. Skipstjóri rækjuveiðibáts frá Húsavík taldi sig heppinn að komast hjá tjóni í Húnaflóa og um kvöldmatarleytið í gærkvöld var hafís kominn inn á flesta firði og flóa fyrir norðan landið. Húnaflóinn var við að lokast og umferð þar orðin afar varhugaverð. Steinn Leó Rögnvaldsson, bóndi að Hrauni á Skaga, sagði eitthvað af ís farið að berast inn á Skagafjörðinn og fylla smærri víkur við mynnið en ísinn væri laus í sér og líklegur til að bráðna fljótlega. "Það er þó enn talsvert magn að berast inn fjörðinn enda gola af norðri og eitthvað á eftir að bæta í áður en hann fer að bráðna." "Það hefur verið áberandi hvað ísinn hefur heldur leitað vestur á bóginn í dag," sagði Hafþór Þorvaldsson, skipstjóri á Röstinni frá Sauðárkróki, en skipið hefur verið rækjuveiðum á Skjálfanda síðustu daga. Hafþór sagðist ekki haft lent í ís sem neinu næmi en stór ísrönd væri vel sjáanleg skammt frá og stöku jakar ættu leið hjá. Ekkert ískönnunarflug var flogið í gær og staðan óviss fyrir vestan og austan en þeir sjómenn sem Fréttablaðið náði tali af á þessum stöðum höfðu ekki orðið varir við mikinn ís í gærkvöld. Í Grímsey var staðan betri en í fyrradag þar sem mestur ísinn var farinn framhjá eynni.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira