Snúast blöðin gegn Blair? Guðmundur Magnússon skrifar 14. mars 2005 00:01 Bresk dagblöð eru pólitískari en við eigum að venjast víðast hvar á Vesturlöndum. Þótt því fari fjarri að þau séu flokksblöð eins og tíðkuðust hér á landi til skamms tíma hika bresku blöðin ekki við að taka afstöðu með eða móti stjórnmálaflokkum í kosningum. Afstaða blaðanna birtist þá ekki aðeins í ritstjórnargreinum heldur getur hún litað allan fréttaflutning þeirra. Þetta á ekki síst við um svokölluð götublöð, síðdegisblöðin sem stundum eru kölluð "gula pressan". Nú eru kosningar framundan í Bretlandi. Einhvern næstu daga verður tilkynnt um kjördag sem verður í maí. Tony Blair forsætisráðherra hefur á valdaferli sínum átt því láni að fagna að njóta mikils velvilja hjá pressunni. Það hefur verið að breytast á undanförnum mánuðum. Blöðin eru orðin miklu gagnrýnni og neikvæðari í hans garð. Íraksmálið á drjúgan þátt í því en mörg fleiri mál eiga einnig þátt í þessari breytingu. Sumir trúa því að afstaða blaðanna geti ráðið úrslitum um hvort ríkisstjórn Verkamannaflokksins fellur eða heldur velli í kosningunum. Það er umdeilanlegt. Þótt engir neiti því að dagblöð hafi mikil hrif á skoðanamyndun hefur ekki verið sýnt fram á það í kosningarannsóknum að einhlít fylgni sé á milli stefnu blaðanna og kosningahegðunar lesenda þeirra.Engir trúa eins mikið á áhrifamátt fjölmiðla og stjórnmálamenn.Um allan heim eru þeir gagnteknir þeirri hugmynd að fjölmiðlar ráði úrslitum um velgengni þeirra. Tony Blair hefur verið í þessum hópi. Allan valdaferil sinn - og raunar áður en hann varð forsætisráðherra - hefur hann lagt gífurlega áherslu á að mynda traust og vinsamlegt samband við helstu fjölmiðla. Þess vegna er sú staða sem nú er komin upp í Bretlandi honum mikil vonbrigði. Fjallað er um samband Blair og bresku blaðanna í nýjasta hefti vikuritsins Economist í tilefni af útkomu bókar þar sem fyrrverandi ritstjóri götublaðsins Daily Mirror, Piers Morgan, rekur einkar hreinskilnislega samskipti sín við forsætisráðherrann og fleiri fyrirmenn. Morgan segir að á ferli sínum hafi hann tuttugu og tvisvar sinnum snætt hádegisverð með Blair, sex sinnum kvöldverð, tekið við hann sex einkaviðtöl og tuttugu og fjórum sinnum hitt hann í óformlegu tveggja manna spjalli yfir tebolla fyrir utan ófá samtöl í síma. Þetta kallar Economist "phenomenal investment of time in Mr. Morgan," sem blaðið segir að hafi aðallega skrifað um afþreyingariðnaðinn áður en hann varð ritstjóri og hafi enga þekkingu haft á stjórnmálum er hann var leiddur til öndvegis á Mirror. Þessi staðhæfing passar við frásögn Morgan sjálfs en í bókinni segir hann meðal annars frá einkaheimsókn sinni á sveitasetur breska forsætisráðherrans nokkru eftir að hann varð ritstjóri. Þegar þeir gengu þar um ganga benti Blair á myndir af fyrirrennurum sínum á ráðherrastól og spurði hvort Morgan þekkti þá. Hann varð ekki lítið hrifin af því hve ritstjórinn var vel að sér. Þekkti þá bara alla! En Morgan upplýsir í bókinni að hann hafi bara lesið nöfnin af spjaldi sem fest var á ramma myndanna! Í bók Morgan er sagt frá grunsemdum ritstjórans fyrrverandi um að Blair hafi "haldið fram hjá sér" með því að leka skipulega áhugaverðum fréttum í samkeppnisblaðið Sun sem er útbreiddasta og áhrifamesta dagblað Bretlands. Auðvitað þurfti - og þarf - Blair líka á vinsemd þess að halda. Morgan telur að ástæðan fyrir því að Blair ræktar sambandið við Sun enn betur en við Mirror sé sú að hann telji sig ekki geta gengið að stuðningi blaðsins vísum (það er partur af hinum dyntótta Murdoch-fjölmiðlaveldi). Aftur á móti er Mirror hefðbundið stuðningsblað Verkamannaflokksins. En í Íraksmálinu hefur blaðið þó snúist gegn flokknum og Blair og þannig hefnt sín á daðri forsætisráðherrans við Sun. Fram kemur í Economist að Blair reyni að haga seglum eftir því hvernig vindar blása hjá Robert Murdoch fjölmiðlakóngi. Þannig reyni hann að hafa Sun sér hliðhollt. Hann viti til dæmis að Murdoch sé lítið hrifinn af Evrópusambandinu og þess vegna fari hann alltaf hægt í sakirnar þegar málefni þess séu á dagskrá. Sagt er að ákvörðun Blair um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um fyrirhugaða stjórnarskrá ESB hafi verð tekin eftir fundi með nánasta ráðgjafa og hugmyndafræðingi Murdochs, Irwin Stelzer. Í þeirri ákvörðun fólst algjör stefnubreyting. Líklega var það ekki tilviljun að Sun skýrði frá því að nokkrum vikum áður en ákvörðun Blair var kynnt að þjóðaratkvæðagreiðsla væri í vændum. Kannski nægir þetta til þess að Sun muni styðja Blair í kosningunum sem framundan eru. En blaðið leyfir sér hins vegar að gagnrýna hann í ýmsum málum og umfjöllun þess um embættisverk hans hefur á köflum verið óvægin undanfarna mánuði. Hin tvö síðdegisblöðin, Daily Mail og Daily Express, hafa snúist gegn Blair og hann er sagður hafa gefist upp á því að reyna að fá þau á sitt band. Það er ekki bara skortur á stuðningi þessara blaða sem vekur Blair áhyggjur heldur hve miskunnarlaus blöðin eru orðin í umfjöllun um hann og stjórnarstefnuna. Telja menn Blairs að það geti orðið honum hættulegt þegar út í kosningabaráttuna kemur. Á móti vegur að "virðulegri" dagblöð eins og Times, Financial Times og Guardian munu að öllum líkindum lýsa yfir stuðningi við Verkamannaflokkinn. Áhrif þeirra á hinn almenna kjósanda eru þó talin mun minni en götublaðanna. Daily Telegraph styður sem fyrr Íhaldsflokkinn. "Fyrr mun það rotna í helvíti" segir Economist! En getur verið að stöðugar áhyggjur og svefnlausar nætur Blair og vefara hans á spunaverkstæðinu í Downing Street séu ástæðulausar? Að áhrifamáttur blaðanna sé stórlega ýktur og það sé eitthvað annað en uppsláttur þeirra og fréttameðferð sem ráði kosningahegðun á endanum? Economist segir frá nýrri könnun sem leiðir í ljós að á síðustu þremur árum hafi stuðningur lesenda Sun við forsætisráðherrann minnkað úr 61% í 45%. En könnunin sýnir einnig að stuðningur lesenda andstæðingablaðsins Daily Mail hefur minnkað í nánast sama hlutfalli, úr 31% í 25%. Það bendir ekki til sérstakra áhrifa Sun á kjósendur. Kannski var allt flaðrið utan í Piers Morgan tilgangslaust segir Economist.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Bresk dagblöð eru pólitískari en við eigum að venjast víðast hvar á Vesturlöndum. Þótt því fari fjarri að þau séu flokksblöð eins og tíðkuðust hér á landi til skamms tíma hika bresku blöðin ekki við að taka afstöðu með eða móti stjórnmálaflokkum í kosningum. Afstaða blaðanna birtist þá ekki aðeins í ritstjórnargreinum heldur getur hún litað allan fréttaflutning þeirra. Þetta á ekki síst við um svokölluð götublöð, síðdegisblöðin sem stundum eru kölluð "gula pressan". Nú eru kosningar framundan í Bretlandi. Einhvern næstu daga verður tilkynnt um kjördag sem verður í maí. Tony Blair forsætisráðherra hefur á valdaferli sínum átt því láni að fagna að njóta mikils velvilja hjá pressunni. Það hefur verið að breytast á undanförnum mánuðum. Blöðin eru orðin miklu gagnrýnni og neikvæðari í hans garð. Íraksmálið á drjúgan þátt í því en mörg fleiri mál eiga einnig þátt í þessari breytingu. Sumir trúa því að afstaða blaðanna geti ráðið úrslitum um hvort ríkisstjórn Verkamannaflokksins fellur eða heldur velli í kosningunum. Það er umdeilanlegt. Þótt engir neiti því að dagblöð hafi mikil hrif á skoðanamyndun hefur ekki verið sýnt fram á það í kosningarannsóknum að einhlít fylgni sé á milli stefnu blaðanna og kosningahegðunar lesenda þeirra.Engir trúa eins mikið á áhrifamátt fjölmiðla og stjórnmálamenn.Um allan heim eru þeir gagnteknir þeirri hugmynd að fjölmiðlar ráði úrslitum um velgengni þeirra. Tony Blair hefur verið í þessum hópi. Allan valdaferil sinn - og raunar áður en hann varð forsætisráðherra - hefur hann lagt gífurlega áherslu á að mynda traust og vinsamlegt samband við helstu fjölmiðla. Þess vegna er sú staða sem nú er komin upp í Bretlandi honum mikil vonbrigði. Fjallað er um samband Blair og bresku blaðanna í nýjasta hefti vikuritsins Economist í tilefni af útkomu bókar þar sem fyrrverandi ritstjóri götublaðsins Daily Mirror, Piers Morgan, rekur einkar hreinskilnislega samskipti sín við forsætisráðherrann og fleiri fyrirmenn. Morgan segir að á ferli sínum hafi hann tuttugu og tvisvar sinnum snætt hádegisverð með Blair, sex sinnum kvöldverð, tekið við hann sex einkaviðtöl og tuttugu og fjórum sinnum hitt hann í óformlegu tveggja manna spjalli yfir tebolla fyrir utan ófá samtöl í síma. Þetta kallar Economist "phenomenal investment of time in Mr. Morgan," sem blaðið segir að hafi aðallega skrifað um afþreyingariðnaðinn áður en hann varð ritstjóri og hafi enga þekkingu haft á stjórnmálum er hann var leiddur til öndvegis á Mirror. Þessi staðhæfing passar við frásögn Morgan sjálfs en í bókinni segir hann meðal annars frá einkaheimsókn sinni á sveitasetur breska forsætisráðherrans nokkru eftir að hann varð ritstjóri. Þegar þeir gengu þar um ganga benti Blair á myndir af fyrirrennurum sínum á ráðherrastól og spurði hvort Morgan þekkti þá. Hann varð ekki lítið hrifin af því hve ritstjórinn var vel að sér. Þekkti þá bara alla! En Morgan upplýsir í bókinni að hann hafi bara lesið nöfnin af spjaldi sem fest var á ramma myndanna! Í bók Morgan er sagt frá grunsemdum ritstjórans fyrrverandi um að Blair hafi "haldið fram hjá sér" með því að leka skipulega áhugaverðum fréttum í samkeppnisblaðið Sun sem er útbreiddasta og áhrifamesta dagblað Bretlands. Auðvitað þurfti - og þarf - Blair líka á vinsemd þess að halda. Morgan telur að ástæðan fyrir því að Blair ræktar sambandið við Sun enn betur en við Mirror sé sú að hann telji sig ekki geta gengið að stuðningi blaðsins vísum (það er partur af hinum dyntótta Murdoch-fjölmiðlaveldi). Aftur á móti er Mirror hefðbundið stuðningsblað Verkamannaflokksins. En í Íraksmálinu hefur blaðið þó snúist gegn flokknum og Blair og þannig hefnt sín á daðri forsætisráðherrans við Sun. Fram kemur í Economist að Blair reyni að haga seglum eftir því hvernig vindar blása hjá Robert Murdoch fjölmiðlakóngi. Þannig reyni hann að hafa Sun sér hliðhollt. Hann viti til dæmis að Murdoch sé lítið hrifinn af Evrópusambandinu og þess vegna fari hann alltaf hægt í sakirnar þegar málefni þess séu á dagskrá. Sagt er að ákvörðun Blair um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um fyrirhugaða stjórnarskrá ESB hafi verð tekin eftir fundi með nánasta ráðgjafa og hugmyndafræðingi Murdochs, Irwin Stelzer. Í þeirri ákvörðun fólst algjör stefnubreyting. Líklega var það ekki tilviljun að Sun skýrði frá því að nokkrum vikum áður en ákvörðun Blair var kynnt að þjóðaratkvæðagreiðsla væri í vændum. Kannski nægir þetta til þess að Sun muni styðja Blair í kosningunum sem framundan eru. En blaðið leyfir sér hins vegar að gagnrýna hann í ýmsum málum og umfjöllun þess um embættisverk hans hefur á köflum verið óvægin undanfarna mánuði. Hin tvö síðdegisblöðin, Daily Mail og Daily Express, hafa snúist gegn Blair og hann er sagður hafa gefist upp á því að reyna að fá þau á sitt band. Það er ekki bara skortur á stuðningi þessara blaða sem vekur Blair áhyggjur heldur hve miskunnarlaus blöðin eru orðin í umfjöllun um hann og stjórnarstefnuna. Telja menn Blairs að það geti orðið honum hættulegt þegar út í kosningabaráttuna kemur. Á móti vegur að "virðulegri" dagblöð eins og Times, Financial Times og Guardian munu að öllum líkindum lýsa yfir stuðningi við Verkamannaflokkinn. Áhrif þeirra á hinn almenna kjósanda eru þó talin mun minni en götublaðanna. Daily Telegraph styður sem fyrr Íhaldsflokkinn. "Fyrr mun það rotna í helvíti" segir Economist! En getur verið að stöðugar áhyggjur og svefnlausar nætur Blair og vefara hans á spunaverkstæðinu í Downing Street séu ástæðulausar? Að áhrifamáttur blaðanna sé stórlega ýktur og það sé eitthvað annað en uppsláttur þeirra og fréttameðferð sem ráði kosningahegðun á endanum? Economist segir frá nýrri könnun sem leiðir í ljós að á síðustu þremur árum hafi stuðningur lesenda Sun við forsætisráðherrann minnkað úr 61% í 45%. En könnunin sýnir einnig að stuðningur lesenda andstæðingablaðsins Daily Mail hefur minnkað í nánast sama hlutfalli, úr 31% í 25%. Það bendir ekki til sérstakra áhrifa Sun á kjósendur. Kannski var allt flaðrið utan í Piers Morgan tilgangslaust segir Economist.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun