Sædís heldur vel utan um sjómenn 15. mars 2005 00:01 "Við höfum náttúrlega verið að þjónusta sjávarútveginn í meira en fimmtíu ár og fyrstu sjómannadýnurnar okkar voru framleiddar um árið 1950. Við höfum þróað þessar dýnur alla leið síðan til að falla sem best inn í þær aðstæður sem sjómenn búa við. Þær eru auðvitað allt aðrar en á landi því skipið vaggar og öldurnar dynja á því," segir Halldór Snædal, sölustjóri Lystadún-Marco. "Nýjasta dýnan okkar kallast Sædís og við höfum unnið að þróun hennar í fjögur ár. Sædís er allt öðruvísi en fyrri dýnur, hún er lagskipt og á yfirborðinu er mjúkur þrýstijöfnunarsvampur. Það lag formast um sjómanninn og hann hreyfist minna í öldugangi. Undirlagið er líka mýkra en áður og virkar eiginlega sem stuðdempari og tekur stærstu og mestu höggin af sjómanninum. Kantarnir á dýnunni eru stífir og því myndar dýnan eins konar vöggu utan um sjómanninn." "Allur öryggisbúnaður sjómanna dugar skammt þegar þeir fá ekki hvíld á lélegum dýnum og geta varla staðið fyrir þreytu. Sædís einangrar mjög vel og því ná sjómenn upp líkamshita fljótt og sofna fyrr. Á lélegum dýnum tekur það allt upp í klukkutíma að ná upp líkamshita og það er líka erfitt að sofna þegar öldugangur úti fyrir leiðir inn í líkama sjómannsins. Þeir sem hvílast vel missa færri túra vegna bakeymsla og veikinda og því sparar dýnan útgerðunum gríðarlegan pening," segir Halldór. Heilsa Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Við höfum náttúrlega verið að þjónusta sjávarútveginn í meira en fimmtíu ár og fyrstu sjómannadýnurnar okkar voru framleiddar um árið 1950. Við höfum þróað þessar dýnur alla leið síðan til að falla sem best inn í þær aðstæður sem sjómenn búa við. Þær eru auðvitað allt aðrar en á landi því skipið vaggar og öldurnar dynja á því," segir Halldór Snædal, sölustjóri Lystadún-Marco. "Nýjasta dýnan okkar kallast Sædís og við höfum unnið að þróun hennar í fjögur ár. Sædís er allt öðruvísi en fyrri dýnur, hún er lagskipt og á yfirborðinu er mjúkur þrýstijöfnunarsvampur. Það lag formast um sjómanninn og hann hreyfist minna í öldugangi. Undirlagið er líka mýkra en áður og virkar eiginlega sem stuðdempari og tekur stærstu og mestu höggin af sjómanninum. Kantarnir á dýnunni eru stífir og því myndar dýnan eins konar vöggu utan um sjómanninn." "Allur öryggisbúnaður sjómanna dugar skammt þegar þeir fá ekki hvíld á lélegum dýnum og geta varla staðið fyrir þreytu. Sædís einangrar mjög vel og því ná sjómenn upp líkamshita fljótt og sofna fyrr. Á lélegum dýnum tekur það allt upp í klukkutíma að ná upp líkamshita og það er líka erfitt að sofna þegar öldugangur úti fyrir leiðir inn í líkama sjómannsins. Þeir sem hvílast vel missa færri túra vegna bakeymsla og veikinda og því sparar dýnan útgerðunum gríðarlegan pening," segir Halldór.
Heilsa Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira