Hláturinn lengir lífið Guðmundur Magnússon skrifar 16. mars 2005 00:01 Vísindin efla alla dáð. Og þau leysa á endanum allar ráðgátur. Nú hafa þau til dæmis nýskeð svarað þeirri áleitnu spurningu hvers vegna aldrað fólk er alltaf svona glatt í geði. Hver er skýringin á því að við sjáum svo til eingöngu brosmild andlit á elliheimilum? Jú, samkvæmt frásögn vísindafréttaritsins New Scientist fyrir nokkrum dögum er skýringin sú að þetta fólk hefur alla sína ævi verið létt í lund og hlegið reglulega af hjartans lyst. Þegar við svipumst um og undrumst að sjá hvergi aldraða með önugan svip er ástæðan sú að þeir eru flestir hrokknir upp af. Það lengir nefnilega lífið umtalsvert að hlæja og hafa gaman af tilverunni. Þetta er svosem ekki ný uppgötvun. Alþýðuspekin í málshættinum segir: "Hláturinn lengir lífið". Og þegar fræðimaðurinn Michael Miller við læknisfræðimiðstöð Maryland-háskóla fór að grafast fyrir um hvort þessi speki væri á rökum reist komst hann að því að svo er. Í mikilli rannsóknarritgerð sýnir hann fram á að hlátur auki blóðstreymi um líkamann og fái okkur til að slaka á. Hann ályktar að góður hlátur sé ígildi reglulegrar líkamsræktar. "Þrjatíu mínútur af líkamsrækt þrisvar í viku og fimmtán mínútur af hjartanlegum hlátri á hverjum degi" - þetta er uppskriftin að langlífi samkvæmt niðurstöðu Miller. Grein hans í heild má lesa í New Scientist 12. mars sl. Við Íslendingar þurftum svo sem ekkert að láta amerískan vísindamann segja okkur þetta. Hér eru starfandi samtök sem halda úti frábærri vefsíðu, hlatur.is, og er markmið þeirra eftirfarandi: - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs á öllum aldursskeiðum! - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs og húmors í uppeldi barna og unglinga! - að opna augu hjóna/sambýlisfólks fyrir mikilvægi hláturs á heimilum! - að vekja athygli fólks á mikilvægi þess að hlæja með öldruðu fólki! - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs á vinnustöðum! - að hvetja alla til að hlæja meira í daglegu lífi! - að taka þátt í að kynna nýjustu rannsóknir á hlátri og húmor! - að taka þátt í fræðslu um hlátur og húmor sem fyrirbyggjandi lífsmáta! - að taka þátt í fræðslu um hlátur og húmor í meðferðarskyni! - að taka virkan þátt í að kynna hláturjóga fyrir landsmönnum! - að vekja athygli fólk á mikilvægi þess að hlæja á erfiðum tímum! - að standa fyrir árlegri hlátursmiðju með vel þekktum hláturvísindamönnum! Og ekki væri nú verra ef einhverjir lesendur gaukuðu að okkur skemmtilegum bröndurum hér að neðan. Orðið er laust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Vísindin efla alla dáð. Og þau leysa á endanum allar ráðgátur. Nú hafa þau til dæmis nýskeð svarað þeirri áleitnu spurningu hvers vegna aldrað fólk er alltaf svona glatt í geði. Hver er skýringin á því að við sjáum svo til eingöngu brosmild andlit á elliheimilum? Jú, samkvæmt frásögn vísindafréttaritsins New Scientist fyrir nokkrum dögum er skýringin sú að þetta fólk hefur alla sína ævi verið létt í lund og hlegið reglulega af hjartans lyst. Þegar við svipumst um og undrumst að sjá hvergi aldraða með önugan svip er ástæðan sú að þeir eru flestir hrokknir upp af. Það lengir nefnilega lífið umtalsvert að hlæja og hafa gaman af tilverunni. Þetta er svosem ekki ný uppgötvun. Alþýðuspekin í málshættinum segir: "Hláturinn lengir lífið". Og þegar fræðimaðurinn Michael Miller við læknisfræðimiðstöð Maryland-háskóla fór að grafast fyrir um hvort þessi speki væri á rökum reist komst hann að því að svo er. Í mikilli rannsóknarritgerð sýnir hann fram á að hlátur auki blóðstreymi um líkamann og fái okkur til að slaka á. Hann ályktar að góður hlátur sé ígildi reglulegrar líkamsræktar. "Þrjatíu mínútur af líkamsrækt þrisvar í viku og fimmtán mínútur af hjartanlegum hlátri á hverjum degi" - þetta er uppskriftin að langlífi samkvæmt niðurstöðu Miller. Grein hans í heild má lesa í New Scientist 12. mars sl. Við Íslendingar þurftum svo sem ekkert að láta amerískan vísindamann segja okkur þetta. Hér eru starfandi samtök sem halda úti frábærri vefsíðu, hlatur.is, og er markmið þeirra eftirfarandi: - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs á öllum aldursskeiðum! - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs og húmors í uppeldi barna og unglinga! - að opna augu hjóna/sambýlisfólks fyrir mikilvægi hláturs á heimilum! - að vekja athygli fólks á mikilvægi þess að hlæja með öldruðu fólki! - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs á vinnustöðum! - að hvetja alla til að hlæja meira í daglegu lífi! - að taka þátt í að kynna nýjustu rannsóknir á hlátri og húmor! - að taka þátt í fræðslu um hlátur og húmor sem fyrirbyggjandi lífsmáta! - að taka þátt í fræðslu um hlátur og húmor í meðferðarskyni! - að taka virkan þátt í að kynna hláturjóga fyrir landsmönnum! - að vekja athygli fólk á mikilvægi þess að hlæja á erfiðum tímum! - að standa fyrir árlegri hlátursmiðju með vel þekktum hláturvísindamönnum! Og ekki væri nú verra ef einhverjir lesendur gaukuðu að okkur skemmtilegum bröndurum hér að neðan. Orðið er laust.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun