Hver máltíð er lítil æfing 22. mars 2005 00:01 Brenna allir jafn mikið (jafn mörgum hitaeiningum)? Svarið er einfaldlega, nei! Brennsla/efnaskiptahraði er mismunandi milli einstaklinga. Það eru þrír þættir sem ráða því hversu mörgum hitaeiningum við brennum á dag. Grunnbrennsla/efnaskiptahraði 60%. Þetta er að mestu leyti erfðafræðilegur þáttur Dagleg hreyfing sem og þjálfun 30%. Þetta er það sem við getum stjórnað sjálf Brennsla samhliða meltingu 10%. Orka sem fer í að nýta/vinna fæðu Erfðafræðilegt fyrirbæri Brennslu/efnaskiptahraði ræðst aðallega af erfðum og getur verið mjög mismunandi milli einstaklinga. Það getur verið að þú sért með óvenju öra brennslu, miðað við einstakling af þinni stærð (hæð/þyngd), eða óvenju hæga brennslu. Hvernig hefur brennsla áhrif á líkamsþyngd? Ef brennsla þín er hröð þarft þú fleiri hitaeiningar en ef hún er hægari þarft þú færri. Þetta hefur oftast bein áhrif á líkamsþyngd. Þeir sem eru með óvenju hæga brennslu geta átt í erfiðleikum með að halda sér í kjörþyngd eða grenna sig ef þeir hafa fitnað. Í slíkum tilfellum er aðeins ein lausn, að auka hitaeiningabrennslu með því að hreyfa/þjálfa sig meira. Hver máltíð er líkamsræktaræfing! Þó að við tölum oftast um líkamsrækt sem lausn við offitu megum við ekki gleyma því að í hvert sinn sem við borðum þá á sér stað lítil líkamsræktaræfing í líkamanum. Þetta gerist vegna þess að það "kostar" að keyra meltinguna og meltingarkerfið af stað. Ef okkur vantar viðmiðun á hversu viðamikil starfsemi felst í meltingunni þá er það staðreynd að hátt í 2/3 alls blóðs í líkamanum fara í meltingarkerfið þegar við borðum okkur vel södd. Hver kannast annars ekki við tilfinninguna sem fylgir því, t.d. á jólunum, að borða liggur við eins mikið og maður getur og verða svo í kjölfarið vægast sagt værukær. Fleiri smærri en færri stærri @megin:Þess vegna ráðlegg ég öllum að borða frekar fleiri smærri máltíðir yfir daginn, sem eykur brennslu líkamans, en færri stærri. Þetta og önnur hollráð er að finna á vefsvæði okkar: www.heilsuradgjof.is. Heilsa Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Brenna allir jafn mikið (jafn mörgum hitaeiningum)? Svarið er einfaldlega, nei! Brennsla/efnaskiptahraði er mismunandi milli einstaklinga. Það eru þrír þættir sem ráða því hversu mörgum hitaeiningum við brennum á dag. Grunnbrennsla/efnaskiptahraði 60%. Þetta er að mestu leyti erfðafræðilegur þáttur Dagleg hreyfing sem og þjálfun 30%. Þetta er það sem við getum stjórnað sjálf Brennsla samhliða meltingu 10%. Orka sem fer í að nýta/vinna fæðu Erfðafræðilegt fyrirbæri Brennslu/efnaskiptahraði ræðst aðallega af erfðum og getur verið mjög mismunandi milli einstaklinga. Það getur verið að þú sért með óvenju öra brennslu, miðað við einstakling af þinni stærð (hæð/þyngd), eða óvenju hæga brennslu. Hvernig hefur brennsla áhrif á líkamsþyngd? Ef brennsla þín er hröð þarft þú fleiri hitaeiningar en ef hún er hægari þarft þú færri. Þetta hefur oftast bein áhrif á líkamsþyngd. Þeir sem eru með óvenju hæga brennslu geta átt í erfiðleikum með að halda sér í kjörþyngd eða grenna sig ef þeir hafa fitnað. Í slíkum tilfellum er aðeins ein lausn, að auka hitaeiningabrennslu með því að hreyfa/þjálfa sig meira. Hver máltíð er líkamsræktaræfing! Þó að við tölum oftast um líkamsrækt sem lausn við offitu megum við ekki gleyma því að í hvert sinn sem við borðum þá á sér stað lítil líkamsræktaræfing í líkamanum. Þetta gerist vegna þess að það "kostar" að keyra meltinguna og meltingarkerfið af stað. Ef okkur vantar viðmiðun á hversu viðamikil starfsemi felst í meltingunni þá er það staðreynd að hátt í 2/3 alls blóðs í líkamanum fara í meltingarkerfið þegar við borðum okkur vel södd. Hver kannast annars ekki við tilfinninguna sem fylgir því, t.d. á jólunum, að borða liggur við eins mikið og maður getur og verða svo í kjölfarið vægast sagt værukær. Fleiri smærri en færri stærri @megin:Þess vegna ráðlegg ég öllum að borða frekar fleiri smærri máltíðir yfir daginn, sem eykur brennslu líkamans, en færri stærri. Þetta og önnur hollráð er að finna á vefsvæði okkar: www.heilsuradgjof.is.
Heilsa Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira