Hvar er Vilmundur nútímans Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 22. mars 2005 00:01 Löglegt en siðlaust er án efa frægustu orð Vilmundar Gylfasonar. Þetta eru orð sem tekin hafa verið upp af fjölmörgum síðan þegar verið er að vísa til þess að stjórnvaldsákvarðanir séu á gráu svæði. Það getur verið að þær séu löglegar, en það er ekki þar með sagt að þær séu boðlegar, að þær séu réttar. Ekki eru allir sammála um það út á hvað stjórnmál ganga. Varsla hagsmuna er ein hugmyndin. En þá á eftir að svara því til hagsmuna hverra á að vera að gæta. Ákveðinna einstaklinga, hópa eða heildarinnar? Kenning hans byggðist á því að ef hagsmunir einstaklinga fái að þrífast innan stjórnmálanna, leiði það bara af sér spillingu og vörslu eiginhagsmuna. Ekki hagsmuna þjóðarinnar. Heimspekingurinn Hannah Arendt tók þetta upp og fjallaði nokkuð um hvernig hagsmunir, sem á ensku útleggst interest og ætti í raun að lesa inter est, það sem kemur á milli. Hagsmunir væru það sem klífur þjóðina, á meðan stjórnmál eiga að sameina okkur. Stjórnmál eigi að vera fyrir ofan hagsmuni hafin, að segja til um reglur samfélagsins og hvers konar þjóðfélag við viljum. Framkvæmdavaldið, sem löggjafarvaldið hefur svo umsjón með, getur svo atað sína fingur með því að potast í hinu einstaka. Hugmyndir Rousseau og Arendt eru um margt ólíkar. Þær eiga það þó sameiginlegt að samrýmast varla hugmyndum nútímans um tilgang stjórnmála. Þessar hugmyndir þeirra þykja oft of einfaldar til að vera raunverulega framkvæmanlegar. Samt sem áður hefur okkur tekist, með lagabreytingum, með einkavæðingu, með eftirlitsstofnunum, að reyna að færa hagsmunavörsluna ekki bara út frá alþingi heldur einnig úr klóm framkvæmdavaldsins. Það er ekki lengur í hendi stjórnmálamanna að ákveða hver fær lán, hver má flytja hvað úr landi eða hver má eiga fyrirtæki. Með þessum breytingum, og öðrum sem sjálfsagðar þykja í dag, hefur möguleikum stjórnmálamanna til að stunda hagsmunapot fyrir einstaklinga minnkað. Ef þú hefur hugmynd um fyrirtæki sem þig langar til að stofna, hefurðu fyrst samband við þingmanninn þinn? Flestir svara þessu í dag neitandi, enda óljóst hvernig þingmaðurinn getur hjálpa þér. Enn er eitthvað um að fólk hringi í þingmenn sína til að aðstoða sig í einstökum málum. Að fá þingmennina til að potast í því sem þeim kemur í raun ekki við. Stjórnmálamenn eiga að vasast í hinu almenna. Setja reglur sem allir fara eftir. Þeir eiga ekki að vera að vasast í hinu einstaka. Þrátt fyrir óskir umbjóðenda þeirra þar um. Fram hafa komið hugmyndir um að vegna þess að möguleikar stjórnmálamanna til þess að sinna sértækum hagsmunum eru að minnka, reyna þeir að heimta til baka það sem þeir hafa gefið frá sér. Því er sagt að þeir séu að reyna að stjórnmálavæða stofnanir sem áður voru utan átaka stjórnmálanna. Stofnanir eins og Hæstiréttur, Ríkisútvarpið og Háskólinn. Í stað þess að fagna því að þeir hafi minna að gera með minnkandi umsvifum, er gripið til þess að beita völdum og áhrifum þar sem enn eru möguleikar til þess. Það var útfrá þessari nýju stjórnmálavæðingu sem Ómar H. Kristmundsson, lektor í opinberri stjórnsýslu, sagði á fundi Félags stjórnmálafræðinga á laugardag að pólitískum ráðningum hafi fjölgað undanfarin ár og sagði mögulega skýringu löng valdaseta núverandi stjórnvalda. Hann sagði eftirlit komið með stofnunum og lögum, en það vantaði hugarfarsbreytingu og kallaði eftir umræðu um siðbót stjórnmálamanna. Umræðu líkri þeirri sem Vilmundur Gylfason kallaði eftir á árum áður. Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Löglegt en siðlaust er án efa frægustu orð Vilmundar Gylfasonar. Þetta eru orð sem tekin hafa verið upp af fjölmörgum síðan þegar verið er að vísa til þess að stjórnvaldsákvarðanir séu á gráu svæði. Það getur verið að þær séu löglegar, en það er ekki þar með sagt að þær séu boðlegar, að þær séu réttar. Ekki eru allir sammála um það út á hvað stjórnmál ganga. Varsla hagsmuna er ein hugmyndin. En þá á eftir að svara því til hagsmuna hverra á að vera að gæta. Ákveðinna einstaklinga, hópa eða heildarinnar? Kenning hans byggðist á því að ef hagsmunir einstaklinga fái að þrífast innan stjórnmálanna, leiði það bara af sér spillingu og vörslu eiginhagsmuna. Ekki hagsmuna þjóðarinnar. Heimspekingurinn Hannah Arendt tók þetta upp og fjallaði nokkuð um hvernig hagsmunir, sem á ensku útleggst interest og ætti í raun að lesa inter est, það sem kemur á milli. Hagsmunir væru það sem klífur þjóðina, á meðan stjórnmál eiga að sameina okkur. Stjórnmál eigi að vera fyrir ofan hagsmuni hafin, að segja til um reglur samfélagsins og hvers konar þjóðfélag við viljum. Framkvæmdavaldið, sem löggjafarvaldið hefur svo umsjón með, getur svo atað sína fingur með því að potast í hinu einstaka. Hugmyndir Rousseau og Arendt eru um margt ólíkar. Þær eiga það þó sameiginlegt að samrýmast varla hugmyndum nútímans um tilgang stjórnmála. Þessar hugmyndir þeirra þykja oft of einfaldar til að vera raunverulega framkvæmanlegar. Samt sem áður hefur okkur tekist, með lagabreytingum, með einkavæðingu, með eftirlitsstofnunum, að reyna að færa hagsmunavörsluna ekki bara út frá alþingi heldur einnig úr klóm framkvæmdavaldsins. Það er ekki lengur í hendi stjórnmálamanna að ákveða hver fær lán, hver má flytja hvað úr landi eða hver má eiga fyrirtæki. Með þessum breytingum, og öðrum sem sjálfsagðar þykja í dag, hefur möguleikum stjórnmálamanna til að stunda hagsmunapot fyrir einstaklinga minnkað. Ef þú hefur hugmynd um fyrirtæki sem þig langar til að stofna, hefurðu fyrst samband við þingmanninn þinn? Flestir svara þessu í dag neitandi, enda óljóst hvernig þingmaðurinn getur hjálpa þér. Enn er eitthvað um að fólk hringi í þingmenn sína til að aðstoða sig í einstökum málum. Að fá þingmennina til að potast í því sem þeim kemur í raun ekki við. Stjórnmálamenn eiga að vasast í hinu almenna. Setja reglur sem allir fara eftir. Þeir eiga ekki að vera að vasast í hinu einstaka. Þrátt fyrir óskir umbjóðenda þeirra þar um. Fram hafa komið hugmyndir um að vegna þess að möguleikar stjórnmálamanna til þess að sinna sértækum hagsmunum eru að minnka, reyna þeir að heimta til baka það sem þeir hafa gefið frá sér. Því er sagt að þeir séu að reyna að stjórnmálavæða stofnanir sem áður voru utan átaka stjórnmálanna. Stofnanir eins og Hæstiréttur, Ríkisútvarpið og Háskólinn. Í stað þess að fagna því að þeir hafi minna að gera með minnkandi umsvifum, er gripið til þess að beita völdum og áhrifum þar sem enn eru möguleikar til þess. Það var útfrá þessari nýju stjórnmálavæðingu sem Ómar H. Kristmundsson, lektor í opinberri stjórnsýslu, sagði á fundi Félags stjórnmálafræðinga á laugardag að pólitískum ráðningum hafi fjölgað undanfarin ár og sagði mögulega skýringu löng valdaseta núverandi stjórnvalda. Hann sagði eftirlit komið með stofnunum og lögum, en það vantaði hugarfarsbreytingu og kallaði eftir umræðu um siðbót stjórnmálamanna. Umræðu líkri þeirri sem Vilmundur Gylfason kallaði eftir á árum áður. Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun