Óhóf í heilsu 23. mars 2005 00:01 Heilsubylgjan sem nú gengur yfir samfélagið er allra góðra gjalda verð. Góð heilsa er ómetanleg og seint verður fólk minnt nógu oft á að við eigum bara einn líkama sem verður að endast okkur allt lífið. Á síðustu tímum hraða og neyslu er líka svo komið að áreitið á líkamann er mikið þótt með öðrum hætti sé en í gamla daga þegar fólk vann að stórum hluta líkamlega vinnu. Áreitið á líkamann í dag felst í löngum setum, rangri líkamsbeitingu og ekki síður margháttaðri óhollustu sem við látum ofan í okkur dag hvern. Maturinn sem við borðum er uppfullur af alls kyns aukaefnum sem sæta hann, salta eða skerpa bragð á annan hátt. Þá eru ótalin þau efni sem auka geymsluþol hans. Þessi efni eru áreiðanlega ekki holl líkama okkar og alls ekki sé þeirra neytt í miklu mæli. Á móti þessum áhrifum vinnur heilsubylgjan. Þeir sem taka þátt í henni iðka holla útiveru og líkamsrækt og leitast við að borða hollan mat, mat sem laus er við aukaefnin. Og á meðan sumir efnast á því að setja á markað hraðsoðinn aukaefnamat eru aðrir sem hafa séð sér leik á borði og nota heilsubylgjuna sér til viðurværis, eðlilega. Einn kimi heilsubylgjunnar er hreinsunaræðið. Nánast daglega dynja á okkur auglýsingar um alls kyns náttútulegar töflur, duft og vökva sem eiga að hjálpa til við hreinsun líkamans af allri óhollustunni sem við tökum inn dag hvern. Snyrtivöruframleiðendur hafa líka stokkið á þennan vagn og framleiða nú alls kyns hreinsilínur þar sem í auglýsingatexta er útskýrt hversu óhrein húðin sé af útblæstri og annarri mengun andrúmsloftsins. Líklega er nálægt tuttugu ár síðan hreinsunarkúrar fóru að ryðja sér verulega til rúms, föstur, ýmist með tei eða grænmetissafa, sem eina fæði um daga eða vikna skeið og svo kúkanámskeið sérstök þar sem fólk drakk saltvatn allt hvað af tók og fékk svo stólpípu ef það dugði ekki til. Allt fyrir hreinsunina. Í dag birtist hreinsunaræðið að sumu leyti í sams konar skyndilausnum og er að finna í skyndibitunum sjálfum sem óhreinindunum eiga að valda. Þessar lausnir felast þá í inntöku náttúrulegs hreinsunarefnis, ýmist í föstu formi eða fljótandi og iðulega tekur hreinsunin ekki nema nokkra daga, fólk er jú orðið svo lítið fyrir að bíða. Eina birtingarmynd hreinsunaræðisins er svo að finna í raunveruleikasjónvarpsþáttum litlu konunnar sem fer heim til feita fólksins og býr til fjöll úr matnum sem það borðar í heila viku, gefur því svo stólpípu og fussar yfir saursýnum þess. Ekki er annað hægt en að velta fyrir sér þeirri sjálfsmynd sem hefst upp úr því að lifa í samræmi við alla þessa hreinsun sem dregið er fram að við þurfum að undirgangast til að vera hraust og hress. Er hreinsunaræðið kannski hluti af þeirri sömu úrkynjun sem gerir að verkum að allt of stór hluti ungra stúlkna hefur þá sjálfsmynd að þær séu of feitar miðað við það sem ætlast er til? Það er dálaglegt ef ungt fólk situr uppi með þá sjálfsmynd að það þurfi að hætta að borða vegna þess að það hefur meiri hold en helstu súpermódel heims og telur líka að það verði reglulega að gangast undir hreinsun rétt eins og hundarnir í gamla daga. Þróunin sem á sér stað í átt frá hinu náttúrulega til alls kyns gerviefna er vissulega áhyggjuefni. Hins vegar er örugglega skynsamlegra að reyna að hægja á þessari þróun og jafnvel snúa henni við að einhverju leyti en að lifa með því að þurfa reglulega að hreinsa sig af eiturefnum sem maður fyllir sig af þess á milli.Steinunn Stefánsdóttir - steinunn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Heilsubylgjan sem nú gengur yfir samfélagið er allra góðra gjalda verð. Góð heilsa er ómetanleg og seint verður fólk minnt nógu oft á að við eigum bara einn líkama sem verður að endast okkur allt lífið. Á síðustu tímum hraða og neyslu er líka svo komið að áreitið á líkamann er mikið þótt með öðrum hætti sé en í gamla daga þegar fólk vann að stórum hluta líkamlega vinnu. Áreitið á líkamann í dag felst í löngum setum, rangri líkamsbeitingu og ekki síður margháttaðri óhollustu sem við látum ofan í okkur dag hvern. Maturinn sem við borðum er uppfullur af alls kyns aukaefnum sem sæta hann, salta eða skerpa bragð á annan hátt. Þá eru ótalin þau efni sem auka geymsluþol hans. Þessi efni eru áreiðanlega ekki holl líkama okkar og alls ekki sé þeirra neytt í miklu mæli. Á móti þessum áhrifum vinnur heilsubylgjan. Þeir sem taka þátt í henni iðka holla útiveru og líkamsrækt og leitast við að borða hollan mat, mat sem laus er við aukaefnin. Og á meðan sumir efnast á því að setja á markað hraðsoðinn aukaefnamat eru aðrir sem hafa séð sér leik á borði og nota heilsubylgjuna sér til viðurværis, eðlilega. Einn kimi heilsubylgjunnar er hreinsunaræðið. Nánast daglega dynja á okkur auglýsingar um alls kyns náttútulegar töflur, duft og vökva sem eiga að hjálpa til við hreinsun líkamans af allri óhollustunni sem við tökum inn dag hvern. Snyrtivöruframleiðendur hafa líka stokkið á þennan vagn og framleiða nú alls kyns hreinsilínur þar sem í auglýsingatexta er útskýrt hversu óhrein húðin sé af útblæstri og annarri mengun andrúmsloftsins. Líklega er nálægt tuttugu ár síðan hreinsunarkúrar fóru að ryðja sér verulega til rúms, föstur, ýmist með tei eða grænmetissafa, sem eina fæði um daga eða vikna skeið og svo kúkanámskeið sérstök þar sem fólk drakk saltvatn allt hvað af tók og fékk svo stólpípu ef það dugði ekki til. Allt fyrir hreinsunina. Í dag birtist hreinsunaræðið að sumu leyti í sams konar skyndilausnum og er að finna í skyndibitunum sjálfum sem óhreinindunum eiga að valda. Þessar lausnir felast þá í inntöku náttúrulegs hreinsunarefnis, ýmist í föstu formi eða fljótandi og iðulega tekur hreinsunin ekki nema nokkra daga, fólk er jú orðið svo lítið fyrir að bíða. Eina birtingarmynd hreinsunaræðisins er svo að finna í raunveruleikasjónvarpsþáttum litlu konunnar sem fer heim til feita fólksins og býr til fjöll úr matnum sem það borðar í heila viku, gefur því svo stólpípu og fussar yfir saursýnum þess. Ekki er annað hægt en að velta fyrir sér þeirri sjálfsmynd sem hefst upp úr því að lifa í samræmi við alla þessa hreinsun sem dregið er fram að við þurfum að undirgangast til að vera hraust og hress. Er hreinsunaræðið kannski hluti af þeirri sömu úrkynjun sem gerir að verkum að allt of stór hluti ungra stúlkna hefur þá sjálfsmynd að þær séu of feitar miðað við það sem ætlast er til? Það er dálaglegt ef ungt fólk situr uppi með þá sjálfsmynd að það þurfi að hætta að borða vegna þess að það hefur meiri hold en helstu súpermódel heims og telur líka að það verði reglulega að gangast undir hreinsun rétt eins og hundarnir í gamla daga. Þróunin sem á sér stað í átt frá hinu náttúrulega til alls kyns gerviefna er vissulega áhyggjuefni. Hins vegar er örugglega skynsamlegra að reyna að hægja á þessari þróun og jafnvel snúa henni við að einhverju leyti en að lifa með því að þurfa reglulega að hreinsa sig af eiturefnum sem maður fyllir sig af þess á milli.Steinunn Stefánsdóttir - steinunn@frettabladid.is
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun