Auðun Georg tekur starfið 30. mars 2005 00:01 "Ég vona að þetta mál leysist farsællega og þá innan húss en ekki í gegnum fjölmiðla," sagði Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Útvarps, við Fréttablaðið í gær. Hann kvaðst að sjálfsögðu myndu taka við fréttastjórastarfinu, en kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið. "Þetta er innanhússmál," sagði hann, "sem ég vil að verði leyst á þeim vettvangi og með þeim hætti að menn ræði saman." Fréttamenn fréttastofa Útvarps og Sjónvarps settust á fund í hádeginu í gær til að ræða hugsanlegar aðgerðir ef og þegar Auðun Georg tæki við fréttastjórn. Þeir ræddu meðal annars vinnustöðvun eða hægagang við fréttaöflun. Jafnvel yrði gripið til "faglegra fundahalda" í vinnutíma. Fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa tvívegis lýst yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins hefur hvatt hann til að draga ákvörðun sína til baka með 93 prósentum atkvæða. "Það var ekki tekin nein ákvörðun um hvað menn ætla endanlega að gera," sagði Arnar Páll Hauksson, sem ekki vildi tjá sig um umræddar aðgerðir. "En einróma niðurstaða fundarins var sú að menn ætla ekki að vinna með þessum fréttastjóra." Aðrir fréttamenn sem blaðið ræddi við tóku í sama streng og Arnar Páll. G. Pétur Matthíasson kvaðst óttast að margir myndu hugsa sér til hreyfings frá RÚV ef svo færi sem horfði að Auðun Georg tæki við stjórnartaumunum á fréttastofunni. Fundur verður haldinn í starfsmannafélagi Ríkisútvarpsins í hádeginu í dag. Þar verða hugmyndir um viðbrögð starfsfólks ræddar. Á fundinum í gær völdu fréttamenn fjóra úr sínum hópi til að undirbúa starfsmannafundinn í dag. Fjórir af fimm fréttamönnum sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, taldi hæfasta til að gegna starfi fréttastjóra, en var hafnað, hafa óskað eftir rökstuðningi frá Markúsi Erni Antonssyni fyrir höfnuninni. Sá fimmti sagði upp. Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
"Ég vona að þetta mál leysist farsællega og þá innan húss en ekki í gegnum fjölmiðla," sagði Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Útvarps, við Fréttablaðið í gær. Hann kvaðst að sjálfsögðu myndu taka við fréttastjórastarfinu, en kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið. "Þetta er innanhússmál," sagði hann, "sem ég vil að verði leyst á þeim vettvangi og með þeim hætti að menn ræði saman." Fréttamenn fréttastofa Útvarps og Sjónvarps settust á fund í hádeginu í gær til að ræða hugsanlegar aðgerðir ef og þegar Auðun Georg tæki við fréttastjórn. Þeir ræddu meðal annars vinnustöðvun eða hægagang við fréttaöflun. Jafnvel yrði gripið til "faglegra fundahalda" í vinnutíma. Fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa tvívegis lýst yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins hefur hvatt hann til að draga ákvörðun sína til baka með 93 prósentum atkvæða. "Það var ekki tekin nein ákvörðun um hvað menn ætla endanlega að gera," sagði Arnar Páll Hauksson, sem ekki vildi tjá sig um umræddar aðgerðir. "En einróma niðurstaða fundarins var sú að menn ætla ekki að vinna með þessum fréttastjóra." Aðrir fréttamenn sem blaðið ræddi við tóku í sama streng og Arnar Páll. G. Pétur Matthíasson kvaðst óttast að margir myndu hugsa sér til hreyfings frá RÚV ef svo færi sem horfði að Auðun Georg tæki við stjórnartaumunum á fréttastofunni. Fundur verður haldinn í starfsmannafélagi Ríkisútvarpsins í hádeginu í dag. Þar verða hugmyndir um viðbrögð starfsfólks ræddar. Á fundinum í gær völdu fréttamenn fjóra úr sínum hópi til að undirbúa starfsmannafundinn í dag. Fjórir af fimm fréttamönnum sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, taldi hæfasta til að gegna starfi fréttastjóra, en var hafnað, hafa óskað eftir rökstuðningi frá Markúsi Erni Antonssyni fyrir höfnuninni. Sá fimmti sagði upp.
Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira