Sjúk í leðurjakka 31. mars 2005 00:01 "Ég held ég verði að segja leddarinn minn sem ég keypti mér í Köben," segir Þóra spurð um hvað sé algjörlega ómissandi í fataskápnum. "Svei mér þá, ég held ég sé í þessum jakka á hverjum einasta degi. Ég fór til Köben með vinkonu minni fyrir um það bil mánuði en ég hef það sem reglu að þegar ég fer til útlanda gef ég sjálfri mér leyfi til að kaupa jakka sem mér finnast flottir -- sama hvað þeir kosta. Ég kaupi mér aðallega leðurjakka því ég er gjörsamlega sjúk í leðurjakka." Þóra fann hinn eina sanna leðurjakka fyrir nokkuð mörgum árum en hann er farinn yfir móðuna miklu sökum mikillar notkunar. "Ég gekk lengi vel í leðurjakka sem barnsmóðir pabba vinkonu minnar átti. Ég held ég hafi gengið í honum í sjö ár en þá var hann orðinn gatslitinn. Síðan hef ég leitað að staðgengli fyrir þennan jakka og held ég sé búinn að finna hann," segir Þóra og á þá auðvitað við nýja, danska leðurjakkann. En ætli Þóra sé jafn fatasjúk og hún er leðurjakkasjúk? "Nei ég er alls ekki fatafrík. Ég get verið alveg eins og drusla en ég get líka verið algjör pæja." Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
"Ég held ég verði að segja leddarinn minn sem ég keypti mér í Köben," segir Þóra spurð um hvað sé algjörlega ómissandi í fataskápnum. "Svei mér þá, ég held ég sé í þessum jakka á hverjum einasta degi. Ég fór til Köben með vinkonu minni fyrir um það bil mánuði en ég hef það sem reglu að þegar ég fer til útlanda gef ég sjálfri mér leyfi til að kaupa jakka sem mér finnast flottir -- sama hvað þeir kosta. Ég kaupi mér aðallega leðurjakka því ég er gjörsamlega sjúk í leðurjakka." Þóra fann hinn eina sanna leðurjakka fyrir nokkuð mörgum árum en hann er farinn yfir móðuna miklu sökum mikillar notkunar. "Ég gekk lengi vel í leðurjakka sem barnsmóðir pabba vinkonu minnar átti. Ég held ég hafi gengið í honum í sjö ár en þá var hann orðinn gatslitinn. Síðan hef ég leitað að staðgengli fyrir þennan jakka og held ég sé búinn að finna hann," segir Þóra og á þá auðvitað við nýja, danska leðurjakkann. En ætli Þóra sé jafn fatasjúk og hún er leðurjakkasjúk? "Nei ég er alls ekki fatafrík. Ég get verið alveg eins og drusla en ég get líka verið algjör pæja."
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira