Starfsmenn RÚV lýstu vantrausti á útvarpsstjóra 31. mars 2005 00:01 Starfsmenn Ríkisútvarpsins lýstu í dag yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarpsins.Á fjölmennum starfsmannafundi var tillaga þessa efnis samþykkt með 93,3% atkvæða. 178 starfsmenn samþykktu tillöguna, 12 sögðu nei og einn sat hjá. Fréttastjóramálið verður til umræðu í þætti Hallgríms og Helgu Völu "Allt & Sumt" á Talstöðinni klukkan 17:00 í dag. Þá mæta Þórhallur Jósefsson fréttamaður Útvarps og G. Pétur Matthíasson fréttamaður Sjónvarps og ræða stöðu málsins. Ályktun starfsmannafundar Ríkisútvarpsins:Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins haldinn 31. mars 2005 harmar að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi.Við ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps vék útvarpsráð og útvarpsstjóri til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök voru tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af.Fundurinn lýsir fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Starfsmenn Ríkisútvarpsins lýstu í dag yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarpsins.Á fjölmennum starfsmannafundi var tillaga þessa efnis samþykkt með 93,3% atkvæða. 178 starfsmenn samþykktu tillöguna, 12 sögðu nei og einn sat hjá. Fréttastjóramálið verður til umræðu í þætti Hallgríms og Helgu Völu "Allt & Sumt" á Talstöðinni klukkan 17:00 í dag. Þá mæta Þórhallur Jósefsson fréttamaður Útvarps og G. Pétur Matthíasson fréttamaður Sjónvarps og ræða stöðu málsins. Ályktun starfsmannafundar Ríkisútvarpsins:Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins haldinn 31. mars 2005 harmar að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi.Við ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps vék útvarpsráð og útvarpsstjóri til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök voru tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af.Fundurinn lýsir fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira