Innlent

Lúta ekki boðum nýs fréttastjóra

 Aðrir fréttamenn RÚV sem Fréttablaðið ræddi við tóku í sama streng. Þeir sögðu einum rómi að þeir myndu ekki "lúta boðum" Auðuns Georgs, enda teldu starfsmenn RÚV að hann væri " umboðslaus" til þess að gegna starfi fréttastjóra eins og nær 200 manna starfsmannafundur RÚV samþykkti í gær. Auðun Georg átti fund með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra í gær. Að því búni gekk hann inn á fréttastofu Útvarps og kastaði kveðju á þá sem þar voru staddir. Hann stóð stutt við en hvarf síðan á braut með þeim orðum að hann myndi mæta í dag. Ekki var búið að ganga frá ráðningasamningi hins nýja fréttastjóra síðdegis, þegar fréttin var unnin. "Við munum gera honum grein fyrir stöðu mála," sagði Broddi, spurður í gær um hvernig fréttamenn Útvarps hyggðust taka á móti nýja fréttastjóranum. G.Pétur Matthíasson fréttamaður sagði eftir starfsmannafundinn í gær, að sú órofa samstaðan sem væri á RÚV hefði að miklu leyti myndast í kjölfar ummæla útvarpsstjóra í Kastljósþætti þar sem ráðningin umdeilda var til umræðu, því þar hefði hann ekki bara talað "illa um fréttamenn RÚV, heldur alla starfsmenn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×