Húsfrú og kennslukona 1. apríl 2005 00:01 "Ég er búin að gera svo margt um ævina sem tengist ekki minni menntun að ég var komin í hálfgerð vandræði með hvað ég ætti að kalla mig," segir Guðríður hlæjandi þegar hún er spurð út í húsfrúartitilinn. "Mér fannst Guðríðarnafnið benda til þess að ég ætti alltaf nýbakað, hefði hreint í kringum mig og væri hugsanlega húsmæðraskólagengin svo ég skellti þessum titli í símaskrána gegnum netið og þar hefur hann hangið síðan. En hugsa að ég taki mig til einhvern daginn og breyti honum í kennslukonu!" Guðríður hefur greinilega nóg að gera, því fyrir utan kennsluna, veðurfréttalesturinn, uppeldið og húsfreyjustarfið heldur hún hesta og sinnir þýðingum. Hún er jarðefnafræðingur að mennt og kveðst líka hafa farið í nám í stjórnmálafræði, viðskiptafræði og markaðsfræði í Háskólanum í Reykjavík en aldrei klárað það alveg. "Ég vissi ekki alveg hvað ég vildi á tímabili, útskýrir hún, og kveðst hafa um tíma hafa starfað sem markaðsfulltrúi hjá Thorarensen lyf og einnig verið í forritun hjá Kögun, sem hugbúnaðarsérfræðingur. Nú hefur hún verið veðurfréttamaður hjá Stöð 2 í tæp þrjú ár og líkar stórvel. Hún vinnur spárnar upp úr gögnum sem hún fær send erlendis frá og þá daga sem hún fer í útsendingu sér hún líka um veðurfréttir fyrir Fréttablaðið. En þau kvöld eldar húsfrú Guðríður ekki heima. "Maðurinn minn er vel liðtækur í öllum heimilisstörfum og það er voða vinsælt að hafa grjónagraut og slátur þegar ég er að vinna. Það hentar ágætlega því öllum á heimilinu þykir það gott nema mér," segir hún hlæjandi að lokum. Atvinna Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Ég er búin að gera svo margt um ævina sem tengist ekki minni menntun að ég var komin í hálfgerð vandræði með hvað ég ætti að kalla mig," segir Guðríður hlæjandi þegar hún er spurð út í húsfrúartitilinn. "Mér fannst Guðríðarnafnið benda til þess að ég ætti alltaf nýbakað, hefði hreint í kringum mig og væri hugsanlega húsmæðraskólagengin svo ég skellti þessum titli í símaskrána gegnum netið og þar hefur hann hangið síðan. En hugsa að ég taki mig til einhvern daginn og breyti honum í kennslukonu!" Guðríður hefur greinilega nóg að gera, því fyrir utan kennsluna, veðurfréttalesturinn, uppeldið og húsfreyjustarfið heldur hún hesta og sinnir þýðingum. Hún er jarðefnafræðingur að mennt og kveðst líka hafa farið í nám í stjórnmálafræði, viðskiptafræði og markaðsfræði í Háskólanum í Reykjavík en aldrei klárað það alveg. "Ég vissi ekki alveg hvað ég vildi á tímabili, útskýrir hún, og kveðst hafa um tíma hafa starfað sem markaðsfulltrúi hjá Thorarensen lyf og einnig verið í forritun hjá Kögun, sem hugbúnaðarsérfræðingur. Nú hefur hún verið veðurfréttamaður hjá Stöð 2 í tæp þrjú ár og líkar stórvel. Hún vinnur spárnar upp úr gögnum sem hún fær send erlendis frá og þá daga sem hún fer í útsendingu sér hún líka um veðurfréttir fyrir Fréttablaðið. En þau kvöld eldar húsfrú Guðríður ekki heima. "Maðurinn minn er vel liðtækur í öllum heimilisstörfum og það er voða vinsælt að hafa grjónagraut og slátur þegar ég er að vinna. Það hentar ágætlega því öllum á heimilinu þykir það gott nema mér," segir hún hlæjandi að lokum.
Atvinna Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira