Fréttastjóri í einn dag 1. apríl 2005 00:01 "Ég eflist við hverja raun," sagði Auðun Georg Ólafsson eftir að hafa hitt starfsmenn Ríkisútvarpsins í gærmorgun, tæpum hálfum sólarhring áður en hann tilkynnti að hann sæi sér ekki fært að taka við starfi fréttastjóra fréttastofu útvarps. Móttökur fréttamanna Útvarpsins í gærmorgun voru í takt við það sem á undan er gengið síðan útvarpsstjóri ákvað að ráða Auðun Georg í starf fréttastjóra. Á kynningarfundi sem hann mætti á, ásamt Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra og Boga Ágústssyni, forstöðumanni fréttasviðs, afhentu fréttamenn honum ályktanir þar sem sagði að þeir hygðust ekki vinna með honum. Auðun Georg kvaðst hafa fullan skilning á því að þeir fréttamenn sem ekki treystu honum myndu hætta störfum. Hann sagðist hins vegar mundu gera vel við þá sem kysu að starfa með honum. Hann kysi að menn sneru bökum saman og horfðu til framtíðar. Auðun Georg kvaðst hvorki hafa gert neitt rangt né neitt á hlut starfsmanna RÚV. Það eina sem hann hefði gert hefði verið að sækja um og fá fréttastjórastarfið. Eftir fundinn í gærmorgun kvaðst hann enn ala þá von í brjósti að sá vandi sem uppi væri á Ríkisútvarpinu leystist á farsælan hátt. Þegar leið á daginn virðist hann hins vegar hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú von hans yrði ekki að veruleika. Auðun Georg tilkynnti skömmu fyrir klukkan sex síðdegis að hann tæki starfinu ekki. Hann lýsti ástæðunum fyrir því að hann hugðist í fyrstu taka starfinu svo: "Þrátt fyrir að vegið hafi verið að persónu minni með afar ósanngjörnum hætti, mannorð mitt svert með röngum ásökunum, hreinum lygum haldið á lofti og mér allt að því hótað, ákvað ég engu að síður að mæta til starfa með opnum huga og gefa fréttamönnum á fréttastofu Ríkisútvarpsins tækifæri til að sýna að sanngirni, hlutleysi, réttlæti og fagleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi." Þetta þótti honum ekki ganga eftir. "Ég hlakkaði til að takast á við skemmtilegt og ögrandi starf á fréttastofu sem naut trausts og þekkt var fyrir málefnaleg og fagleg vinnubrögð. Það er með miklum trega sem ég lýsi yfir að væntingar mínar voru á misskilningi byggðar," sagði Auðun Georg. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
"Ég eflist við hverja raun," sagði Auðun Georg Ólafsson eftir að hafa hitt starfsmenn Ríkisútvarpsins í gærmorgun, tæpum hálfum sólarhring áður en hann tilkynnti að hann sæi sér ekki fært að taka við starfi fréttastjóra fréttastofu útvarps. Móttökur fréttamanna Útvarpsins í gærmorgun voru í takt við það sem á undan er gengið síðan útvarpsstjóri ákvað að ráða Auðun Georg í starf fréttastjóra. Á kynningarfundi sem hann mætti á, ásamt Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra og Boga Ágústssyni, forstöðumanni fréttasviðs, afhentu fréttamenn honum ályktanir þar sem sagði að þeir hygðust ekki vinna með honum. Auðun Georg kvaðst hafa fullan skilning á því að þeir fréttamenn sem ekki treystu honum myndu hætta störfum. Hann sagðist hins vegar mundu gera vel við þá sem kysu að starfa með honum. Hann kysi að menn sneru bökum saman og horfðu til framtíðar. Auðun Georg kvaðst hvorki hafa gert neitt rangt né neitt á hlut starfsmanna RÚV. Það eina sem hann hefði gert hefði verið að sækja um og fá fréttastjórastarfið. Eftir fundinn í gærmorgun kvaðst hann enn ala þá von í brjósti að sá vandi sem uppi væri á Ríkisútvarpinu leystist á farsælan hátt. Þegar leið á daginn virðist hann hins vegar hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú von hans yrði ekki að veruleika. Auðun Georg tilkynnti skömmu fyrir klukkan sex síðdegis að hann tæki starfinu ekki. Hann lýsti ástæðunum fyrir því að hann hugðist í fyrstu taka starfinu svo: "Þrátt fyrir að vegið hafi verið að persónu minni með afar ósanngjörnum hætti, mannorð mitt svert með röngum ásökunum, hreinum lygum haldið á lofti og mér allt að því hótað, ákvað ég engu að síður að mæta til starfa með opnum huga og gefa fréttamönnum á fréttastofu Ríkisútvarpsins tækifæri til að sýna að sanngirni, hlutleysi, réttlæti og fagleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi." Þetta þótti honum ekki ganga eftir. "Ég hlakkaði til að takast á við skemmtilegt og ögrandi starf á fréttastofu sem naut trausts og þekkt var fyrir málefnaleg og fagleg vinnubrögð. Það er með miklum trega sem ég lýsi yfir að væntingar mínar voru á misskilningi byggðar," sagði Auðun Georg.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira