Hvað gerist næst? Guðmundur Magnússon skrifar 1. apríl 2005 00:01 Það ræðst líklga á fundi útvarpsráðs á þriðjudaginn hvað næst gerist í fréttastjóramálinu svonefnda. Nú hefur Auðun Georg Ólafsson ákveðið að draga sig til baka en einhver verður víst að stjórna fréttastofunni. Sá möguleiki er fyrir hendi að einhver annar úr hópi umsækjenda verði valinn í starfið en meiri líkur eru þó á því að annað hvort verði staðan auglýst á ný eða ráðning látin bíða þar til ný lög um Ríkisútvarpið, sem liggja fyrir Alþingi í frumvarpsformi, hafa tekið gildi. Varafréttastjóri mundi þá stjórna fréttastofunni á meðan. En hvað verður um Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra? Pereatið sem hann fékk hjá samstarfsfólki sínu er einsdæmi í sögu opinberrar stofnunar hér á landi. Það er tæpast ánægjulegt fyrir hann að ganga um Útvarpshúsið og þurfa að vinna náið með fólki sem ber til hans þann hug sem vantraustsyfirlýsingin sýnir. Ýmsir hafa fullyrt að Markús Örn hafi sýnt því áhuga um nokkurt skeið að hverfa til annarra starfa. Í því sambandi hafa menn einkum nefnt utanríkisþjónustuna. Markús Örn er öflugur maður og mundi vafalaust sóma sér vel á slíkum vettvangi. Hvort ríkisstjórin sé reiðubúin að ganga í málið núna er annar handleggur; kannski þykir það ekki líta vel út eftir framgöngu Markúsar í fréttastjóramálinu. En nefna má í þessu sambandi að laust er starf sendiherra í Kaupmannahöfn því Þorsteinn Pálsson er á heimleið. Hvað sem þessum vangaveltum líður virðist blasa við að Ríkisútvarpið getur ekki til lengri tíma búið við óbreytta forystu. Raunar má segja að það gildi ekkert síður um útvarpsráð en útvarpsstjóra; meirihluti þess sýndi furðulegt dómgreindarleysi í fréttastjóramálinu. En varla fara menn að skipta um útvarpsráð núna þegar segja má að dagar þess séu allir samkvæmt stjórnarfrumvarpinu sem líklegt verður samþykkt á Alþingi innan fárra vikna. Líklega er það skoðun meirihluta fólks að ráðning Auðuns Georgs í starf fréttastjóra hafi verið misráðin og að hvatir til hennar hafi verið pólitískar. En ekki má horfa fram hjá því að mörgum finnst líka að starfsfólk útvarpsins - ekki síst fréttamennirnir - hafi á stundum gengið of langt. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefur talað um einelti í þessu sambandi og Auðun Georg gagnrýnir harðlega vinnubrögð fréttamannanna í yfirlýsingu sinni í gær. Líklegt verður því að telja að Ríkisútvarpið og fréttastofan sérstaklega hafi beðið skaða af fréttastjóramálinu, alveg óháð réttmæti málstaðarins. Þetta gerist á sama tíma og Ríkisútvarpið er að horfa upp á stóraukna samkeppni frá Símanum og Skjá einum annars vegar og svo hins vegar Stöð 2, Bylgjunni og Talstöðinni nýju. Eigi Ríkisútvarpið að rétta úr kútnum eftir það sem á undan er gengið þarf áreiðanlega mikið átak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það ræðst líklga á fundi útvarpsráðs á þriðjudaginn hvað næst gerist í fréttastjóramálinu svonefnda. Nú hefur Auðun Georg Ólafsson ákveðið að draga sig til baka en einhver verður víst að stjórna fréttastofunni. Sá möguleiki er fyrir hendi að einhver annar úr hópi umsækjenda verði valinn í starfið en meiri líkur eru þó á því að annað hvort verði staðan auglýst á ný eða ráðning látin bíða þar til ný lög um Ríkisútvarpið, sem liggja fyrir Alþingi í frumvarpsformi, hafa tekið gildi. Varafréttastjóri mundi þá stjórna fréttastofunni á meðan. En hvað verður um Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra? Pereatið sem hann fékk hjá samstarfsfólki sínu er einsdæmi í sögu opinberrar stofnunar hér á landi. Það er tæpast ánægjulegt fyrir hann að ganga um Útvarpshúsið og þurfa að vinna náið með fólki sem ber til hans þann hug sem vantraustsyfirlýsingin sýnir. Ýmsir hafa fullyrt að Markús Örn hafi sýnt því áhuga um nokkurt skeið að hverfa til annarra starfa. Í því sambandi hafa menn einkum nefnt utanríkisþjónustuna. Markús Örn er öflugur maður og mundi vafalaust sóma sér vel á slíkum vettvangi. Hvort ríkisstjórin sé reiðubúin að ganga í málið núna er annar handleggur; kannski þykir það ekki líta vel út eftir framgöngu Markúsar í fréttastjóramálinu. En nefna má í þessu sambandi að laust er starf sendiherra í Kaupmannahöfn því Þorsteinn Pálsson er á heimleið. Hvað sem þessum vangaveltum líður virðist blasa við að Ríkisútvarpið getur ekki til lengri tíma búið við óbreytta forystu. Raunar má segja að það gildi ekkert síður um útvarpsráð en útvarpsstjóra; meirihluti þess sýndi furðulegt dómgreindarleysi í fréttastjóramálinu. En varla fara menn að skipta um útvarpsráð núna þegar segja má að dagar þess séu allir samkvæmt stjórnarfrumvarpinu sem líklegt verður samþykkt á Alþingi innan fárra vikna. Líklega er það skoðun meirihluta fólks að ráðning Auðuns Georgs í starf fréttastjóra hafi verið misráðin og að hvatir til hennar hafi verið pólitískar. En ekki má horfa fram hjá því að mörgum finnst líka að starfsfólk útvarpsins - ekki síst fréttamennirnir - hafi á stundum gengið of langt. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefur talað um einelti í þessu sambandi og Auðun Georg gagnrýnir harðlega vinnubrögð fréttamannanna í yfirlýsingu sinni í gær. Líklegt verður því að telja að Ríkisútvarpið og fréttastofan sérstaklega hafi beðið skaða af fréttastjóramálinu, alveg óháð réttmæti málstaðarins. Þetta gerist á sama tíma og Ríkisútvarpið er að horfa upp á stóraukna samkeppni frá Símanum og Skjá einum annars vegar og svo hins vegar Stöð 2, Bylgjunni og Talstöðinni nýju. Eigi Ríkisútvarpið að rétta úr kútnum eftir það sem á undan er gengið þarf áreiðanlega mikið átak.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar