Hvað gerist næst? Guðmundur Magnússon skrifar 1. apríl 2005 00:01 Það ræðst líklga á fundi útvarpsráðs á þriðjudaginn hvað næst gerist í fréttastjóramálinu svonefnda. Nú hefur Auðun Georg Ólafsson ákveðið að draga sig til baka en einhver verður víst að stjórna fréttastofunni. Sá möguleiki er fyrir hendi að einhver annar úr hópi umsækjenda verði valinn í starfið en meiri líkur eru þó á því að annað hvort verði staðan auglýst á ný eða ráðning látin bíða þar til ný lög um Ríkisútvarpið, sem liggja fyrir Alþingi í frumvarpsformi, hafa tekið gildi. Varafréttastjóri mundi þá stjórna fréttastofunni á meðan. En hvað verður um Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra? Pereatið sem hann fékk hjá samstarfsfólki sínu er einsdæmi í sögu opinberrar stofnunar hér á landi. Það er tæpast ánægjulegt fyrir hann að ganga um Útvarpshúsið og þurfa að vinna náið með fólki sem ber til hans þann hug sem vantraustsyfirlýsingin sýnir. Ýmsir hafa fullyrt að Markús Örn hafi sýnt því áhuga um nokkurt skeið að hverfa til annarra starfa. Í því sambandi hafa menn einkum nefnt utanríkisþjónustuna. Markús Örn er öflugur maður og mundi vafalaust sóma sér vel á slíkum vettvangi. Hvort ríkisstjórin sé reiðubúin að ganga í málið núna er annar handleggur; kannski þykir það ekki líta vel út eftir framgöngu Markúsar í fréttastjóramálinu. En nefna má í þessu sambandi að laust er starf sendiherra í Kaupmannahöfn því Þorsteinn Pálsson er á heimleið. Hvað sem þessum vangaveltum líður virðist blasa við að Ríkisútvarpið getur ekki til lengri tíma búið við óbreytta forystu. Raunar má segja að það gildi ekkert síður um útvarpsráð en útvarpsstjóra; meirihluti þess sýndi furðulegt dómgreindarleysi í fréttastjóramálinu. En varla fara menn að skipta um útvarpsráð núna þegar segja má að dagar þess séu allir samkvæmt stjórnarfrumvarpinu sem líklegt verður samþykkt á Alþingi innan fárra vikna. Líklega er það skoðun meirihluta fólks að ráðning Auðuns Georgs í starf fréttastjóra hafi verið misráðin og að hvatir til hennar hafi verið pólitískar. En ekki má horfa fram hjá því að mörgum finnst líka að starfsfólk útvarpsins - ekki síst fréttamennirnir - hafi á stundum gengið of langt. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefur talað um einelti í þessu sambandi og Auðun Georg gagnrýnir harðlega vinnubrögð fréttamannanna í yfirlýsingu sinni í gær. Líklegt verður því að telja að Ríkisútvarpið og fréttastofan sérstaklega hafi beðið skaða af fréttastjóramálinu, alveg óháð réttmæti málstaðarins. Þetta gerist á sama tíma og Ríkisútvarpið er að horfa upp á stóraukna samkeppni frá Símanum og Skjá einum annars vegar og svo hins vegar Stöð 2, Bylgjunni og Talstöðinni nýju. Eigi Ríkisútvarpið að rétta úr kútnum eftir það sem á undan er gengið þarf áreiðanlega mikið átak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Það ræðst líklga á fundi útvarpsráðs á þriðjudaginn hvað næst gerist í fréttastjóramálinu svonefnda. Nú hefur Auðun Georg Ólafsson ákveðið að draga sig til baka en einhver verður víst að stjórna fréttastofunni. Sá möguleiki er fyrir hendi að einhver annar úr hópi umsækjenda verði valinn í starfið en meiri líkur eru þó á því að annað hvort verði staðan auglýst á ný eða ráðning látin bíða þar til ný lög um Ríkisútvarpið, sem liggja fyrir Alþingi í frumvarpsformi, hafa tekið gildi. Varafréttastjóri mundi þá stjórna fréttastofunni á meðan. En hvað verður um Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra? Pereatið sem hann fékk hjá samstarfsfólki sínu er einsdæmi í sögu opinberrar stofnunar hér á landi. Það er tæpast ánægjulegt fyrir hann að ganga um Útvarpshúsið og þurfa að vinna náið með fólki sem ber til hans þann hug sem vantraustsyfirlýsingin sýnir. Ýmsir hafa fullyrt að Markús Örn hafi sýnt því áhuga um nokkurt skeið að hverfa til annarra starfa. Í því sambandi hafa menn einkum nefnt utanríkisþjónustuna. Markús Örn er öflugur maður og mundi vafalaust sóma sér vel á slíkum vettvangi. Hvort ríkisstjórin sé reiðubúin að ganga í málið núna er annar handleggur; kannski þykir það ekki líta vel út eftir framgöngu Markúsar í fréttastjóramálinu. En nefna má í þessu sambandi að laust er starf sendiherra í Kaupmannahöfn því Þorsteinn Pálsson er á heimleið. Hvað sem þessum vangaveltum líður virðist blasa við að Ríkisútvarpið getur ekki til lengri tíma búið við óbreytta forystu. Raunar má segja að það gildi ekkert síður um útvarpsráð en útvarpsstjóra; meirihluti þess sýndi furðulegt dómgreindarleysi í fréttastjóramálinu. En varla fara menn að skipta um útvarpsráð núna þegar segja má að dagar þess séu allir samkvæmt stjórnarfrumvarpinu sem líklegt verður samþykkt á Alþingi innan fárra vikna. Líklega er það skoðun meirihluta fólks að ráðning Auðuns Georgs í starf fréttastjóra hafi verið misráðin og að hvatir til hennar hafi verið pólitískar. En ekki má horfa fram hjá því að mörgum finnst líka að starfsfólk útvarpsins - ekki síst fréttamennirnir - hafi á stundum gengið of langt. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefur talað um einelti í þessu sambandi og Auðun Georg gagnrýnir harðlega vinnubrögð fréttamannanna í yfirlýsingu sinni í gær. Líklegt verður því að telja að Ríkisútvarpið og fréttastofan sérstaklega hafi beðið skaða af fréttastjóramálinu, alveg óháð réttmæti málstaðarins. Þetta gerist á sama tíma og Ríkisútvarpið er að horfa upp á stóraukna samkeppni frá Símanum og Skjá einum annars vegar og svo hins vegar Stöð 2, Bylgjunni og Talstöðinni nýju. Eigi Ríkisútvarpið að rétta úr kútnum eftir það sem á undan er gengið þarf áreiðanlega mikið átak.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar