Útvarpsráð ræðir málin á þriðjudag 2. apríl 2005 00:01 Óljóst er hvernig staðið verður að ráðningu nýs fréttastjóra Útvarps eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki starfinu. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöld, eftir að fréttamaður færði honum tíðindin, að málið yrði að tekið upp á fundi útvarpsráðs næsta þriðjudag. Á sínum tíma þegar Ívar Guðmundsson hætti við að taka við starfi fréttastjóra Útvarps eftir mótmæli starfsmanna var starfið auglýst að nýju. Ekki er ólíklegt að telja að það verði einnig gert nú. Bæði útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs hafa lýst því yfir að fréttamenn Ríkisútvarpsins hafi gengið hart fram gegn Auðuni Georg og jafnvel misnotað aðstöðu sína og miðilinn sem þeir starfa hjá. Fréttamenn hafa aftur ítrekað lýst yfir vantrausti á útvarpsstjóra og sagt hann ekki bera hagsmuni starfsmanna fyrir brjósti. Eðlilegt er að spyrja hvernig menn geti starfað saman eftir þetta. G. Pétur Matthíasson fréttamaður er einn þeirra sem haldið hefur uppi gagnrýni á þátt útvarpsstjóra í málinu. Hann telur að menn muni reyna að brúa einhver bil. Fréttamenn hafi lýst yfir vantrausti á útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Útvarpsstjóri hljóti að skoða sinn þátt í því rækilega og menn eigi að gefa honum tækifæri til þess. Auðun Georg Ólafsson hafi hætt mjög skyndilega við að taka við starfi fréttastjóra í gær og Markús verði fyrir sig að skoða málið mjög vel því hann hafi ráðið Auðun Georg. Einhverja ábyrgð hljóti útvarpsstjóri að bera á því öllu saman. Aðspurður um gagnrýni útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs um að fréttamenn hafi gengið of hart fram í málinu, og formaður útvarpsráðs hafi líkt framgöngunni við gróft einelti, segir G. Pétur ótrúlegt að hlusta á þessa eineltisumræðu. Þegar fréttamenn vinni vinnuna sína, segi fréttir og taki viðtöl, megi þeir ekki segja fréttir af ráðamönnum eða atburðum án þess að það sé kallað einelti. Furðulegt sé að fréttamannastarfið sé orðið einelti ef menn gangi að mönnum. Hann telji að fréttamenn hafi ekki gengið neitt rosalega hart fram í málinu. Þeir hafi reynt að vanda sig eins og þeir gátu en ekki sé auðvelt að fjalla um fréttastofuna sem þeir vinni á. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, svaraði ekki skilaboðum fréttastofu Bylgjunnar í morgun. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Sjá meira
Óljóst er hvernig staðið verður að ráðningu nýs fréttastjóra Útvarps eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki starfinu. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöld, eftir að fréttamaður færði honum tíðindin, að málið yrði að tekið upp á fundi útvarpsráðs næsta þriðjudag. Á sínum tíma þegar Ívar Guðmundsson hætti við að taka við starfi fréttastjóra Útvarps eftir mótmæli starfsmanna var starfið auglýst að nýju. Ekki er ólíklegt að telja að það verði einnig gert nú. Bæði útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs hafa lýst því yfir að fréttamenn Ríkisútvarpsins hafi gengið hart fram gegn Auðuni Georg og jafnvel misnotað aðstöðu sína og miðilinn sem þeir starfa hjá. Fréttamenn hafa aftur ítrekað lýst yfir vantrausti á útvarpsstjóra og sagt hann ekki bera hagsmuni starfsmanna fyrir brjósti. Eðlilegt er að spyrja hvernig menn geti starfað saman eftir þetta. G. Pétur Matthíasson fréttamaður er einn þeirra sem haldið hefur uppi gagnrýni á þátt útvarpsstjóra í málinu. Hann telur að menn muni reyna að brúa einhver bil. Fréttamenn hafi lýst yfir vantrausti á útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Útvarpsstjóri hljóti að skoða sinn þátt í því rækilega og menn eigi að gefa honum tækifæri til þess. Auðun Georg Ólafsson hafi hætt mjög skyndilega við að taka við starfi fréttastjóra í gær og Markús verði fyrir sig að skoða málið mjög vel því hann hafi ráðið Auðun Georg. Einhverja ábyrgð hljóti útvarpsstjóri að bera á því öllu saman. Aðspurður um gagnrýni útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs um að fréttamenn hafi gengið of hart fram í málinu, og formaður útvarpsráðs hafi líkt framgöngunni við gróft einelti, segir G. Pétur ótrúlegt að hlusta á þessa eineltisumræðu. Þegar fréttamenn vinni vinnuna sína, segi fréttir og taki viðtöl, megi þeir ekki segja fréttir af ráðamönnum eða atburðum án þess að það sé kallað einelti. Furðulegt sé að fréttamannastarfið sé orðið einelti ef menn gangi að mönnum. Hann telji að fréttamenn hafi ekki gengið neitt rosalega hart fram í málinu. Þeir hafi reynt að vanda sig eins og þeir gátu en ekki sé auðvelt að fjalla um fréttastofuna sem þeir vinni á. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, svaraði ekki skilaboðum fréttastofu Bylgjunnar í morgun.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Sjá meira