Sölunni á að ljúka í sumar 4. apríl 2005 00:01 Síminn verður seldur í einu lagi, einum hópi fjárfesta, og má hver þeirra ekki eiga meira en 45% í fyrirtækinu. Ekki hefur verið ákveðið hvað verðið skiptir miklu máli en auglýst verður eftir áhugasömum kaupendum á morgun og á sölunni að ljúka í júlí. Boðað var til ríkisstjórnarfundar í hádeginu í dag á nokkuð óhefðbundum tíma. Og fundurinn var stuttur, enda aðeins eitt mál á dagskrá: sala Símans. Þegar ráðherra streymdu út af fundinum kom í ljós að ríkisstjórnin hafi fallist á allar tillögur einkavæðingarnefndar um hvernig standa ætti að að sölunni.Henni á að vera lokið í júlí. Selja á allan hlut ríkisins í einu lagi, einum hópi kjölfestufjárfesta, sem mega ekki tengjast fyrirtækjum í samkeppni við Símann. Þeir verða að mynda hópa og enginn einn má eiga meira en 45%. Fyrir árslok 2007 verður að vera búið að setja fyrirtækið á markað og bjóða minnst 30% af hlutafé almenningi til kaups. Söluferlið verður í tveimur þrepum. Á morgun verður auglýst eftir áhugasömum sem skila inn óbindandi tilboðum. Valdir verða úr þeir sem rætt verður við nánar en ekki eru til nákvæmar reglur um söluferlið ennþá, né hversu mikið vægi verðið hefur í tilboðinu. Aðspurður hvort þær aðstæður gætu fræðilega komið upp að hæsta tilboði yrði ekki tekið, ef öðrum skilyrðum er fullnægt betur en hjá öðrum, segir Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, að ef það kæmi t.d. upp tilvik þar sem hæstbjóðandi segðist ekki ætla að sinna landsbyggðinni neitt, þá fengi sá aðili ekki háa einkunn fyrir þann þátt. En markmiðið er að fá sem hæst verð, félagið verði áfram rekið, þjónustan verði góð við landsbyggðina og grunnnetið verður selt með. Lög eiga að tryggja aðgang annarra að grunnneti Símans. Bertrand Kan, forstjóri Morgan Stanley, segir það hafa hingað til alls staðar tíðkast, þar sem símafyrirtæki hafi verið einkavædd, að selja grunnnetið með fyrirtækinu. Aðspurður af hverju það sé betra segir Kan að til að geta veitt þjónustu sé mikilvægt að hafa yfirráð yfir grunnnetinu til þess að geta boðið upp á nýja þjónustu og tryggt gæði hennar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Síminn verður seldur í einu lagi, einum hópi fjárfesta, og má hver þeirra ekki eiga meira en 45% í fyrirtækinu. Ekki hefur verið ákveðið hvað verðið skiptir miklu máli en auglýst verður eftir áhugasömum kaupendum á morgun og á sölunni að ljúka í júlí. Boðað var til ríkisstjórnarfundar í hádeginu í dag á nokkuð óhefðbundum tíma. Og fundurinn var stuttur, enda aðeins eitt mál á dagskrá: sala Símans. Þegar ráðherra streymdu út af fundinum kom í ljós að ríkisstjórnin hafi fallist á allar tillögur einkavæðingarnefndar um hvernig standa ætti að að sölunni.Henni á að vera lokið í júlí. Selja á allan hlut ríkisins í einu lagi, einum hópi kjölfestufjárfesta, sem mega ekki tengjast fyrirtækjum í samkeppni við Símann. Þeir verða að mynda hópa og enginn einn má eiga meira en 45%. Fyrir árslok 2007 verður að vera búið að setja fyrirtækið á markað og bjóða minnst 30% af hlutafé almenningi til kaups. Söluferlið verður í tveimur þrepum. Á morgun verður auglýst eftir áhugasömum sem skila inn óbindandi tilboðum. Valdir verða úr þeir sem rætt verður við nánar en ekki eru til nákvæmar reglur um söluferlið ennþá, né hversu mikið vægi verðið hefur í tilboðinu. Aðspurður hvort þær aðstæður gætu fræðilega komið upp að hæsta tilboði yrði ekki tekið, ef öðrum skilyrðum er fullnægt betur en hjá öðrum, segir Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, að ef það kæmi t.d. upp tilvik þar sem hæstbjóðandi segðist ekki ætla að sinna landsbyggðinni neitt, þá fengi sá aðili ekki háa einkunn fyrir þann þátt. En markmiðið er að fá sem hæst verð, félagið verði áfram rekið, þjónustan verði góð við landsbyggðina og grunnnetið verður selt með. Lög eiga að tryggja aðgang annarra að grunnneti Símans. Bertrand Kan, forstjóri Morgan Stanley, segir það hafa hingað til alls staðar tíðkast, þar sem símafyrirtæki hafi verið einkavædd, að selja grunnnetið með fyrirtækinu. Aðspurður af hverju það sé betra segir Kan að til að geta veitt þjónustu sé mikilvægt að hafa yfirráð yfir grunnnetinu til þess að geta boðið upp á nýja þjónustu og tryggt gæði hennar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira