Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. október 2025 19:13 Ofan á kröfu um greiðslu upp á rúman milljarð vegna losunarheimilda bætist sekt frá Umhverfis- og orkustofnun upp á 2,3 milljarða króna. Vísir/Egill Umhverfis- og orkustofnun mun sekta þrotabú flugfélagsins Play um 2,3 milljarða vegna þess að félagið greiddi ekki losunarheimildir sem það skuldaði og voru á gjalddaga daginn eftir að tilkynnt var um gjaldþrot þess. Einar Halldórsson, teymisstjóri hjá teymi loftgæða og losunarheimilda hjá stofnuninni, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá. Með sektinni sé stofnunin að sinna skyldu sinni, en hún fer með framkvæmd laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. „Okkur ber skylda að sekta þá flugrekstraraðila inni í kerfinu sem hafa ekki gert upp fyrir frestinn,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Eins og kunnugt er tilkynnti flugfélagið að starfsemi þess yrði hætt mánudagsmorguninn 29. september. Daginn eftir átti flugfélagið að standa skil á greiðslu vegna losunarheimilda fyrir rúman milljarð króna. Þann 30. september ár hvert þarf að gera upp vegna losunar síðasta almanaksárs. Einar segir sektina nema hundrað evrum á hvert tonn sem ekki er gert upp og muni í heildina nema 2,3 milljörðum króna. Aðspurður hvort hann telji að sektin verði greidd segist Einar meðvitaður um að aðrar kröfur í þrotabúið gangi að öllum líkindum framar þessari. „Ef maður tekur mið af því sem gerðist í Wow air-málinu á sínum tíma þá er hvorki líklegt að það fáist nokkuð upp í skuldirnar né að það sé til fjármagn til að gera upp losunarheimildir miðað við aðrar kröfur,“ segir Einar. Eftir gjaldþrot Wow air var lögð stjórnvaldssekt á þrotabú félagsins upp á tæpa fjóra milljarða króna. Sektin var sú hæsta sem Umhverfisstofnun hafði lagt á. Landsréttur hafnaði kröfu stofnunarinnar um að þrotabúið greiddi sektina í lok 2020. „En það liggur ljóst fyrir að okkur ber skylda til að leggja þessa sekt á,“ segir Einar og bendir á að sú skylda liggi enn á flugfélaginu að gera upp þær losunarheimildir sem voru á gjalddaga þann 30. september. Gjaldþrot Play Play Umhverfismál Loftslagsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Einar Halldórsson, teymisstjóri hjá teymi loftgæða og losunarheimilda hjá stofnuninni, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá. Með sektinni sé stofnunin að sinna skyldu sinni, en hún fer með framkvæmd laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. „Okkur ber skylda að sekta þá flugrekstraraðila inni í kerfinu sem hafa ekki gert upp fyrir frestinn,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Eins og kunnugt er tilkynnti flugfélagið að starfsemi þess yrði hætt mánudagsmorguninn 29. september. Daginn eftir átti flugfélagið að standa skil á greiðslu vegna losunarheimilda fyrir rúman milljarð króna. Þann 30. september ár hvert þarf að gera upp vegna losunar síðasta almanaksárs. Einar segir sektina nema hundrað evrum á hvert tonn sem ekki er gert upp og muni í heildina nema 2,3 milljörðum króna. Aðspurður hvort hann telji að sektin verði greidd segist Einar meðvitaður um að aðrar kröfur í þrotabúið gangi að öllum líkindum framar þessari. „Ef maður tekur mið af því sem gerðist í Wow air-málinu á sínum tíma þá er hvorki líklegt að það fáist nokkuð upp í skuldirnar né að það sé til fjármagn til að gera upp losunarheimildir miðað við aðrar kröfur,“ segir Einar. Eftir gjaldþrot Wow air var lögð stjórnvaldssekt á þrotabú félagsins upp á tæpa fjóra milljarða króna. Sektin var sú hæsta sem Umhverfisstofnun hafði lagt á. Landsréttur hafnaði kröfu stofnunarinnar um að þrotabúið greiddi sektina í lok 2020. „En það liggur ljóst fyrir að okkur ber skylda til að leggja þessa sekt á,“ segir Einar og bendir á að sú skylda liggi enn á flugfélaginu að gera upp þær losunarheimildir sem voru á gjalddaga þann 30. september.
Gjaldþrot Play Play Umhverfismál Loftslagsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira