Tekur nýjan fréttastjóra á teppið 5. apríl 2005 00:01 Formaður Útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, ætlar að spyrja Óðin Jónsson, nýjan fréttastjóra Útvarps hvort honum þyki "virkilega" að Útvarpið hafi staðið rétt að umfjöllun um fréttastjóramálið, sem orðið hafi til þess að Auðun Georg Ólafsson sagði sig frá starfi síðastliðinn föstudag. Gunnlaugur Sævar segist munu leggja fram þessa spurningu á næsta fundi útvarpsráðs, þar sem Óðinn verði gestur fundarins. Á fundi útvarpsráðs í gær fór fram snörp umræða um feril fréttastjóramálsins. Gunnlaugur Sævar kvaðst hafa beint því til útvarpsstjóra á fundinum að þetta mál yrði skoðað. "Það sem ég ræddi mest voru áhyggjur mínar af þessum unga manni sem fékk þessa meðferð sem hann fékk," sagði Gunnlaugur Sævar. "Ég gat þess að mér væri sama hvað þessir menn lemdu á mér, til þess væri ég þarna. En ég hlýt að gera þá kröfu til starfsmanna Ríkisútvarpsins að þeir gangi hægt um gleðinnar dyr í svona málum, þegar fólk gerir ekki annað en að óska eftir starfi við stofnunina og fá það. Ég minni á að fréttamenn eigi sífellt að vera vakandi yfir því að þeir sem hafa hag af málum séu ekki mikið með puttana í þeim." Gunnlaugur Sævar sagði að fréttamenn RÚV hefðu farið algjöru offari í málinu og viðtalið við Auðun Georg í hádegisfréttum Útvarpsins síðastliðinn föstudag hefði verið fyrir neðan allar hellur. Formaður útvarpsráðs kvaðst hafa viljað bíða með að ráða nýjan fréttastjóra Útvarps, eftir að Auðun Georg gekk úr skaftinu, þar til fjölmiðlafrumvarpið væri orðið að lögum. Sú aðferð yrði viðhöfð við ráðningu yfirmanns dagskrárgerðar í stað Jóhanns Haukssonar. Á útvarpsráðsfundinum lagði Ingvar Sverrisson fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Samfylkingar vegna ráðningar fréttastjóra útvarps: "Fulltrúar Samfylkingarinnar í útvarpsráði lýsa yfir ánægju með niðurstöðu fréttastjóramálsins sem er í samræmi við afstöðu okkar á síðasta fundi, þar sem við lýstum þeirri skoðun okkar að velja bæri einn af þeim fimm sem hæfastir voru taldir í hópi umsækjenda. Það hefur útvarpsstjóri að lokum gert. Að gefnu tilefni lýsum við fullu trausti á fréttastofu útvarps og starfsmenn hennar." Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Formaður Útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, ætlar að spyrja Óðin Jónsson, nýjan fréttastjóra Útvarps hvort honum þyki "virkilega" að Útvarpið hafi staðið rétt að umfjöllun um fréttastjóramálið, sem orðið hafi til þess að Auðun Georg Ólafsson sagði sig frá starfi síðastliðinn föstudag. Gunnlaugur Sævar segist munu leggja fram þessa spurningu á næsta fundi útvarpsráðs, þar sem Óðinn verði gestur fundarins. Á fundi útvarpsráðs í gær fór fram snörp umræða um feril fréttastjóramálsins. Gunnlaugur Sævar kvaðst hafa beint því til útvarpsstjóra á fundinum að þetta mál yrði skoðað. "Það sem ég ræddi mest voru áhyggjur mínar af þessum unga manni sem fékk þessa meðferð sem hann fékk," sagði Gunnlaugur Sævar. "Ég gat þess að mér væri sama hvað þessir menn lemdu á mér, til þess væri ég þarna. En ég hlýt að gera þá kröfu til starfsmanna Ríkisútvarpsins að þeir gangi hægt um gleðinnar dyr í svona málum, þegar fólk gerir ekki annað en að óska eftir starfi við stofnunina og fá það. Ég minni á að fréttamenn eigi sífellt að vera vakandi yfir því að þeir sem hafa hag af málum séu ekki mikið með puttana í þeim." Gunnlaugur Sævar sagði að fréttamenn RÚV hefðu farið algjöru offari í málinu og viðtalið við Auðun Georg í hádegisfréttum Útvarpsins síðastliðinn föstudag hefði verið fyrir neðan allar hellur. Formaður útvarpsráðs kvaðst hafa viljað bíða með að ráða nýjan fréttastjóra Útvarps, eftir að Auðun Georg gekk úr skaftinu, þar til fjölmiðlafrumvarpið væri orðið að lögum. Sú aðferð yrði viðhöfð við ráðningu yfirmanns dagskrárgerðar í stað Jóhanns Haukssonar. Á útvarpsráðsfundinum lagði Ingvar Sverrisson fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Samfylkingar vegna ráðningar fréttastjóra útvarps: "Fulltrúar Samfylkingarinnar í útvarpsráði lýsa yfir ánægju með niðurstöðu fréttastjóramálsins sem er í samræmi við afstöðu okkar á síðasta fundi, þar sem við lýstum þeirri skoðun okkar að velja bæri einn af þeim fimm sem hæfastir voru taldir í hópi umsækjenda. Það hefur útvarpsstjóri að lokum gert. Að gefnu tilefni lýsum við fullu trausti á fréttastofu útvarps og starfsmenn hennar."
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira