Eigendurnir, þær Kamilla og Þórdís Harpa, eru fagurkerar sem halda upp á miðbæinn og fannst orðin vöntun á fallegum verslunum og verslunargluggum við Laugaveginn. Þær létu ekki sitt eftir liggja, fóru á stjá eftir skemmtilegri viðskiptahugmynd og fyrr en varði var verslunin orðin að veruleika. Viðtökurnar hafa verið framar vonum. Nýjar vörur koma reglulega í búðina og því er alltaf eitthvað nýtt og ferskt á boðstólnum.
Nú er búðin stútfull af gulli og silfri, nælum og beltum og stórum, flottum handtöskum sem sóma sér til dæmis vel á handleggnum í lengri eða styttri ferðum innanlands sem utan í sumar.






