Árshátíðir eru úr sér gengnar Þórarinn Þórarinsson skrifar 7. apríl 2005 00:01 Fyrstu mánuðir hvers árs eru undirlagðir af svokölluðum árshátíðum sem ganga út á það að hrista saman fólk úr öllum deildum og lögum fyrirtækja og vinnustaða, hella í það brennivíni og láta það skemmta sér. Hefðbundið helgarfyllerí er þarna, einu sinni á ári, fært í sérstakan hátíðarbúning sem kostar það að fólk þarf að huga að fötum, hári og skrati með allt að því mánaðarfyrirvara áður en ósköpin dynja yfir. Íslendingum finnst gott að hafa skotheld tilefni fyrir sem flestum almennilegum fylliríum og það gefast varla betri tækifæri, en árshátíðir, til að hrynja í það með góðri samvisku. Nú held ég hreinlega að orð yfir þetta fyrirbæri fyrirfinnist eingöngu í íslensku enda þykir þjóðum sem eru lengra komnar í mannamótum, drykkju og skemmtanahaldi það kannski full púkó að slá upp sérstökum árshátíðum. Árshátíðirnar, eins og þær þekkjast á Íslandi, hljóta að vera arfur frá liðinni tíð og hafa sjálfsagt átt fullan rétt á sér á fyrri hluta síðustu aldar þegar fólk hittist sjaldan og símar og bílar voru ekki í almannaeigu. Þá hefur það þótt eðlilegt að skarta sínu fínasta og berast á á balli sem var ef til vill eina djúttið sem fólk hafði kost á það árið. Nú eru hins vegar árshátíðir haldnar nánast á hverju kvöldi á skemmtistöðum í Reykjavík þannig að þessi eina sanna árshátíð er ekkert annað en innantóm viðbót enda er líklega fátt sorglegra og tilgangslausara en að skemmta sér með fólki sem maður umgengst dagsdaglega í vinnunni. Það dapurlegasta við árshátíðir fyrirtækja er svo auðvitað stéttaskiptingin sem kemur hvergi betur í ljós en þegar verkamenn og undirmenn reyna að standa jafnfætis toppunum þegar þeir eru komnir á fimmta glas. Það eru skýr merki um að maður eigi að fara að drífa sig heim af árshátíð þegar vinnuþrælarnir eru komnir á trúnaðarstigið við stjórana. Þeir fyrrnefdnu í Hagkaupsjakkafötum en hinir í sérsaumuðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu mánuðir hvers árs eru undirlagðir af svokölluðum árshátíðum sem ganga út á það að hrista saman fólk úr öllum deildum og lögum fyrirtækja og vinnustaða, hella í það brennivíni og láta það skemmta sér. Hefðbundið helgarfyllerí er þarna, einu sinni á ári, fært í sérstakan hátíðarbúning sem kostar það að fólk þarf að huga að fötum, hári og skrati með allt að því mánaðarfyrirvara áður en ósköpin dynja yfir. Íslendingum finnst gott að hafa skotheld tilefni fyrir sem flestum almennilegum fylliríum og það gefast varla betri tækifæri, en árshátíðir, til að hrynja í það með góðri samvisku. Nú held ég hreinlega að orð yfir þetta fyrirbæri fyrirfinnist eingöngu í íslensku enda þykir þjóðum sem eru lengra komnar í mannamótum, drykkju og skemmtanahaldi það kannski full púkó að slá upp sérstökum árshátíðum. Árshátíðirnar, eins og þær þekkjast á Íslandi, hljóta að vera arfur frá liðinni tíð og hafa sjálfsagt átt fullan rétt á sér á fyrri hluta síðustu aldar þegar fólk hittist sjaldan og símar og bílar voru ekki í almannaeigu. Þá hefur það þótt eðlilegt að skarta sínu fínasta og berast á á balli sem var ef til vill eina djúttið sem fólk hafði kost á það árið. Nú eru hins vegar árshátíðir haldnar nánast á hverju kvöldi á skemmtistöðum í Reykjavík þannig að þessi eina sanna árshátíð er ekkert annað en innantóm viðbót enda er líklega fátt sorglegra og tilgangslausara en að skemmta sér með fólki sem maður umgengst dagsdaglega í vinnunni. Það dapurlegasta við árshátíðir fyrirtækja er svo auðvitað stéttaskiptingin sem kemur hvergi betur í ljós en þegar verkamenn og undirmenn reyna að standa jafnfætis toppunum þegar þeir eru komnir á fimmta glas. Það eru skýr merki um að maður eigi að fara að drífa sig heim af árshátíð þegar vinnuþrælarnir eru komnir á trúnaðarstigið við stjórana. Þeir fyrrnefdnu í Hagkaupsjakkafötum en hinir í sérsaumuðu.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun