Sport

Fram-sigur eftir framlengingu

Fram knúði fram oddaleik gegn ÍBV með því að leggja Eyjamenn, 31-30 í 8 liða úrslitum karla í handbolta í Framhúsinu í kvöld. Staðan í hálfleik var 14-13 fyrir Fram. Jón Björgvin Pétursson skoraði sigurmark Fram þegar 1 mínúta var eftir af framlengingunni. ÍBV náði ekki að nýta sér lokasekúndurnar til að knýja fram enn eina framlenginguna en Sigurður Bragason misnotaði skot fyrir ÍBV á lokasekúndunum og fékk svo rauða spjaldið fyrir að slá til eins Framarans eftir það. Markahæsur Fram var Jón Björgvin með 14 mörk þar af 7 úr vítum, Stefán Stefánsson og Hjálmar Vilhjálmsson með 5 mörk. Hjá ÍBV var Samúel Árnason 12 fyrir ÍBV og Tite Kalandadze 7 mörk. Liðin eigast við að nýju í Eyjum á sunnudaginn og það lið sem fer með sigur af hólmi þar mætir ÍR í undanúrslitunum. Fyrri leik þessara liða lauk með sigri Eyjamanna í einum lengsta leik sögunnar sem fór í 2 framlengingar og 2 vítakeppnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×