Fram knúði fram oddaleik 13. október 2005 19:01 Það gekk mikið á hjá Fram og ÍBV er liðin mættust í Safamýrinni í kvöld. Fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum DHL-deildarinnar endaði með tveim framlengingum og tveim vítakeppnum og sigri ÍBV. Spennan var ekki mikið minni í kvöld en framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og reyndist heimamenn sterkari að þessu sinni. Þeir sigruðu með einu marki, 31-30, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 27-27. Sigurmarkið skoraði Jón Björgvin Pétursson einni mínútu fyrir lok framlengingarinnar. Hann tók þá frákast af eigin vítakasti sem hann klúðraði og skoraði. Eyjamenn náðu ekki að nota síðustu mínútuna til þess að skora og því verða liðin að mætast í oddaleik í Eyjum. Jón Björgvin fór á kostum í liðin Fram og skoraði 14 mörk og var þar að auki mjög öruggur í vítaköstunum. Stefán Baldvin átti lipra spretti sem og Hjálmar Vilhjálmsson. Petkevicius varði síðan oft á mikilvægum augnablikum. Hjá ÍBV var Samúel Árnason mjög atkvæðamikill og stórskyttan Tite Kalandadze var einnig skæður. Roland varði ágætlega í markinu en aðrir hafa oft leikið betur. Mikill hasar var í leiknum og Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið eftir að leik var lokið fyrir óíþróttamannslega framkomu en dómarar leiksins - Ólafur Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson - réðu lítið við hlutverk sittt í kvöld og margir dómar þeirra voru glórulausir. Þeir sendu Framara tólf sinnum í kælingu en Eyjamenn átta sinnum. - HBGFram-ÍBV 31-30 (27-27) Mörk Fram (skot): Jón Björgvin Pétursson 14/7 (17/8), Stefán Baldvin Stefánsson 5 (7), Hjálmar Vilhjálmsson 5 (14), Arnar Þór Sæþórsson 3 (4), Guðjón Finnur Drengsson 1 (2), Þorri B. Gunnarsson 1 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Jóhann G. Einarsson 1 (1), Hraðaupphlaup: 2 (Stefán og Þorri). Fiskuð víti: 8 (Jón B. 2, Stefán 2, Þorri, Arnar, Ingólfur Axelsson, Sigfús Sigfússon). Varin skot: Egidijus Petkevicius 16/3. Mörk ÍBV (skot): Samúel Ívar Árnason 12/6 (20/8), Tite Kalandadze 7 (10), Sigurður Ari Stefánsson 5 (9), Kári Kristjánsson 2 (3), Zoltan Belanyi 2 (4/1), Svavar Vignisson 1 (1), Sigurður Bragason 1 (3), Hraðaupphlaup: 4 (Samúel 2, Zoltan, Svavar). Fiskuð víti: 9 (Robert Bognar 3, Zoltan 2, Svavar 2, Tite, Sigurður Ari). Varin skot: Roland Valur Eradze 22. Íslenski handboltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira
Það gekk mikið á hjá Fram og ÍBV er liðin mættust í Safamýrinni í kvöld. Fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum DHL-deildarinnar endaði með tveim framlengingum og tveim vítakeppnum og sigri ÍBV. Spennan var ekki mikið minni í kvöld en framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og reyndist heimamenn sterkari að þessu sinni. Þeir sigruðu með einu marki, 31-30, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 27-27. Sigurmarkið skoraði Jón Björgvin Pétursson einni mínútu fyrir lok framlengingarinnar. Hann tók þá frákast af eigin vítakasti sem hann klúðraði og skoraði. Eyjamenn náðu ekki að nota síðustu mínútuna til þess að skora og því verða liðin að mætast í oddaleik í Eyjum. Jón Björgvin fór á kostum í liðin Fram og skoraði 14 mörk og var þar að auki mjög öruggur í vítaköstunum. Stefán Baldvin átti lipra spretti sem og Hjálmar Vilhjálmsson. Petkevicius varði síðan oft á mikilvægum augnablikum. Hjá ÍBV var Samúel Árnason mjög atkvæðamikill og stórskyttan Tite Kalandadze var einnig skæður. Roland varði ágætlega í markinu en aðrir hafa oft leikið betur. Mikill hasar var í leiknum og Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið eftir að leik var lokið fyrir óíþróttamannslega framkomu en dómarar leiksins - Ólafur Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson - réðu lítið við hlutverk sittt í kvöld og margir dómar þeirra voru glórulausir. Þeir sendu Framara tólf sinnum í kælingu en Eyjamenn átta sinnum. - HBGFram-ÍBV 31-30 (27-27) Mörk Fram (skot): Jón Björgvin Pétursson 14/7 (17/8), Stefán Baldvin Stefánsson 5 (7), Hjálmar Vilhjálmsson 5 (14), Arnar Þór Sæþórsson 3 (4), Guðjón Finnur Drengsson 1 (2), Þorri B. Gunnarsson 1 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Jóhann G. Einarsson 1 (1), Hraðaupphlaup: 2 (Stefán og Þorri). Fiskuð víti: 8 (Jón B. 2, Stefán 2, Þorri, Arnar, Ingólfur Axelsson, Sigfús Sigfússon). Varin skot: Egidijus Petkevicius 16/3. Mörk ÍBV (skot): Samúel Ívar Árnason 12/6 (20/8), Tite Kalandadze 7 (10), Sigurður Ari Stefánsson 5 (9), Kári Kristjánsson 2 (3), Zoltan Belanyi 2 (4/1), Svavar Vignisson 1 (1), Sigurður Bragason 1 (3), Hraðaupphlaup: 4 (Samúel 2, Zoltan, Svavar). Fiskuð víti: 9 (Robert Bognar 3, Zoltan 2, Svavar 2, Tite, Sigurður Ari). Varin skot: Roland Valur Eradze 22.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira