Féll fyrir dönskum stígvélum 13. apríl 2005 00:01 "Ég sit einmitt með vinkonu minni og við vorum að tala um föt. Við eigum akkúrat ekkert til að vera í," segir Inga María og þegar blaðakona spyr um uppáhaldið í fataskápnum fer hún alveg í kleinu. "Ég er alltaf í því sama. Dettur þér eitthvað í hug?" spyr hún vinkonu sína. "Heyrðu jú, nú man ég eftir einu. Skórnir sem ég keypti í Köbenhavn. Þetta er stígvél sem ég er eiginlega að reyna að spara en ég ætti auðvitað að nota þau meira hversdagslega áður en þau hætta að vera móðins." Inga María féll strax fyrir dönsku stígvélunum. "Ég sá þau í búðarglugga og þetta varð ást við fyrstu sýn. Þau voru á útsölu en mér fannst þau samt kosta ógeðslega mikinn pening. Dágóðan skilding. En ég féll eiginlega fyrir bandinu sem er yfir ökklann. Það er úr snákaskinni skreytt tveimur semalíusteinum og þremur svörtum. Ég féll fyrir þessu glingri þó ég sé vanalega ekki mikið gefin fyrir slíkt. Snákaskinni er fremst á tánni og líka efst á stígvélunum," segir Inga María sem er alls ekkert tískufrík. "Ég er annars alltaf í því sama -- gallabuxum og svartri peysu. Ég á örugglega tuttugu pör af gallabuxum og fimmtán svartar peysur og boli. Það er frekar leiðinlegt stundum að vera alltaf í því sama, því ég þarf alltaf að taka það fram að ég sé ekki í sömu fötum og í gær," segir Inga María og nýtir tækifærið og skellir sér í sitt besta pils fyrir ljósmyndarann. Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
"Ég sit einmitt með vinkonu minni og við vorum að tala um föt. Við eigum akkúrat ekkert til að vera í," segir Inga María og þegar blaðakona spyr um uppáhaldið í fataskápnum fer hún alveg í kleinu. "Ég er alltaf í því sama. Dettur þér eitthvað í hug?" spyr hún vinkonu sína. "Heyrðu jú, nú man ég eftir einu. Skórnir sem ég keypti í Köbenhavn. Þetta er stígvél sem ég er eiginlega að reyna að spara en ég ætti auðvitað að nota þau meira hversdagslega áður en þau hætta að vera móðins." Inga María féll strax fyrir dönsku stígvélunum. "Ég sá þau í búðarglugga og þetta varð ást við fyrstu sýn. Þau voru á útsölu en mér fannst þau samt kosta ógeðslega mikinn pening. Dágóðan skilding. En ég féll eiginlega fyrir bandinu sem er yfir ökklann. Það er úr snákaskinni skreytt tveimur semalíusteinum og þremur svörtum. Ég féll fyrir þessu glingri þó ég sé vanalega ekki mikið gefin fyrir slíkt. Snákaskinni er fremst á tánni og líka efst á stígvélunum," segir Inga María sem er alls ekkert tískufrík. "Ég er annars alltaf í því sama -- gallabuxum og svartri peysu. Ég á örugglega tuttugu pör af gallabuxum og fimmtán svartar peysur og boli. Það er frekar leiðinlegt stundum að vera alltaf í því sama, því ég þarf alltaf að taka það fram að ég sé ekki í sömu fötum og í gær," segir Inga María og nýtir tækifærið og skellir sér í sitt besta pils fyrir ljósmyndarann.
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira