Ný verslun með leðurfatnað 13. apríl 2005 00:01 Nýlega var opnuð á Laugavegi 66 verslunin Mona, en eigendur hennar eru fjórar íslenskar konur og ein frá Serbíu, Gordana Ristic, sem kom til Íslands sem flóttamaður fyrir fimm árum og hefur búið á Íslandi síðan með eiginmanni og tveimur dætrum. Það var Gordana sem kynnti tískufyrirtækið Monu fyrir hinum eigendunum en Mona var stofnað árið 1989 í Belgrad í fyrrum Júgóslavíu. Helstu framleiðsluvörur eru fatnaður og töskur úr sérvöldu leðri frá Ítalíu. Fyrirtækið framleiðir einnig fatnað úr öðrum efnum. "Starfsmenn Monu eru um 500 talsins og vörur fyrirtækisins eru seldar í fjörutíu Mona-verslunum í Serbíu & Svartfjallalandi, Bosníu-Hersegóvínu, Króatíu, Rússlandi, Tékklandi, Þýskalandi - og nú á Íslandi," segir Unnur Ágústsdóttir, einn eigenda verslunarinnar. "Mona tekur líka þátt í tískusýningum í París, Róm og Mílanó en helstu einkenni hönnunar Monu eru blöndun menningarlegs arfs og nútímastrauma í hönnun tískufatnaðar. Markmiðið er að bjóða upp á vandaðan fatnað og fallega og óvenjulega fylgihluti og við erum vissar um að þessar vörur uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina," segir Unnur. „Við erum með fatnað bæði á konur og karla og sérstaðan felst í miklum gæðum efnisins og hönnuninni." Verslunin er hönnuð af Sigríði Elfu Sigurðardóttur en innréttingar eru úr smíðajárni og gleri og lýsing að hluta skreytt með ull. Tjöldin fyrir búningsklefunum eru einnig sérhönnuð og saumuð af Sigríði og Guðmundu Kristinsdóttur. Í versluninni eru einnig til sölu vörur eftir íslenska hönnuði, en þeir eru SESdesign, Dýrfinna Traustadóttur, AGLA og Snúlla-design. Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Nýlega var opnuð á Laugavegi 66 verslunin Mona, en eigendur hennar eru fjórar íslenskar konur og ein frá Serbíu, Gordana Ristic, sem kom til Íslands sem flóttamaður fyrir fimm árum og hefur búið á Íslandi síðan með eiginmanni og tveimur dætrum. Það var Gordana sem kynnti tískufyrirtækið Monu fyrir hinum eigendunum en Mona var stofnað árið 1989 í Belgrad í fyrrum Júgóslavíu. Helstu framleiðsluvörur eru fatnaður og töskur úr sérvöldu leðri frá Ítalíu. Fyrirtækið framleiðir einnig fatnað úr öðrum efnum. "Starfsmenn Monu eru um 500 talsins og vörur fyrirtækisins eru seldar í fjörutíu Mona-verslunum í Serbíu & Svartfjallalandi, Bosníu-Hersegóvínu, Króatíu, Rússlandi, Tékklandi, Þýskalandi - og nú á Íslandi," segir Unnur Ágústsdóttir, einn eigenda verslunarinnar. "Mona tekur líka þátt í tískusýningum í París, Róm og Mílanó en helstu einkenni hönnunar Monu eru blöndun menningarlegs arfs og nútímastrauma í hönnun tískufatnaðar. Markmiðið er að bjóða upp á vandaðan fatnað og fallega og óvenjulega fylgihluti og við erum vissar um að þessar vörur uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina," segir Unnur. „Við erum með fatnað bæði á konur og karla og sérstaðan felst í miklum gæðum efnisins og hönnuninni." Verslunin er hönnuð af Sigríði Elfu Sigurðardóttur en innréttingar eru úr smíðajárni og gleri og lýsing að hluta skreytt með ull. Tjöldin fyrir búningsklefunum eru einnig sérhönnuð og saumuð af Sigríði og Guðmundu Kristinsdóttur. Í versluninni eru einnig til sölu vörur eftir íslenska hönnuði, en þeir eru SESdesign, Dýrfinna Traustadóttur, AGLA og Snúlla-design.
Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira