Bush óvinsælli Þórlindur Kjartansson skrifar 13. apríl 2005 00:01 Stuðningur við Bush Bandaríkjaforseta fer þverrandi um þessar mundir. Nýjustu kannanir benda til þess að um 44 prósent, landsmanna telji hann vera að standa sig vel í embætti en 54 prósent eru á öndverðum meiði og telja hann ekki standa sig. Eftir forsetakosningarnar síðasta haust sagði Bush að á fyrra kjörtímabili sínu hefði hann byggt pólitíska inneign sem hann hygðist nota á síðara kjörtímabilinu. Með öðrum orðum má ætla að Bush sé nokkuð sama um stöðu sína í skoðanakönnunum enda hefur hann svosem ekkert við vinsældir að gera þar sem hann getur ekki boðið sig fram í næstu kosningum. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að forsetinn verður að njóta sæmilegra vinsælda til þess að þingmenn sjái sér hag í því að styðja áætlanir hans. Í Bandaríkjunum er þrískipting ríkisvaldsins nefnilega með ágætum og þar geta forsetar átt í basli með að koma hugmyndum sínum í framkvæmt jafnvel þótt flokksbræður þeirra séu í meirihluta í þinginu - eins og staðan er nú hjá repúblikönum. Á fyrra kjörtímabili Bush voru það utanríkismálin sem háværastar deilur stóðu um - einkum eftir að rykið í Írak fór að setjast og í ljós kom að forsendur stríðsrekstrarins voru á veikum grunni reistar. Óvenjulega hörð kosningabarátta síðasta haust var meðal annars vegna þess að nokkuð stór hluti bandarísku þjóðarinnar var mjög eindrægt gegn forsetanum og vildi fórna miklu til að koma honum úr embætti. Það tókst hins vegar ekki og utanríkismál Bandaríjkanna eru í lygnari farvegi nú en þá. Nú eru það hins vegar innanríkismálin sem valda deilum. Hæst ber mikil andstaða við hugmyndir Bush um umbyltingu í eftirlaunakerfinu. Bush vill að ungt fólk fái að ráðstafa stærri hluta lifeyrissparnaðs síns sjálft en vinstri menn og demókratar telja að þá yrði mikilli hættu boðið heim. Demókratar leggja mikla áherslu á að magna upp andstöðu við þessar hugmyndir og vera má, að þótt málið sé smávægilegt í augum annarra en útlendinga, þá sé það miklu líklegra til að draga úr stuðningi við forsetann heima fyrir. Ólíkt utanríkismálum sem snúast ekki nema að mjög litlu leyti um beina hagsmuni kjósenda sem einstaklinga þá eru lífeyrismálin sameiginleg öllum Bandaríkjamönnum. Demókratar reyndu mjög að vekja athygli á málefnum á borð við fjárlagahalla í síðustu kosningum. Fáir yrðu til þess að andmæla því að fjárlagahalli Bandaríkjanna er stórt vandamál en eðli slíkra vandamála hitta kjósendur þó ekki fyrir í hjartastað. Eini fjárlagahallinn sem skiptir máli fyrir almenning er munurinn á útgjöldum og tekjum heimilisins. Í Bandaríkjunum eru það ekki aðeins kosningar til forsetaembættisins sem skipta miklu máli. Strax í haust hefst slagurinn fyrir kosningarnar 2006 þegar þriðjungur Öldungardeildaþingmanna (af hundrað) og allir 435 fulltrúadeildarþingmennirnir þurfa að fara í slag til að halda sæti sínu. Ef Bush er mjög óvinsæll á þeim tíma kann það að veikja mjög stöðu Repúblikana sem aftur mun draga úr líkum á því að Bush nái að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Stuðningur við Bush Bandaríkjaforseta fer þverrandi um þessar mundir. Nýjustu kannanir benda til þess að um 44 prósent, landsmanna telji hann vera að standa sig vel í embætti en 54 prósent eru á öndverðum meiði og telja hann ekki standa sig. Eftir forsetakosningarnar síðasta haust sagði Bush að á fyrra kjörtímabili sínu hefði hann byggt pólitíska inneign sem hann hygðist nota á síðara kjörtímabilinu. Með öðrum orðum má ætla að Bush sé nokkuð sama um stöðu sína í skoðanakönnunum enda hefur hann svosem ekkert við vinsældir að gera þar sem hann getur ekki boðið sig fram í næstu kosningum. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að forsetinn verður að njóta sæmilegra vinsælda til þess að þingmenn sjái sér hag í því að styðja áætlanir hans. Í Bandaríkjunum er þrískipting ríkisvaldsins nefnilega með ágætum og þar geta forsetar átt í basli með að koma hugmyndum sínum í framkvæmt jafnvel þótt flokksbræður þeirra séu í meirihluta í þinginu - eins og staðan er nú hjá repúblikönum. Á fyrra kjörtímabili Bush voru það utanríkismálin sem háværastar deilur stóðu um - einkum eftir að rykið í Írak fór að setjast og í ljós kom að forsendur stríðsrekstrarins voru á veikum grunni reistar. Óvenjulega hörð kosningabarátta síðasta haust var meðal annars vegna þess að nokkuð stór hluti bandarísku þjóðarinnar var mjög eindrægt gegn forsetanum og vildi fórna miklu til að koma honum úr embætti. Það tókst hins vegar ekki og utanríkismál Bandaríjkanna eru í lygnari farvegi nú en þá. Nú eru það hins vegar innanríkismálin sem valda deilum. Hæst ber mikil andstaða við hugmyndir Bush um umbyltingu í eftirlaunakerfinu. Bush vill að ungt fólk fái að ráðstafa stærri hluta lifeyrissparnaðs síns sjálft en vinstri menn og demókratar telja að þá yrði mikilli hættu boðið heim. Demókratar leggja mikla áherslu á að magna upp andstöðu við þessar hugmyndir og vera má, að þótt málið sé smávægilegt í augum annarra en útlendinga, þá sé það miklu líklegra til að draga úr stuðningi við forsetann heima fyrir. Ólíkt utanríkismálum sem snúast ekki nema að mjög litlu leyti um beina hagsmuni kjósenda sem einstaklinga þá eru lífeyrismálin sameiginleg öllum Bandaríkjamönnum. Demókratar reyndu mjög að vekja athygli á málefnum á borð við fjárlagahalla í síðustu kosningum. Fáir yrðu til þess að andmæla því að fjárlagahalli Bandaríkjanna er stórt vandamál en eðli slíkra vandamála hitta kjósendur þó ekki fyrir í hjartastað. Eini fjárlagahallinn sem skiptir máli fyrir almenning er munurinn á útgjöldum og tekjum heimilisins. Í Bandaríkjunum eru það ekki aðeins kosningar til forsetaembættisins sem skipta miklu máli. Strax í haust hefst slagurinn fyrir kosningarnar 2006 þegar þriðjungur Öldungardeildaþingmanna (af hundrað) og allir 435 fulltrúadeildarþingmennirnir þurfa að fara í slag til að halda sæti sínu. Ef Bush er mjög óvinsæll á þeim tíma kann það að veikja mjög stöðu Repúblikana sem aftur mun draga úr líkum á því að Bush nái að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar